Tartalettan á heima á stalli nostalgískra æskuminninga og lúmsks geymslubragðs. Í tartalettur má setja margs konar girnilegar fyllingar og nýta afganga sérlega vel. Brauðtertan hefur fengið sviðið í nokkurn tíma og því ekki fjarstæðukennt að tími tartalettunnar sé kominn.
Uppskrift
31306
Tartalettuhátíð í nánd
Líklegast hefði fæstum dottið í hug að Georg Arnar Halldórsson yrði kokkur enda var hann með afbrigðum matvandur fram eftir aldri, líkt og hann greinir sjálfur frá. En nú er öldin önnur og Georg hefur þróað bragðlaukana til muna síðan hann útskrifaðist sem kokkur fyrir tæpum áratug.
Uppskrift
110
Notalegheit og samvera á aðventunni
Steinunn Gunnarsdóttir og systurnar Margrét Sigrún og Kristín Ragna Höskuldsdætur eru fagurkerar og sælkerar. Þær koma úr samheldinni fjölskyldu að vestan og finnst gaman að njóta samverustunda á aðventunni með sínum nánustu. Þær halda fast í hefðir varðandi jólamat og bakstur á aðventu og jólum og settust niður með blaðakonu í notalegt jólaspjall og deildu uppskriftum með lesendum.
Uppskrift
5
Lífsins tré í kaffi og súkkulaði
Matur og norræn goðafræði hafa lengi verið ástríða Oddnýjar Cöru Edwards og hefur hún síðastliðin ár rannsakað og kynnt sér heilnæma eiginleika asksins sem í goðafræðinni er kallaður lífsins tré. Í raun má nýta alla hluta trésins til matargerðar og Oddný þróar nú vörulínu af kaffi, te, súkkulaði og eins konar ákavíti þar sem askurinn er notaður sem íblönduanarefni.
Pistill
118
María Ólafsdóttir
Góðar minningar af góðgæti
Góðar minningar úr æsku tengjast margar hverjar góðgæti og bakstri frá mömmu og ömmu. Draumurinn er að geta bakað sjálf góða marengstertu einn daginn. Já og að sjá aftur fagurlega skreyttar rjómatertur birtast á veisluborðum.
Viðtal
27
Heimalningur á hlaðinu og gúrkurækt í túnfætinum
Veitingastaðurinn Hraunsnef er sjálfbær um ýmis hráefni og ýmis tilrauna- mennska í gangi. Sköpunargleðin ríkir einnig hjá yfirkokkinum á Calor á Hótel Varmalandi, en þar er nú „gúrkutíð“ í matseldinni.
Viðtal
20
Að minnsta kosti eina konu þarf í hvert verk
Hvað skyldi helst hafa áunnist í kvenréttindabaráttu er snýr að daglegu lífi kvenna, er verkstjórn heimilisins sjálfkrafa á herðum kvenna og er pressan í samfélaginu og á samfélagsmiðlum við að kaffæra marga? Þessu veltu þrír ættliðir m.a. upp og báru saman bækur sínar í spjalli við blaðamann.
Viðtal
767
Að halda sér í forminu
Áhugavert er að skoða íslenskar baksturshefðir og þann myndarskap sem konur gátu sýnt af sér með bakstri. Bakað skyldi innan ákveðins forms, þó að um ólík deig væri að ræða, og á það enn við í dag. Jafnvel þótt nýjar tegundir af kökum og skreytilist hafi rutt sér til rúms í bakstursheiminum.
Viðtal
28420
Íslendingar glæða sumarið lífi
Landslagið í ferðaþjónustu á Íslandi er gjörbreytt í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Óvíst er hvernig sumarið verður fram undan og aðilar í ferðaþjónustu margir hverjir uggandi um framhaldið. Engan bilbug virðist þó vera að finna á þeim ferðaþjónustuaðilum sem blaðamaður og ljósmyndari Stundarinnar heimsóttu á Norðvesturlandi á dögunum. Vissulega hafa síðastliðnir mánuðir verið sérlega óvenjulegir en það virðist ríkt í Íslendingum að leggja ekki árar í bát heldur frekar að finna frumlegar leiðir og aðferðir til að aðlaga þjónustu sína að breyttum aðstæðum.
Uppskrift
11234
Skála fyrir íslensku smjöri
Vinirnir og bakararnir Kjartan og Guðmundur hafa opnað nýtt bakarí á gömlum grunni á Selfossi en í húsinu hefur verið rekið bakarí í ein 40 ár. Smjördeig er í miklu uppáhaldi hjá þeim félögum og hafa þeir prófað sig áfram með ýmsar nýjar tegundir af gómsætu bakkelsi úr slíku til að setja í ofninn.
Pistill
955
María Ólafsdóttir
Grasbali lífsins
Ef lífið er grasbali telur María Ólafsdóttir að allmargar grasflatir þarfnist nú áburðar í formi félagslegra athafna og mannlegra samskipta.
Viðtal
872
Byggja eitthvað fallegt ofan á eina sneið af rúgbrauði
Smurbrauð átti um tíma undir högg að sækja og þótti ekki ýkja fín matreiðsla. Í dag er öldin önnur og meistarakokkar eru farnir að bera fram smurbrauð en smurbrauðsjómfrúin Jakob Jakobsson sótti sína menntun í mekka smurbrauðsins, til Danmerkur. Eftir að hafa rekið Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur um árabil hafa þeir Jakob og eiginmaður hans, Guðmundur Guðjónsson, nú stofnað Matkrána í Hveragerði og bera þar fram dýrindis smurbrauð og rétti fyrir matargesti.
Pistill
5118
María Ólafsdóttir
Konan sem festist á annarri bylgjulengd
Skildi kap vera fyrir hvern sem er og um hvað er að ræða? Full efasemda og nokkurs kvíða lét greinarhöfundur til leiðast að prófa. Eftir kynngimagnaða sýnikennslu, sem fékk höfund nærri því til að hlaupa út úr salnum, hófst tíminn og viti menn! Upplifunin einkenndist af eins konar ómeðvitaðri meðvitund þar sem áhyggjur, áreiti og hávaði hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Viðtal
144
Úr 60 kílóum af rusli á mánuði í 140 grömm
Þóru Margrétar Þorgeirsdóttir og fjölskylda hennar hafa fylgt fimm sporum að sorplausum lífsstíl. Þau eru að; afþakka, draga úr, endurnýta, endurvinna og jarðgera. Talað er um að í heiminum sé hent einum þriðja af mat og segir Þóra þessi skref eiga jafn vel við um mat og hvað annað þar sem þau miða öll að því að breyta neyslumynstri fólks í daglegu lífi.
Uppskrift
5
Bleikja og önd í nýstárlegum búningi
Sælkerinn Þóra Hrund Guðbrandsdóttir hefur unun af því að galdra fram ljúffenga rétti undir asískum áhrifum. Hún hefur mikinn áhuga á matargerð og sækir innblástur í matreiðsluþætti og ferðalög víða um heim. Hún gefur hér lesendum nokkrar góðar uppskriftir að gómsætum páskamat.
Pistill
14
María Ólafsdóttir
Þetta hófst allt saman á fyrsta námsárinu
Í Bretlandi er te notað eins og jæja á Íslandi, til þess að eyða vandræðilegri þögn, klappa einhverjum á bakið eða hefja samræður, Og nú getur hún ekki verið án þess.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.