Karl Th. Birgisson

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·

„Þessi samningur kemur til með að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi,“ sagði þingmaður Framsóknarflokksins um umdeildan alþjóðasamning sem Íslendingar undirgengust, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Umræðan um þriðja orkupakkann er að hluta endurómur af áhyggjum vegna afsals Íslendinga á fullveldi tengt EES-samningnum.

Drottningin í teboðinu

Drottningin í teboðinu

·

Sigríður Á. Andersen er einn hægrisinnaðasti stjórnmálamaður landsins. Karl Th. Birgisson skrifar um það sem hefur einkennt hana sem stjórnmálamann og það sem hefur ekki verið sjáanlegt.

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·

Hvernig einn helsti boðberi frjálshyggju á Íslandi komst á ævilangt framfæri hjá skattgreiðendum.

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu

·

Karl Th. Birgisson segir söguna af vinslitum og væringum innan raða Vinstri grænna.

Hrökklaðist frá völdum eftir „besta díl Íslandssögunnar“

Hrökklaðist frá völdum eftir „besta díl Íslandssögunnar“

·

„Við fengum áfall,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eftir fund þar sem lágmarksupplýsingar í málefnum REI voru loks veittar. Það var ekki endilega efni málsins, sem fór þvert í kokið á sjálfstæðismönnum enda var kynningin svo snautleg að erfitt var að leggja mat á gjörninginn. Það var miklu fremur aðdragandinn, leyndin, skortur á upplýsingagjöf og ótrúlegur hraði í málsmeðferð sem þeim gramdist verulega. Ekki leið á löngu þar til borgarstjórinn hrökklaðist frá völdum, rúinn trausti vegna málsins.

Skipstjórinn léttir akkerum: Um ýmis átök í kringum Björn Val Gíslason

Skipstjórinn léttir akkerum: Um ýmis átök í kringum Björn Val Gíslason

·

Björn Valur Gíslason er sjómaðurinn sem stór hluti af VG hafnaði. Hann hefur nú ákveðið að hætta sem varaformaður Vinstri grænna. Karl Th. Birgisson kannaði ástæðuna.

Portrett af stjórnmálamanni sem valdböðli

Portrett af stjórnmálamanni sem valdböðli

·

Karl Th. Birgisson skrifar um Davíð Oddsson, áhrifamesta stjórnmálamann á Íslandi síðustu hálfa öld, og ritstjóra yfir stærstu ritstjórn landsins.

Hann vildi leggja Ísland í eyði

Hann vildi leggja Ísland í eyði

·

Kornungur var Jón Ólafsson á fullum launum sem lobbíisti á vegum Bandaríkjastjórnar. Verkefnið? Að flytja alla Íslendinga til hins óbyggða Alaska. Saga Jóns er einstök og ævintýraleg.

Heiðarlegi, lati og stuðandi þingmaðurinn

Heiðarlegi, lati og stuðandi þingmaðurinn

·

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn umdeildasti maðurinn á Alþingi vegna yfirlýsinga sinna. Brynjar kynnir oft eigin sannfæringu í orði, en fylgir flokkslínu í framkvæmd. Hann þykir þó vera sanngjarn og heiðarlegur.

Meirihlutinn molnaði í borginni

Meirihlutinn molnaði í borginni

·

Reykjavíkurborg var um langa tíð valdamiðstöð Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórar flokksins urðu margir formenn líka og þar með forsætisráðherrar. Þar til molna fór undir meirihlutanum og glundroði tók við.

Besti vinur verktakanna

Besti vinur verktakanna

·

Jón Gunnarsson samgönguráðherra beitir aðferðum jarðýtunnar til að ná sínu fram. Hann naut styrkja frá verktakafyrirtækjum, er mesti baráttumaður stóriðju og stórframkvæmda og er einn nánasti samherji Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Nú vill hann setja vegaframkvæmdir í hendur einkaaðila og rukka tolla á vegum við höfuðborgina.

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

·

Klíka sjálfstæðismanna tók yfir helstu menningarstofnanir ríkisins í baráttunni fyrir áhrifum í íslensku samfélagi. Karl Th. Birgisson skrifar um hvernig ríkisvaldið var meðhöndlað sem einkalóð. „Ég á þetta. Ég má þetta.“

Ferð án fyrirheits: Flokkurinn sem boðaði nýja og breytta pólitík endar ferð sína í hægri stjórn

Ferð án fyrirheits: Flokkurinn sem boðaði nýja og breytta pólitík endar ferð sína í hægri stjórn

·

Björt framtíð var stofnuð til að innleiða breytt stjórnmál. Eftir uppgjör var hann yfirtekinn af Besta flokks armi flokksins og einum stofnandanum bolað burt. Karl Th. Birgisson skrifar um sögu umbótaflokksins sem varð hluti af einni mestu hægri stjórn sögunnar.

Stríðsglæpamaðurinn sem við elskuðum: Saga af glæpum og meðvirkni

Stríðsglæpamaðurinn sem við elskuðum: Saga af glæpum og meðvirkni

·

Íslenska þjóðin stóð með stríðsglæpamanni sem stóð að skefjalausu ofbeldi og morðum á gyðingum og fleirum. Morgunblaðið tók þá fyrir sem bentu á sannanir í máli Eðvalds Hinrikssonar og tengdi þá við sovésku leyniþjónustuna.

Hinn ósnertanlegi

Hinn ósnertanlegi

·

Fyrir hvað stendur forsætisráðherra Íslands og hvað drífur hann áfram? Karl Th. Birgisson greinir feril og áherslur Bjarna Benediktssonar, sem sýndu sig á fyrstu árum þingmennskunnar. Hann var afkastalítill á Alþingi og lagði höfuðáherslu á að leggja niður ríkisstofnanir. Þá vildi hann minnka aðkomu Samkeppniseftirlitsins að fyrirtækjasamrunum.

Er verið að saka mig um að hylma yfir með morðingjum?

Er verið að saka mig um að hylma yfir með morðingjum?

·

Hvernig tókst Erlu Bolladóttur að ljúga sökum upp á menn sem hún þekkti ekki neitt? Hvers vegna varð allur Framsóknarflokkurinn brjálaður út af því? Og hvers vegna situr Erla ein eftir í súpunni?