Kristín Ómarsdóttir

Nú skal ég segja þér leyndarmál
Viðtal

Nú skal ég segja þér leynd­ar­mál

Guð­rún Hann­es­dótt­ir skáld, mynd­list­ar­kona og hand­hafi ís­lensku þýð­ing­ar­verð­laun­anna byrj­aði ekki að skrifa fyrr en rétti tím­inn var kom­inn og hún fann að nú væri hún til­bú­in. Hún ræð­ir upp­vöxt­inn, ást, trú og list­ina, allt það sem skipt­ir máli í líf­inu, það þeg­ar hún reyndi að setja Rauð­hettu á svið með rauðri tösku í að­al­hlut­verki og komst að þeirri nið­ur­stöðu að sól­skin­ið lykt­ar af vanillu.
Þú verður að eiga textann – og ekki hreyfa vatnið eða snerta veggina
Viðtal

Þú verð­ur að eiga text­ann – og ekki hreyfa vatn­ið eða snerta vegg­ina

Ég hef bú­ið hér síð­an í októ­ber ár­ið 2004 og fann strax og ég flutti inn: Hér er and­inn, hér vil ég vera. Þannig leið mér líka þeg­ar ég kom fyrst í Stiga­hlíð 6, þriðju hæð. Enda vor­um við þar lengi. Og hér ætl­um við að vera, seg­ir Hrönn Hafliða­dótt­ir söng­kona, sund­kona, fyrr­um skjala­vörð­ur í dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­inu, fyrr­um þula í sjón­varp­inu og hús­móð­ir, eig­in­kona, móð­ir, amma og langamma, þeg­ar við setj­umst til stofu­borðs á heim­ili henn­ar og bónd­ans í gamla Vest­ur­bæ.
Ég myndi hlaupa yfir sjó af glerbrotum
Viðtal

Ég myndi hlaupa yf­ir sjó af gler­brot­um

Í ný­út­kom­inni skáld­sögu minni, Svana­fólk­ið, er að­al­per­són­unni fal­ið það verk­efni að rann­saka [kyn]hegð­un og líð­an kvenna í land­inu. Nið­ur­stöð­ur birt­ust ekki í bók­inni en koma fyr­ir aug­um les­enda Stund­ar­inn­ar. Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir rit­höf­und­ur sit­ur í þetta skipti fyr­ir svör­um. Í haust kom út fyrsta skáld­saga henn­ar, Svíns­höf­uð, en áð­ur hef­ur hún gef­ið út tvær ljóða­bæk­ur og bú­ið til gjörn­inga með tví­eyk­inu Wund­erkind Col­lecti­ve ásamt Rakel McMa­hon mynd­list­ar­konu. Svíns­höf­uð hef­ur hlot­ið mikla at­hygli og lof og er hvort tveggja til­nefnd til Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­anna og Fjöru­verð­laun­anna.
Já, ekki spurning: ég er hér!
Viðtal

Já, ekki spurn­ing: ég er hér!

Í ný­út­kom­inni bók sem heit­ir Svana­fólk­ið eft­ir Krist­ínu Óm­ars­dótt­ur og Part­us for­lag gef­ur út er að­al­per­són­unni fal­ið verk­efn­ið að rann­saka hegð­un og líð­an kvenna í land­inu. Af handa­hófi vel­ur sögu­hetj­an, Elísa­bet Eva, þátt­tak­end­ur. Nið­ur­stöð­ur birt­ust ekki í bók­inni en koma þess í stað fyr­ir aug­um les­enda Stund­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár