Vilhjálmur stefnir hópi fólks fyrir ummæli vegna Hlíðarmálsins
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sendi í dag út bréf fyrir hönd skjólstæðinga sinna þar sem hann krafðist afsökunarbeiðni og skaðabóta frá fólki sem tjáði sig um meint nauðgunarmál í Hlíðunum. Mikil umræða skapaðist á sínum tíma undir myllumerkinu #almannahagsmunir. Áður hafði hann kært konurnar sem kærðu kynferðisbrot á móti fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir kynferðisbrot. Öllum málunum var vísað frá eftir rannsókn lögreglu.
Fréttir
Þingmaður framsóknar á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna
Alls eru 25 Íslendingar á fundinum, en aðeins tveir karlar. Flestir eru fulltrúar félagasamtaka, borgarinnar og lögregluyfirvalda. Þorsteinn Sæmundsson fór ásamt maka og greiddi ferðina úr eigin vasa.
Fréttir
Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex
Einakviðtal við leikkonuna Siennu Miller kom til í gegnum Lindex, fyrirtæki sem leikkonan mærir í viðtalinu. Forsíðumyndin er úr auglýsingaherferð fyrirtækisins, en þess er hvergi getið í blaðinu. Framkvæmdastjóri Birtings þvertekur fyrir að um kostaða umfjöllun sé að ræða en svarar ekki spurningum blaðamanns.
Fréttir
Ekki til skoðunar að biðja ástandskonur afsökunar vegna meyjarhaftsrannsókna
Íslenskar konur voru beittar harðræði í rannsóknum á mögulegu samneyti þeirra við erlenda hermann á ástandsárunum. Þær hafa ekki fengið afsökunarbeiðni eða bætur, ólíkt Breiðavíkurdrengjum.
Pistill
María Lilja Þrastardóttir
Ástandið og nútíminn
Hvernig komið var fram við hinar meintu ástandskonur er einn hryllilegasti smánarbletturinn á íslensku samfélagi, segir María Lilja Þrastardóttir.
Rannsókn
Íslenskar konur niðurlægðar af yfirvöldum
Rannsakað var hvort meyjarhaft íslenskra kvenna væri rofið og ungmennaeftirlit fylgdi þeim eftir í mestu njósnastarfsemi Íslandssögunnar. Konur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á ástandsárunum voru dæmdar til hælis- eða sveitavistar vegna glæpanna gegn þeim. Íslensk yfirvöld létu konur undirgangast margvíslega niðurlægingu. Þær voru sviptar valdi yfir líkama sínum og dregnar fyrir ungmennadómstól vegna samskipta við karlmenn. Þær hafa ekki verið beðnar afsökunar.
Fréttir
Reykingabar í Reykjavík
Erna Margrét rekur rafrettubúð við Ingólfstorg ásamt móður sinni og skipuleggur „cloud-chaser“ keppni, þar sem reykingafólk keppist um að mynda stærsta skýið.
Reynsla
María Lilja Þrastardóttir
Yfirmaðurinn vildi kynlíf fyrir vaktir
María Lilja Þrastardóttir var áreitt kynferðislega þegar hún starfaði fjórtán ára gömul á veitingastað í Reykjavík, bæði af samstarfsmönnum sínum og yfirmanni.
ReynslaReynsla kvenna af fóstureyðingum
María Lilja Þrastardóttir
Dagbók um fóstureyðinguna: Finn enn fyrir eftirköstunum
María Lilja Þrastardóttir fór í fóstureyðingu síðasta haust og hélt dagbók í gegnum þetta ferli, sem hún birtir hér. Margt kom á óvart eins og það að hún þyrfti að fá fræðslu um getnaðarvarnir áður en aðgerðin væri samþykkt. Hún finnur enn fyrir eftirköstunum en er þakklát fyrir staðfestuna.
Úttekt
Máttlaus af blóðleysi og sorg
Fóstureyðingar eru ekki frjálsar á Íslandi, en eru engu að síður oftast gerðar heima. Tilraun til að framkalla fósturlát með lyfjum heima endaði illa.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.