Karl Th. Birgisson

Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf

Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf

Er Stefán Eiríksson, nýr útvarpsstjóri, gólandi frjálshyggjumaður? Eða vinstrisinnaður pönkari? Karl Th. Birgisson greinir fortíð og feril lögreglustjórans sem stóð uppi í hárinu á dómsmálaráðherra. Hann ber enn ör vegna líkamsárásar sem sögð er hafa horfið í kerfi lögreglunnar.

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, leggur áherslu á að uppræta óskilgreinda elítu og kemur popúlisma til varnar. Óvinalistinn lengist og krafan um völd verður háværari.

Gunna: Stór kona í Íslandssögunni

Gunna: Stór kona í Íslandssögunni

Guðrún Ögmundsdóttir kom í gegn byltingu á réttarstöðu minnihlutahópa á Íslandi.

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Saga Jóns Baldvins Hannibalssonar, stjórnmálamanns sem átti lykilþátt í að færa Ísland til nútímans, er sögð í nýrri bók með hans eigin orðum. Karl Th. Birgisson fjallar um orð Jóns Baldvins, það sem ekki er sagt og svo það sem er ofaukið, sjálfshól og loks paranoja.

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

„Þessi samningur kemur til með að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi,“ sagði þingmaður Framsóknarflokksins um umdeildan alþjóðasamning sem Íslendingar undirgengust, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Umræðan um þriðja orkupakkann er að hluta endurómur af áhyggjum vegna afsals Íslendinga á fullveldi tengt EES-samningnum.

Drottningin í teboðinu

Drottningin í teboðinu

Sigríður Á. Andersen er einn hægrisinnaðasti stjórnmálamaður landsins. Karl Th. Birgisson skrifar um það sem hefur einkennt hana sem stjórnmálamann og það sem hefur ekki verið sjáanlegt.

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Hvernig einn helsti boðberi frjálshyggju á Íslandi komst á ævilangt framfæri hjá skattgreiðendum.

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu

Karl Th. Birgisson segir söguna af vinslitum og væringum innan raða Vinstri grænna.

Hrökklaðist frá völdum eftir „besta díl Íslandssögunnar“

Hrökklaðist frá völdum eftir „besta díl Íslandssögunnar“

„Við fengum áfall,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eftir fund þar sem lágmarksupplýsingar í málefnum REI voru loks veittar. Það var ekki endilega efni málsins, sem fór þvert í kokið á sjálfstæðismönnum enda var kynningin svo snautleg að erfitt var að leggja mat á gjörninginn. Það var miklu fremur aðdragandinn, leyndin, skortur á upplýsingagjöf og ótrúlegur hraði í málsmeðferð sem þeim gramdist verulega. Ekki leið á löngu þar til borgarstjórinn hrökklaðist frá völdum, rúinn trausti vegna málsins.

Skipstjórinn léttir akkerum: Um ýmis átök í kringum Björn Val Gíslason

Skipstjórinn léttir akkerum: Um ýmis átök í kringum Björn Val Gíslason

Björn Valur Gíslason er sjómaðurinn sem stór hluti af VG hafnaði. Hann hefur nú ákveðið að hætta sem varaformaður Vinstri grænna. Karl Th. Birgisson kannaði ástæðuna.

Portrett af stjórnmálamanni sem valdböðli

Portrett af stjórnmálamanni sem valdböðli

Karl Th. Birgisson skrifar um Davíð Oddsson, áhrifamesta stjórnmálamann á Íslandi síðustu hálfa öld, og ritstjóra yfir stærstu ritstjórn landsins.

Hann vildi leggja Ísland í eyði

Hann vildi leggja Ísland í eyði

Kornungur var Jón Ólafsson á fullum launum sem lobbíisti á vegum Bandaríkjastjórnar. Verkefnið? Að flytja alla Íslendinga til hins óbyggða Alaska. Saga Jóns er einstök og ævintýraleg.

Heiðarlegi, lati og stuðandi þingmaðurinn

Heiðarlegi, lati og stuðandi þingmaðurinn

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn umdeildasti maðurinn á Alþingi vegna yfirlýsinga sinna. Brynjar kynnir oft eigin sannfæringu í orði, en fylgir flokkslínu í framkvæmd. Hann þykir þó vera sanngjarn og heiðarlegur.

Meirihlutinn molnaði í borginni

Meirihlutinn molnaði í borginni

Reykjavíkurborg var um langa tíð valdamiðstöð Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórar flokksins urðu margir formenn líka og þar með forsætisráðherrar. Þar til molna fór undir meirihlutanum og glundroði tók við.

Besti vinur verktakanna

Besti vinur verktakanna

Jón Gunnarsson samgönguráðherra beitir aðferðum jarðýtunnar til að ná sínu fram. Hann naut styrkja frá verktakafyrirtækjum, er mesti baráttumaður stóriðju og stórframkvæmda og er einn nánasti samherji Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Nú vill hann setja vegaframkvæmdir í hendur einkaaðila og rukka tolla á vegum við höfuðborgina.

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Klíka sjálfstæðismanna tók yfir helstu menningarstofnanir ríkisins í baráttunni fyrir áhrifum í íslensku samfélagi. Karl Th. Birgisson skrifar um hvernig ríkisvaldið var meðhöndlað sem einkalóð. „Ég á þetta. Ég má þetta.“