Steindór Grétar Jónsson

Blaðamaður

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýjum reglum um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar. Málið hefur verið mikið til umræðu vegna afskrifta Samherja á stórum hluta láns til Eyþórs Arnalds vegna kaupa á hlut í Morgunblaðinu.

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Hollywood-stjörnur leika íslenska tónlistarmenn í kvikmynd Will Ferrell sem væntanleg er á árinu. Nöfn íslensku persónanna hafa þó vakið furðu á samfélagsmiðlum.

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Sjúkratryggingar skoða hvernig Heilsustofnun í Hveragerði nýtir opinbera fjármuni upp á 875 milljónir króna. Til stendur að byggja heilsudvalarstað fyrir ferðamenn. Stundin hefur fjallað um há laun stjórnarformanns, greiðslur til móðurfélags og samdrátt í geðheilbrigðisþjónustu.

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Bíó Paradís hefur tekið til sýninga myndina Portrait of a Lady on Fire sem hlaut Hinsegin pálmann á Cannes-hátíðinni. Nær engir karlkyns leikarar koma fram í myndinni.

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Óháðan aðila þarf til að ræða við foreldra þeirra 937 barna sem breyttur opnunartími leikskóla í Reykjavík nær til, að mati móður í Hafnarfirði sem barist hefur gegn breytingunni. Samkvæmt tillögu Dags B. Eggertssonar eiga leikskólastjórnendur að eiga samtalið.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, grípur til varnar fyrir þá sem tjá sig um „hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima“. Í fræðigrein sem hann gagnrýnir er fjallað um hatursorðræðu nýnasista og fleiri aðila.

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Leikskólakennari segir styttingu dvalartíma barna jákvæða, en að byrjað sé á röngum enda. Borgaryfirvöld hafa lofað samráði við foreldra 937 barna sem styttingin myndi bitna á. Ekki er víst hvernig samráðið mun fara fram á þeim skamma tíma sem er til stefnu.

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ísland færist upp um þrjú sæti í mælingum Spillingarvísitölu Transparency International, en sérstaklega er fjallað um Samherjamálið. Samtökin vara við áhrifum fjársterkra aðila í stjórnmálum.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Nafntogaðir femínistar boða til þriggja daga viðburðar þar sem fjallað verður um leiðir til að takast á við helstu áskoranir femínista. Báðar hafa ítrekað vakið athygli vegna róttækra skoðana og aðgerða.

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tómas Guðbjartsson læknir er gagnrýninn á skipan tveggja sænskra sérfræðinga í átakshóp í málefnum bráðamóttökunnar. „Þar logar allt í deilum,“ segir hann um Karolinska sjúkrahúsið, sem Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, var áður forstjóri hjá.

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar vill að gripið verði til aðgerða til að bæta aðgengi innflytjenda að ábyrgðarstörfum. Stefna stjórnvalda skapi jafnvel fleiri vandamál en hún leysir.

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. 55 prósent framhaldsskólanema neyta nú slíks drykks daglega.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Efling boðar til opins samningafundar við Reykjavíkurborg. Félagið telur samninganefnd borgarinnar hafa brotið trúnað og lög.

Ísland með lægsta hlutfall fanga í Evrópu

Ísland með lægsta hlutfall fanga í Evrópu

Endurkoma fanga hefur ekki aukist eftir að rafrænt eftirlit og tækifæri til samfélagsþjónustu voru innleidd á Íslandi.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Fimm íslenskir listamenn munu fá stuðning til dvalar við myndlistarstofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín vegna nýs samkomulags. Anna Rún Tryggvadóttir segir dvöl sína við stofnunina hafa opnað dyr, en samhliða henni frumsýnir hún heimildarmynd um ungbarnasund.

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Fjöldi þeirra sjúklinga sem dvelja tvo daga eða lengur á bráðadeild meira en tvöfaldaðist á tveimur árum. „Styttra og styttra er milli álagstoppa og þeir vara lengur og lengur,“ segir formaður Læknafélagsins.