Margrét Marteinsdóttir

Sjúklingar smánaðir og niðurlægðir

Sjúklingar smánaðir og niðurlægðir

·

Eftir fráfall frænku sinnar fór Margrét Marteinsdóttir að spyrjast fyrir hvort aðrir hefðu upplifað það sama og hún, fordóma gagnvart fólki með fíknisjúkdóma. Og jú, fólk sem hefur glímt við fíknisjúkdóma, aðstandendur þess og fagfólk sammælast öll um að fordómarnir séu ekki aðeins til staðar heldur koma þeir í veg fyrir að fólk sæki sér aðstoð, fái hjálpina sem það þarfnast og geti stigið aftur inn í samfélagið. Umræðan um flottu krakkana og svona fólk sé meiðandi, því allir einstaklingar séu jafn dýrmætir, hvaðan sem þeir koma og hversu langt leiddir sem þeir eru.

„Skugginn tengir okkur saman“

„Skugginn tengir okkur saman“

·

Nick Cave ræðir hvernig konan hans bjargaði honum frá heróínfíkn með því að fara frá honum en koma svo aftur átta mánuðum síðar, með þeim orðum að hún gæti ekki verið án hans. Hann segir frá helvíti sorgarinnar og órökréttum ótta í kjölfar sonarmissis. Sköpunarkrafturinn er honum hugleikinn og hann útskýrir af hverju hann býður upp á óritskoðað samtal við áhorfendur í sal, til að leita kjarnans.

Fordæmalaus neyð: Hundruð milljóna gætu lent á vergangi vegna loftslagsvanda

Fordæmalaus neyð: Hundruð milljóna gætu lent á vergangi vegna loftslagsvanda

·

Loftslagsbreytingarnar munu koma verst niður á íbúum fátækustu landa heims, fólki sem nú þegar býr við örbirgð, fólki sem þegar er í afar viðkvæmri stöðu og býr í löndum þar sem innviðir eru veikir og íbúar í meiri hættu vegna náttúruhamfara.

Vakningaralda en ekki minni losun skaðlegra lofttegunda

Vakningaralda en ekki minni losun skaðlegra lofttegunda

·

Íslendingar hafa aukið verulega útblástur gróðurhúsalofttegunda á meðan aðrar þjóðir minnka. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsbreytingar hefur ekki verið mikil áhersla hérlendis á raunverulegri takmörkun skaðans.

Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi: „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi“

Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi: „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi“

·

Umhverfisstjórnunarfræðingur segir stjórnvöld eiga að lýsa yfir neyðarástandi. Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri útiloka ekki slíkar aðgerðir.

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·

Orðið flugskömm heyrist æ oftar og bendir til þess að fleiri geri sér nú grein fyrir því hve mikilli mengun það veldur að ferðast með flugi. Flugskömmin virðist enn ekki hrjá ungt fólk í vesturbænum og í miðbæ Reykjavíkur, sem flýgur mun oftar til útlanda en jafnaldrar þeirra í öðrum hverfum.