Margrét Marteinsdóttir

Blaðamaður

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Rannsókn

Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
„Kraftaverk í hvert skipti sem einhver kemst burtu úr þessum aðstæðum“
Fréttir

„Krafta­verk í hvert skipti sem ein­hver kemst burtu úr þess­um að­stæð­um“

Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir seg­ir op­in­ber­ar frá­sagn­ir kvenna um heim­il­isof­beldi séu dýr­mæt­ar fyr­ir þær sem enn búi við of­beldi, sem heyri þá að þær séu ekki ein­ar í öm­ur­leg­um að­stæð­um. Hún stýrði Kvenna­at­hvarf­inu í 16 ár, þang­að sem 140 kon­ur og 100 börn leita ár­lega.
Bað sjúklinga afsökunar á ástandinu á bráðamóttöku
Fréttir

Bað sjúk­linga af­sök­un­ar á ástand­inu á bráða­mót­töku

„Nær dag­lega var ég að biðja sjúk­linga og að­stand­end­ur af­sök­un­ar fyr­ir hönd okk­ar á bráða­mót­tök­unni og spít­al­ans,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem hef­ur minnk­að starfs­hlut­fall sitt á bráða­mót­tök­unni nið­ur í 30 pró­sent vegna álags á deild­inni. 24 hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar hafa sagt upp störf­um á bráða­mót­tök­unni í Foss­vogi það sem af er ári. Nokk­ur fjöldi hef­ur auk þess minnk­að starfs­hlut­fall sitt. Teym­is­stjóri við­bragð­steym­is bráða­þjón­ust­unn­ar seg­ir áskor­un að reka bráða­mót­tök­una að óbreyttu enda vanti um þriðj­ung hjúkr­un­ar­fræð­inga.
Misstu allar eigur sínar í eldsvoða
Fréttir

Misstu all­ar eig­ur sín­ar í elds­voða

„Öll föt barn­anna, öll leik­föng­in þeirra og rúm­in okk­ar allra eru að mestu far­in. Og allt hitt, allt í sóti,“ seg­ir Erna Krist­ín Brynj­ars­dótt­ir en hún, sam­býl­is­mað­ur henn­ar og tvö ung börn þeirra misstu all­ar eig­ur sín­ar þeg­ar kvikn­aði í íbúð sem þau búa í á Ás­brú í Reykja­nes­bæ í morg­un. Eng­in slys urðu á fólki.
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
ViðtalEin í heiminum

Sein­hverf­ur og stefn­ir á góð­an seinni hálfleik

Páll Ár­mann Páls­son var greind­ur ein­hverf­ur þeg­ar hann var á fer­tugs­aldri og seg­ir að sorg­in yf­ir því að hafa ver­ið ein­hverf­ur hálfa æv­ina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi ver­ið þyrn­um stráð. Hann ætl­ar að eiga góð­an ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í sam­fé­lagi sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki.
Einhverf listakona á litrófi
ViðtalEin í heiminum

Ein­hverf lista­kona á lit­rófi

Frida Adri­ana Mart­ins var greind með heila­löm­un þeg­ar hún var ung­barn en seg­ir að þó að líf henn­ar sem fjöl­fatl­aðr­ar konu hafi ver­ið fullt af hindr­un­um sé til­finn­inga­þreyt­an vegna ein­hverf­unn­ar erf­ið­ust. Hún leiði af sér kvíða og þung­lyndi sem séu til kom­in vegna stöð­ugr­ar glímu við sam­fé­lag sem geri ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.
Jöklar í Ölpunum hafa rýrnað og hætta á uppskerubresti víða um heim
FréttirLoftslagsbreytingar

Jökl­ar í Ölp­un­um hafa rýrn­að og hætta á upp­skeru­bresti víða um heim

Jökl­ar í Ölp­un­um hafa rýrn­að mik­ið í þeim miklu hit­um sem ver­ið hafa und­an­farn­ar vik­ur í Evr­ópu. „Jökl­arn­ir þar hafa átt mjög bágt í sum­ar og menn sjá rýrn­un­ina með ber­um aug­um,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur. Vegna mik­illa þurrka af völd­um sögu­legr­ar hita­bylgju víða um heim er óvíst með upp­skeru á svæð­um sem standa und­ir drjúg­um hluta mat­væla­fram­leiðslu heims­ins.
Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Úttekt

Rík­is­sak­sókn­ari skoð­ar um­mæli Helga – enn einu sinni

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari og þar með einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins á Ís­landi, kemst reglu­lega í fjöl­miðla fyr­ir um­deild um­mæli, oft sett fram á Face­book. Sam­tök­in '78 hafa kært nýj­ustu um­mæl­in og rík­is­sak­sókn­ari þarf nú sem áð­ur að svara fyr­ir það sem Helgi skrif­ar í frí­tíma sín­um.
Hamfarahiti í Evrópu
Fréttir

Ham­fara­hiti í Evr­ópu

Gróð­ureld­ar geisa nú víða um Evr­ópu vegna hita­bylgj­unn­ar og er ástand­ið einna verst í vest­an­verðri álf­unni. Fjöl­mennt slökkvi­lið berst nú við skógar­elda í London og ná­grenni borg­ar­inn­ar en síð­ast­liðna klukku­stund hef­ur neyð­ar­lín­unni þar borist um fjög­ur­hundruð sím­töl þar sem beð­ið er um að­stoð vegna hit­ans. Borg­ar­stjóri London seg­ir að við sé­um á þess­ari stundu að horfa á af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.
Heilsugæslan á „hálfu gasi“ fram á haust
Fréttir

Heilsu­gæsl­an á „hálfu gasi“ fram á haust

Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í þrjá mán­uði eft­ir að fá tíma hjá heim­il­is­lækni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ragn­heið­ur Ósk Er­lends­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins seg­ir ástand­ið í öllu heil­brigðis­kerf­inu ill­við­ráð­an­legt yf­ir sum­ar­tím­ann og heilsu­gæsl­an sé því á „hálfu gasi“. Allri bráða­þjón­ustu sé sinnt. „Ef það eru vanda­mál sem geta beð­ið þá bíða þau,“ seg­ir Ragn­heið­ur sem tel­ur að þetta ástand geti var­að fram á haust, hið minnsta.
 Flugið að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur:  Losun frá flugi fjórfaldast milli ára á Íslandi
Fréttir

Flug­ið að ná sömu hæð­um og fyr­ir heims­far­ald­ur: Los­un frá flugi fjór­fald­ast milli ára á Ís­landi

Flug­ið er að ná sér eft­ir sam­drátt­inn sem varð í heims­far­aldr­in­um seg­ir al­þjóða­flug­mála­stofn­un­in. Stofn­un­in seg­ir að full­um „bata“ verði náð eft­ir tvö ár og að óbreyttu verði met sleg­ið í far­þega­flugi ár­ið 2025. Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda vegna flugrekst­urs fjór­fald­að­ist á milli ár­anna 2021 og 2022 á Ís­landi ef mið­að er við fyrsta árs­fjórð­ung.
Galnar útlitskröfur í ameríska poppheiminum
Fréttir

Galn­ar út­lit­s­kröf­ur í am­er­íska popp­heim­in­um

Klara Elías­dótt­ir tón­list­ar­kona seg­ir að út­lit­s­kröf­ur sem gerð­ar voru til henn­ar þeg­ar frægð­ar­sól hljóm­sveit­ar­inn­ar The Charlies reis sem hæst í Banda­ríkj­un­um hafi ver­ið galn­ar. Þær hafi vald­ið henni mik­illi van­líð­an og hún hafi ver­ið mörg ár að ná fyrri styrk. Hún seg­ist ást­fang­in af Ís­landi eft­ir að hafa bú­ið í 11 ár í Banda­ríkj­un­um og er af­ar stolt af því að vera önn­ur kon­an í sög­unni til að semja þjóð­há­tíð­ar­lag en sam­in hafa ver­ið lög sér­stak­lega fyr­ir þjóð­há­tíð í Eyj­um í 89 ár.
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Fréttir

Land­ið sem fel­ur sann­leik­ann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.