„Ég setti upp níu metra háa geimskutlu í Kypseli og kallaði verkið Lift off. En verkið tengist sýningunni Destination Mars og er geimskutlan einnig til sýnis í Ásmundarsal en í nýjum búningi. Til þess að gera veggverkið Lift Off almennilega ákvað ég að fresta því að opna Destination Mars.“
ViðtalHús & Hillbilly
Kvíðinn varð að kveikju
Þrátt fyrir að það séu ekki mörg dýr sem ætla að éta okkur úti á götu nú í dag árið 2022 þá virðist sem við manneskjurnar séum kvíðnari og stressaðri en nokkurn tíma fyrr. Útskriftarsýning Patryks Wilks úr meistaranámi Listaháskólans fjallaði um kvíða og ótta og hann ræðir sýninguna við Hillbilly, meðal annars út frá ástandi heimssamfélagsins.
ViðtalHús & Hillbilly
Flókið yfirborð
Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður kom hlaupandi fyrir horn í ljósum frakka með hvítan hatt (eins og Clouseau í Bleika pardusinum?). Egill og Hillbilly höfðu mælt sér mót í Austurstræti. Þau tylltu sér Apótekið, gamalt hús með sögu í hverjum krók og kima og veltu fyrir sér arktítektúrnum og smáatriðunum í rýminu. Klukkan er 9.00 á ísköldum laugardagsmorgni, þríeykið er lúið enda ætti enginn að plana fund fyrir 12.00 á laugardögum (og þá mætti það vera blautur löns). Fyrsti kaffibollinn gaf orku, á fjórða bolla var boltinn farinn að rúlla alveg sjálfur.
ViðtalHús & Hillbilly
Að hlúa að samfélagi, sjálfum okkur og umhverfinu
Tinna Guðmundsdóttir myndlistarmaður mætti geislandi hress í ullarpeysu, ullarsokkum og gúmmítúttum (og öðrum fötum líka), á fund Hillbilly í Héðinshúsinu. „Ullarpeysan er orðin að my second skin, mamma prjónar,“ segir Tinna, villingur úr Breiðholtinu. Hún fæddist að vísu í Vestmannaeyjum og hefur búið síðasta áratug á Seyðisfirði þar sem hún var forstöðumaður í myndlistarmiðstöðinni Skaftfell. Tinna ræðir við Hillbilly um listina og lífið á Seyðisfirði og aurskriðurnar sem þjóðin fylgdist með.
ViðtalHús & Hillbilly
„Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit“
Nú stendur yfir fjórða einkasýning Evu Schram, myndlistarsýning sem ber heitið 518 aukanætur, í Gallerí Port á Laugavegi 32. Eva hefur komið víða við. Fyrir utan ljósmyndanám, lærði hún tungumála- og þýðingafræði við Háskóla Íslands og lauk leiðsögumannanámi sem hún segir hafa styrkt tengslin við náttúru Íslands.
Fréttir
Gallerí Gangur í 42 ár
Gallerí Gangur var stofnað árið 1980, en er ekkert gamall þannig séð, heldur endurfæðist í sífellu. Þar hafa verið haldnar að meðaltali 10 sýningar á ári síðastliðin 42 ár. Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson rekur galleríið.
MenningHús & Hillbilly
Tveggja bragga móðir
Þann 2. janúar síðastliðinn opnaði Höfuðstöðin þar sem áður voru kartöflugeymslur í Árbænum. Höfuðstöðin er umgjörð um myndlistarverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnadóttur, listamannsins Shoplifter, og sameinar listasafn og vinnustofu.
ViðtalHús & Hillbilly
Með verk í öllum verðflokkum
Ingibjörg Jónsdóttir er stofnandi og stjórnandi Berg Contemporary, en hún leitaði lengi að rétta sýningarsalnum eftir að hafa rekið sig á að geta ekki sýnt verk eftir Tomas Saraceno hér á landi þar sem enginn salur var með nógu mikla lofthæð.
MenningHús & Hillbilly
Hvar er heima?
Er heima kunnuglegur matarilmur, staður þar sem má segja sínar skoðanir eða þar sem fólk deilir skoðunum með þér, jafnvel bara góði koddinn? Pólskir, litáískir og íslenskir listamenn vinna með fræðimönnum að því að finna sameiginlegan samræðuflöt, sameiginlega jörð.
ViðtalGallerí Hillbilly
Eitt ár Sirru Sigrúnar er Kærleikskúlan 2021
Sirra Sigrún Sigurðardóttir er listamaður Kærleikskúlunnar 2021. Kærleikskúla Sirru heitir Eitt ár og lýsir sólargangi eftir árstíma á Íslandi.
ViðtalHús & Hillbilly
„Vildi bara verða flink að teikna“
Hillbilly heimsótti Lindu Ólafsdóttur, myndhöfund, á vinnustofunni. Það tekur Lindu nákvæmlega 15 sekúndur að labba í vinnuna frá heimili sínu. Linda og eiginmaður hennar tóku bílskúrinn í nefið og breyttu honum í fallegt stúdíó þar sem þau vinna hlið við hlið alla daga. Hún að teikna, hann að forrita og einstaka sinnum að brugga bjór. „Ég losna ekki við hann,“ segir Linda en Hillbilly skynjar kímni í rödd hennar.
ViðtalHús & Hillbilly
Flögrar á milli Reykjavíkur og Aþenu
Rakel McMahon rannsakar tilfinninguna um öfugugga í almenningsrýmum ásamt Evu Ísleifs.
MenningHús & Hillbilly
„Gjöf sem við ræktum aldrei nóg“
Pastel er listaverk í ritaformi, þar sem áhersla er lögð á fegurð og innihald. „Við tökum við því sem kemur og treystum fólki,“ segir ritstjórinn, Kristín Þóra Kjartansdóttir, sem segir að útkoman sé mögnuð. Fólk kunni að velja efni og kveikja neista. Hún er sagnfræðingur og staðarhaldari en með henni í ritnefnd er eiginmaðurinn, Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
ViðtalGallerí Hillbilly
Birtingarmyndir ofbeldis og áreitis
Setningar verða að myndum sem segja meira en þúsund orð en listakonan Jana Birta Björnsdóttir, listamaður og lífeindafræðingur, er meðlimur í Tabú feminískri hreyfingu sem beinir spjótum sínum af margþættri mismunum gagnvart fötluðu fólki. „Að vera í jaðarhópi hvetur mig til að tjá mig um það misrétti sem ég sé.“
MenningHús & Hillbilly
1
„Er maður heppinn þótt maður hafi komist úr fátæktinni?“
„Ég skildi ekki af hverju fólk var að kalla mig grjón úti í frímínútum,“ segir Melanie Ubaldo myndlistarkona, sem vinnur með minningarnar í verkum sínum. Þegar Melanie var átta ára flutti móðir hennar ein til Íslands og var hér án barnanna í fimm ár áður en þau gátu fylgt á eftir. Melanie skrifar meistararitgerð um það hvernig hún holdgerir það hvernig samfélagið hefur hafnað henni. Orð geti aldrei sært hana, en þeim fylgi ábyrgð.
MenningHús & Hillbilly
Myndlist fyrir bragðlaukana
Þann 15. október síðastliðinn opnaði Sindri Leifsson myndlistarsýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal, þar sem almenningi býðst að fara í skynjunarferðalag um íslensk hráefni í þremur kvöldverðarboðum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.