Guðrún Hannesdóttir skáld, myndlistarkona og handhafi íslensku þýðingarverðlaunanna byrjaði ekki að skrifa fyrr en rétti tíminn var kominn og hún fann að nú væri hún tilbúin. Hún ræðir uppvöxtinn, ást, trú og listina, allt það sem skiptir máli í lífinu, það þegar hún reyndi að setja Rauðhettu á svið með rauðri tösku í aðalhlutverki og komst að þeirri niðurstöðu að sólskinið lyktar af vanillu.
Viðtal
Þú verður að eiga textann – og ekki hreyfa vatnið eða snerta veggina
Ég hef búið hér síðan í október árið 2004 og fann strax og ég flutti inn: Hér er andinn, hér vil ég vera. Þannig leið mér líka þegar ég kom fyrst í Stigahlíð 6, þriðju hæð. Enda vorum við þar lengi. Og hér ætlum við að vera, segir Hrönn Hafliðadóttir söngkona, sundkona, fyrrum skjalavörður í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, fyrrum þula í sjónvarpinu og húsmóðir, eiginkona, móðir, amma og langamma, þegar við setjumst til stofuborðs á heimili hennar og bóndans í gamla Vesturbæ.
Viðtal
Til vinnu mæti ég fullskrýddur herklæðum
Það er hávetur. Sundfólkið á Íslandi hefur synt sig út úr dýpsta skammdeginu. Á morgnana birtir fyrr en ljósblár himinn sést ekki oft. Ég keppist við að mæta í sund fyrir fyrsta leiftur og keppnin harðnar. Í sjöttu viku árs ræði ég við sundfólk.
Viðtal
Óskabókin
Lestrarhestar segja frá bókum sem þeir hafa aldrei lesið en dreymir um.
Viðtal
Á meðan menn smíða fiðlur munu bækur koma út
Ásdís Óladóttir var átta ár að skrifa sína fyrstu ljóðabók, en hún hafði þá glímt við erfið veikindi, verið ranglega greind, fengið vitlaus lyf og verið óvinnufær í tvö ár. Veikindin, sem sumir kalla geðklofa en aðrir kalla ofurnæmi, hafa sett mark sitt á líf hennar. Hún ræðir við Kristínu Ómarsdóttur um skáldskapinn og lífið.
Viðtal
Það er dimmt herbergi í mannssálinni
Lilja Sigurðardóttir ræðir skáldskapinn, stöðu bókmennta og sjónvarpshandrit sem hún vinnur að með Baltasar Kormáki, ástina með Margréti Pálu sem hún nánast eltihrelli inn í samband með sér og uppvöxtinn.
Viðtal
Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð
Við höldum áfram að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Myndlistarkonan Anna Hallin situr fyrir svörum, sem hlustaði á foreldra sína allt þar til hún varð ástfangin og ræðir muninn á einveru og einmanaleika.
Viðtal
Stéttaflakkandi njósnari
Við höldum áfram að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Í þetta skipti situr myndlistarkonan Olga Bergmann fyrir svörum. Hún myndar listamannateymið Berghall ásamt Önnu Hallin. Í janúar lauk sýningu þeirra, Fangelsi, í Hafnarborg.
Viðtal
Vitleysan og yfirvegun mín munu sættast þegar ég verð kerling
Í eftirfarandi könnun á almennri líðan og [kyn]hegðun kvenna í skáldaðri borg situr Fríða Ísberg rithöfundur og skáld fyrir svörum. Í haust kom út eftir Fríðu ljóðabókin Leðurjakkaveður. Áður hafa komið út smásagnasafnið Kláði og ljóðabókin Slitför.
Viðtal
Ég myndi hlaupa yfir sjó af glerbrotum
Í nýútkominni skáldsögu minni, Svanafólkið, er aðalpersónunni falið það verkefni að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Niðurstöður birtust ekki í bókinni en koma fyrir augum lesenda Stundarinnar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur situr í þetta skipti fyrir svörum. Í haust kom út fyrsta skáldsaga hennar, Svínshöfuð, en áður hefur hún gefið út tvær ljóðabækur og búið til gjörninga með tvíeykinu Wunderkind Collective ásamt Rakel McMahon myndlistarkonu. Svínshöfuð hefur hlotið mikla athygli og lof og er hvort tveggja tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.
Viðtal
Já, ekki spurning: ég er hér!
Í nýútkominni bók sem heitir Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur og Partus forlag gefur út er aðalpersónunni falið verkefnið að rannsaka hegðun og líðan kvenna í landinu. Af handahófi velur söguhetjan, Elísabet Eva, þátttakendur. Niðurstöður birtust ekki í bókinni en koma þess í stað fyrir augum lesenda Stundarinnar.
Viðtal
Bara lögum þetta!
Í nýútkominni bók sem heitir Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur og Partus forlag gefur út er aðalpersónunni falið verkefnið að rannsaka hegðun og líðan kvenna í landinu. Af handahófi velur söguhetjan, Elísabet Eva, þátttakendur. Niðurstöður birtust ekki í bókinni en koma þess í stað fyrir augum lesenda Stundarinnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.