Ritstjórn

Svona þiggur sjávar­útvegs­ráðherra Namibíu mútur

Svona þiggur sjávar­útvegs­ráðherra Namibíu mútur

Samherjaskjölin

Bernhard Esau sagði af sér í dag í kjölfar afhjúpana á mútugreiðslum Samherja til spilltra embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu. Hann átti fund með Þorsteini Má á búgarði sínum í Namibíu. Hér má sjá hann samþykkja að útvega ódýran kvóta gegn greiðslu og gefa ráð til að komast hjá skattagreiðslum.

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Samherji hefur greitt yfir milljarð króna í mútur til embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu til þess að komast yfir fiskveiðikvóta.

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Sérútgáfa Stundarinnar kemur út á þriðjudagskvöldi.

Blaðamenn mbl.is segja ritstjóra Morgunblaðsins hafa stutt verkfallsbrotið

Blaðamenn mbl.is segja ritstjóra Morgunblaðsins hafa stutt verkfallsbrotið

Samkvæmt yfirlýsingu frá ritstjórn mbl.is voru verkfallsbrot „með vitund og vilja ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins“.

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stigið fram í morgun og réttlætt brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur fallist á skýringar Útlendingastofnunar. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa.“

Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan

Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan

Rauði kross Íslands harmar hvernig staðið var að brottflutningi þungaðrar albanskrar konu úr landi í gær. Miðað við aðstæður hefði sá brottflutningu aldrei átt að fara fram.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra vegna brottvísunar þungaðrar konu frá landinu.

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi

Lögreglan er sögð vera að flytja ólétta konu, sem komin er á níunda mánuð á leið, úr landi ásamt manni hennar og tveggja ára gömlu barni. Eftir að konunni hafi blætt og sótt sér hjálp á sjúkrahúsi hafi hún verið flutt í lögreglubíl í forgangsakstri til brottflutnings úr landi.

Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum

Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum

„Félagskapur sem telur rétt að engin viðurlög eigi að vera við vanrækslu foreldris gegn barni, sem felst í því að tálma umgengni við hitt foreldrið með ólögmætum hætti, getur ekki kennt sig við mannréttindi,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

1984 eftir George Orwell

1984 eftir George Orwell

Jóhann Þórsson rithöfundur segir að eftir að hafa lesið 1984 í fyrsta skipti hafi hann í raun verið orðin önnur manneskja en áður.

Hatari styrkir Báru uppljóstrara

Hatari styrkir Báru uppljóstrara

„Neysluvaran og andkapítalíska margmiðlunarverkefnið“ Hatari hefur ákveðið að styðja við söfnun Báru Halldórsdóttur uppljóstrara, vegna málskostnaðar við dómsmál þingmanna Miðflokksins gegn henni.

Katrín bendir lögreglunni á starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann

Katrín bendir lögreglunni á starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir lögreglunni á að rannsaka starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann Ríkisútvarpsins. Þorsteinn Már Vilhjálmsson, forstjóri Samherja, hefur kært fimm stjórnendur Seðlabankans og vill koma fyrrverandi seðlabankastjóra í fangelsi. Bréf forsætisráðherra til lögreglu er nú í höndum Stöðvar 2 og bréf Seðlabankans til forsætisráðherra er komið til mbl.is.

Er í grunninn algjör sveitalúði

Er í grunninn algjör sveitalúði

Tómas Guðjónsson finnur að eftir því sem lengra líður á milli þess að hann fari út á land, því meira þarf hann á því að halda til að núllstilla sig.

The Untethered Soul eftir Michael Singer

The Untethered Soul eftir Michael Singer

Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og jógakennari, segir að bókin hafi komið til sín á tilfinningalega erfiðum tíma.

Litlar breytingar á fylgi flokka

Litlar breytingar á fylgi flokka

Engar marktækar breytingar eru á stuðningi við stjórnmálaflokka milli kannana MMR utan að Flokkur fólksins bætir marktækt við sig. Vinstri græn mælast með minnst fylgi ríkisstjórnarflokkanna.

Segja „óhugnanlegt“ og „tvískinnung“ hjá Íslandsbanka að minnka viðskipti við karlavinnustaði

Segja „óhugnanlegt“ og „tvískinnung“ hjá Íslandsbanka að minnka viðskipti við karlavinnustaði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson sameinuðust um áhyggjur af skarpari stefnu Íslandsbanka í samfélagslegri ábyrgð á Alþingi í morgun.