Páll Stefánsson

Baráttudagurinn áttundi mars
Mynd dagsins

Bar­áttu­dag­ur­inn átt­undi mars

Al­þjóð­legi bar­áttu­dag­ur kvenna hef­ur ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur þann átt­unda mars í meira en heila öld. Upp­haf­lega sneru kröf­ur kvenna að kosn­inga­rétti og sam­stöðu verka­kvenna en í dag hef­ur hvert ár sitt þema. Í ár er þem­að „Choose To Chal­lenge“, sem vek­ur máls á kynja­hlut­drægni og kyn­bundnu ójafn­rétti en er jafn­framt hann­að til að fagna vinnu og af­rek­um kvenna - líkt og Karol­inu Polak (mynd). Karol­ina er pólsk verka­kona sem hef­ur bú­ið og starf­að hér í tíu ár, unn­ið sig upp, og er ný­lega orð­in að­stoð­ar­versl­un­ar­stjóri í stórri mat­vöru­versl­un vest­ur í bæ.
Haninn Hreggviður IV við Dillonshús, musteri ástarinnar
Mynd dagsins

Han­inn Hreggvið­ur IV við Dillons­hús, musteri ástar­inn­ar

Fimm máls­met­andi ein­stak­ling­ar rit­uðu í morg­un langa grein í Frétta­blað­ið um að flytja Dillons­hús, sem stað­sett er á Ár­bæj­arsafni aft­ur heim. „Heim“ er horn­ið á Suð­ur­götu og Túngötu, en þar er nú smekk­laust bíla­stæði. Hús­ið byggði Dillon lá­varð­ur, Sire Ottesen ást­konu sinni og barni þeirra, ár­ið 1853. Hús­ið stóð þar þang­að til það var flutt upp á Ár­bæj­arsafn ár­ið 1961. Hús­ið hýs­ir kaffi­hús safns­ins og er helsta mat­ar­hola han­ans Hreggviðs IV. Hann er lík­lega einn af fá­um sem er mót­fall­inn flutn­ing­um á þessu fína húsi nið­ur í Kvos.
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Mynd dagsins

Hjart­ans kveðja frá Reykja­nesi

Þessi ferða­lang­ur á Bleik­hóli, við suð­urenda Kleif­ar­vatns, ætl­aði að finna fyr­ir hon­um stóra sem kom svo ekki. Það voru fá­ir á ferli, enda hafa Al­manna­varn­ir beint því til fólks að vera ekki að þvæl­ast að óþörfu um mið­bik Reykja­nesskag­ans. Krýsu­vík­ur­kerf­ið er und­ir sér­stöku eft­ir­liti vís­inda­manna, því það teyg­ir anga sína inn á höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Síð­deg­is í gær mæld­ust litl­ir skjálft­ar óþægi­lega ná­lægt Krýsu­vík­ur­svæð­inu, sem er áhyggju­efni vís­inda­manna.
Tæpir tuttugu milljarðar
Mynd dagsins

Tæp­ir tutt­ugu millj­arð­ar

Hann virk­ar ekki stór, hjól­reiða­mað­ur­inn sem dá­ist að Ven­usi frá Vopna­firði landa loðnu hjá Brim í Akra­nes­höfn nú í morg­un. Ís­lensk upp­sjáv­ar­skip mega í ár, eft­ir tvær dauð­ar ver­tíð­ir, veiða tæp sjö­tíu þús­und tonn af loðnu, sem ger­ir um 20 millj­arða í út­flutn­ings­verð­mæti. Verð­mæt­ust eru loðnu­hrogn­in, en á seinni mynd­inni má sjá hvernig þau eru unn­in fyr­ir fryst­ingu á Jap­ans­mark­að. Kíló­verð­ið á hrogn­un­um er um 1.650 krón­ur, sem er met.
Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Mynd dagsins

Glæsi­legt hjá Græn­lend­ing­um

Ferða­menn sem koma hing­að frá Græn­landi eru nú, ein­ir þjóða, und­an­þegn­ir að­gerð­um á landa­mær­um og þurfa því hvorki að fara í skimun, sótt­kví eða fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi. „Það hef­ur geng­ið vel, ein­ung­is 30 Covid-19 smit ver­ið í öllu land­inu." seg­ir Jacob Is­boseth­sen (mynd) sendi­herra Græn­lands á Ís­landi. Ef jafn­marg­ir hefðu smit­ast hér og og á Græn­landi hefðu 195 manns feng­ið Covid-19. Í morg­un var tal­an ör­lít­ið hærri, 6049 ein­stak­ling­ar hafa feng­ið far­sótt­ina hér heima.
Allir á tánum
Mynd dagsins

All­ir á tán­um

Það var mik­ið um að vera við veg 42, vest­an Kleif­ar­vatns nú í morg­un. Vega­gerð­in var að kanna að­stæð­ur, starfs­menn á Jarð­vár­sviði Veð­ur­stofu Ís­lands (mynd) voru að mæla gas á hvera­svæð­inu í Sel­túni, sem og grjót­hrun. Þarna voru líka ferða­lang­ar að von­ast eft­ir hinum stóra, kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur að festa augna­blik á filmu, enda höfðu mælst yf­ir 1000 jarð­skjálft­ar á svæð­inu fyrstu tíu tím­ana í dag. Þar af tveir yf­ir 3 að stærð, sá stærri átti upp­tök sín rétt norð­an við Sel­tún, klukk­an 03:26 í morg­un.
Vá... loftlagsvá
Mynd dagsins

Vá... loft­lags­vá

Mál mál­anna í dag er auð­vit­að jarð­skjálft­arn­ir á Reykja­nesskag­an­um, þeirri vá get­um við ekki stjórn­að. En til lengri tíma eru það auð­vit­að loft­lags­mál­in sem taka þarf föst­um tök­um áð­ur en stefn­ir í óefni. Og þar get­um við haft bein áhrif. Ís­lensk stjórn­völd hafa sent frá sér upp­færð markmið í lofts­lags­mál­um. Þar kem­ur fram að Ís­land ætl­ar að minnka los­un um...
Chelsea týnd í tuttugu tíma
Mynd dagsins

Chel­sea týnd í tutt­ugu tíma

Þriggja mán­aða gamla tík­in Chel­sea fannst föst í gjótu niðri við höfn eft­ir að hafa að hafa skropp­ið út í garð að pissa sl. laug­ar­dags­kvöld. „Það er ómet­an­legt að búa í svona bæ, eins og hér í Vog­un­um, þar sem hálf­ur bær­inn, ásamt Björg­un­ar­sveit­inni tók þátt í leit­inni,“ seg­ir Vikt­oría Ólafs­dótt­ir eig­andi hvolps­ins. Vikt­oría seg­ir Chel­sea hafa tek­ið á rás í ofsa­hræðslu, eft­ir að tvær tert­ur voru sprengd­ar í ná­grenn­inu og er þakk­lát fyr­ir að hún sé kom­in heim ósködd­uð. Chel­sea leik­ur úti við Atlético Madrid í Meist­ara­deild­inni í kvöld, sig­ur­leik fyr­ir Chel­sea í Vog­un­um.
Hátt yfir hinu háa Alþingi
Mynd dagsins

Hátt yf­ir hinu háa Al­þingi

Svona er út­sýn­ið af efstu hæð­inni á nýja hót­el­inu sem er að rísa á Landsímareitn­um milli Aust­ur­vall­ar og Fógeta­garðs­ins. Verklok á Icelanda­ir / Hilt­on hót­el­inu eru áætl­uð þann 1. maí, en hvenær hót­el­ið opn­ar síð­an fyr­ir gest­um og gang­andi, fer auð­vit­að eft­ir því hvernig tekst að koma bönd­um á far­sótt­ina. Mest spenn­andi fyr­ir okk­ur heima­menn er end­ur­gerð tón­leika­sal­ar­ins Nasa í sinni upp­runa­legu mynd.
Kristín stýrir vísitölu Willy
Mynd dagsins

Krist­ín stýr­ir vísi­tölu Willy

Sölu­mað­ur Deyr, eft­ir banda­ríska leik­skáld­ið Arth­ur Miller, verð­ur frum­sýnt á morg­un (laug­ar­dag) á stóra sviði Borg­ar­leik­húss­ins, und­ir leik­stjórn Krist­ín­ar Jó­hann­es­dótt­ur (mynd). Verk­ið er eitt af stóru leik­verk­um síð­ustu ald­ar og þrátt fyr­ir að það hafi ver­ið frum­sýnt fyr­ir 72 ár­um. „Verk­ið á svo sann­ar­lega við í dag... við horf­um upp á tra­gedíu hins venju­lega manns, sem dreym­ir um að vinna í lotte­rí­inu,“ seg­ir Krist­ín um höf­uð­per­són­una Willy Lom­an, sem leik­inn er af Jó­hanni Sig­urð­ar­syni.
100 milljarða holan við Hringbraut
Mynd dagsins

100 millj­arða hol­an við Hring­braut

Hér ganga verka­menn eft­ir morgunkaff­ið nið­ur grunn­inn á nýj­um Land­spít­ala, sem mun lík­lega kosta um 100 millj­arða með tækj­um og tól­um þeg­ar verk­efn­inu lík­ur ein­hvern­tíma á þess­ari öld. Í dag er Land­spít­al­inn með starf­semi á 17 stöð­um í 100 bygg­ing­um sem skap­ar auð­vit­að mik­ið óhag­ræði. Meira en helm­ing­ur bygg­inga spít­al­ans eru yf­ir hálfr­ar ald­ar gaml­ar. Fyrsti áfang­inn, nýr með­ferð­ar­kjarni (sjúkra­hús), verð­ur tek­inn í notk­un eft­ir fimm ár, ár­ið 2026.
Prinsessa í einn dag
Mynd dagsins

Prins­essa í einn dag

Síð­asta al­vöru prins­essa Ís­lands var Mar­gret­he Al­ex­andrine Þór­hild­ur Ingrid of Schleswig-Hol­stein-Sond­er­burg-Glücks­burg, sem flest­ir þekkja bet­ur sem drottn­ingu Dana­veld­is, Mar­grét II. En í fjög­ur ár og þrjá mán­uði var hún okk­ar prins­essa, eða fram að því að við urð­um sjálf­stæð þjóð í júní 1944. Í há­deg­inu á ösku­dag rakst ég á prins­ess­una Öl­bu, henn­ar helstu fyr­ir­mynd­irn­ar eru senni­lega æv­in­týraprins­ess­ur H.C. And­er­sen og Disney - frek­ar en Mar­grét Dana­drottn­ing í æsku.
Sprengidagur með ritu og fýl
Mynd dagsins

Sprengi­dag­ur með ritu og fýl

Rit­an og fýll­inn eru kom­in í Krýsu­vík­ur­berg­ið nú í miðj­um fe­brú­ar. Í þessu rúm­lega 6 km langa og 50 metra háa bjargi verpa um 60.000 fugla­pör, af níu teg­und­um sjó­fugla. Lang­mest er af ritu og lang­víu, en auk þeirra eru þarna álka, stutt­nefja og fýll. Síð­an er minna af lunda, toppskarfi, silf­ur­máf og teistu. Fara þarf með gát um bjarg­ið núna, en marg­ar sprung­ur hafa opn­ast á bjarg­brún­inni eft­ir skjálfta­hrin­urn­ar sem hafa leik­ið Reykja­nesskag­ann illa síð­ustu miss­eri.
Þingvallavatn á bolludegi
Mynd dagsins

Þing­valla­vatn á bollu­degi

Mynd­irn­ar eru af Nesja­ey, ein af þrem­ur eyj­um í Þing­valla­vatni, og tekn­ar af Svína­nesi und­ir Svína­hlíð. Hinar eyj­arn­ar eru Sand­ey sem mynd­að­ist í miklu neð­an­vatns­gosi fyr­ir 2.500 ár­um og síð­an Heið­ar­bæj­ar­hólmi. Þing­valla­vatn mynd­að­ist við land­sig og hraunstífl­ur fyr­ir 12.000 ár­um, enda á miðj­um Atlants­hafs­hryggn­um, ein­mitt þar sem mesta gliðn­un­in fer fram. Í Land­námu heit­ir þetta 84 km² stóra stöðu­vatn, Ölfu­s­vatn.