Fyrir hálfri öld loguðu líka eldar á götum í Bandaríkjunum. Ástandið núna er að sumu leyti mun hættulegra.
Gagnrýni
Af hetju og hrægömmum. Og hýenum.
Ný bók fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar fjallar um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Bjarna Benediktsson og fleiri áberandi gerendur.
Nærmynd
Grafskrift um íslensk stjórnmál
Þegar geðþekkur, málefnalegur og duglegur þingmaður er kjörinn til starfa á Alþingi, þá forðar hann sér þaðan á mjög skiljanlegum flótta þegar fyrsta vænlega tækifæri gefst.
Mannlýsing
Uppvaskarinn sem elskar myrkrið
Karl Th. Birgisson skrifar mannlýsingu á uppvaskara á Tenerife, sem endaði með veitingastað í fanginu en þráir að komast aftur að norðurheimskautsbaug.
Greining
Hörmulegar farsóttir sem gengu yfir Íslendinga
Íslendingar hafa oftar en einu sinni gengið í gegnum hörmungar vegna farsótta. Heimdildir lýsa því að ung stúlka bjó vikum saman á afskekktum bóndabæ með föður sínum látnum úr Stóru bólu.
VettvangurCovid-19
Í útgöngubanni
Dreifbýlislöggan skammast í fólki sem hættir sér út á göturnar í þorpi Karls Th. Birgissonar á Tenerife, þar sem nú er í gildi útgöngubann.
Nærmynd
„Beinskeytt, hvatvís og gengur um eins og hún eigi svæðið“
Samþingmenn Ingu Sæland segja að ánægjulegt sé að umgangast hana, þó hún byggi
tilvist sína ekki endilega á staðreyndum eða raunveruleika. Þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu lýsa hér sýn sinni á þingkonuna sem „nennir engu kjaftæði“.
GreiningForsetakosningar í BNA 2020
Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
Sósíalískur bakgrunnur Bernie Sanders þýðir að framboð hans til forseta er guðsgjöf fyrir kosningateymi Donalds Trump.
Nærmynd
Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf
Er Stefán Eiríksson, nýr útvarpsstjóri, gólandi frjálshyggjumaður? Eða vinstrisinnaður pönkari? Karl Th. Birgisson greinir fortíð og feril lögreglustjórans sem stóð uppi í hárinu á dómsmálaráðherra. Hann ber enn ör vegna líkamsárásar sem sögð er hafa horfið í kerfi lögreglunnar.
Greining
Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, leggur áherslu á að uppræta óskilgreinda elítu og kemur popúlisma til varnar. Óvinalistinn lengist og krafan um völd verður háværari.
Nærmynd
Gunna: Stór kona í Íslandssögunni
Guðrún Ögmundsdóttir kom í gegn byltingu á réttarstöðu minnihlutahópa á Íslandi.
Gagnrýni
Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt
Saga Jóns Baldvins Hannibalssonar, stjórnmálamanns sem átti lykilþátt í að færa Ísland til nútímans, er sögð í nýrri bók með hans eigin orðum. Karl Th. Birgisson fjallar um orð Jóns Baldvins, það sem ekki er sagt og svo það sem er ofaukið, sjálfshól og loks paranoja.
Úttekt
Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur
„Þessi samningur kemur til með að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi,“ sagði þingmaður Framsóknarflokksins um umdeildan alþjóðasamning sem Íslendingar undirgengust, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Umræðan um þriðja orkupakkann er að hluta endurómur af áhyggjum vegna afsals Íslendinga á fullveldi tengt EES-samningnum.
Nærmynd
Drottningin í teboðinu
Sigríður Á. Andersen er einn hægrisinnaðasti stjórnmálamaður landsins. Karl Th. Birgisson skrifar um það sem hefur einkennt hana sem stjórnmálamann og það sem hefur ekki verið sjáanlegt.
Greining
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
Hvernig einn helsti boðberi frjálshyggju á Íslandi komst á ævilangt framfæri hjá skattgreiðendum.
Úttekt
Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu
Karl Th. Birgisson segir söguna af vinslitum og væringum innan raða Vinstri grænna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.