Jón Trausti Reynisson

Ritstjóri og framkvæmdastjóri

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Samherji segir að umfjöllun RÚV um mútugreiðslur í Namibíu séu „refsiverðar“ og geti haft í för með sér fangelsisvist fyrir ótilgreindan hóp. Allir meðlimir í stjórn Ríkisútvarpsins fengu boðsent á heimili sitt lögfræðibréfið frá Samherja.

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Starfsfólk sem hefur störf í sorphirðu hækkar laun sín úr rúmlega 300 þúsund króna taxta í ríflega 476 þúsund krónur á mánuði með föstum yfirvinnugreiðslum og bónus fyrir að sleppa veikindadögum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sorphirðufólk fái launahækkun upp í 850 þúsund krónur á mánuði með kröfum Eflingar.

Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi

Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi

Sjö ára nemandi í Vesturbæjarskóla vill taka stærðfræðiverkefnið sitt í skólanum með sér ef hann verður sendur úr landi á mánudag.

Endalokin blasa við Bíó Paradís eftir að lykilmenn úr GAMMA þrefölduðu leiguverð

Endalokin blasa við Bíó Paradís eftir að lykilmenn úr GAMMA þrefölduðu leiguverð

Fyrrverandi lykilmenn hjá GAMMA eru eigendur húsnæðis Bíó Paradísar við Hverfisgötu og hafa ákveðið að tæplega þrefalda leiguna til þess að nálgast markaðsverð. Allir fá uppsagnabréf. „Ef þetta væri einhver annar fjárfestir myndi hann örugglega gera slíkt hið sama,“ segir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson skrifar um reynslu Flateyringa af snjóflóðahættu. Hlutverk okkar hinna sé að styðja fólk sem velur þar búsetu, en ekki hvetja það til brottflutnings.

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flateyri. Snjóflóðavarnir vörðu byggðina að mestu, en bæði flóðin vekja spurningar hjá Veðurstofu Íslands.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Bátar eru sokknir eftir að snjóflóð féll og orsakaði flóðbylgju á höfnina. Annað snjóflóð fór að hluta yfir snjóflóðavarnagarða á hús efst í byggðinni. Unglingsstúlku var bjargað úr snjóflóðinu.

Hver verður ríkislögreglustjóri?

Hver verður ríkislögreglustjóri?

Vinsældir, átök og sögulegar skírskotanir eru í bakgrunni umsækjenda um stöðu ríkislögreglustjóra.

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Trump biður Nató að blanda sér í deiluna í Miðausturlöndum

Trump biður Nató að blanda sér í deiluna í Miðausturlöndum

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði eftir aðkomu Nató að deilunni í Miðausturlöndum og hvatti Breta, Frakka, Kínverja og Rússa til að taka afstöðu gagnvart Íran. Engu að síður sagði hann Bandaríkin vilja semja frið við hvern þann sem vildi frið.

Þúsundir sparast á því að kaupa jólakjötið í réttri verslun

Þúsundir sparast á því að kaupa jólakjötið í réttri verslun

Hörð samkeppni er í verðlagningu á jólakjöti. Þannig er Bónus með töluvert hærra verð á frosnum, heilum kalkún, en aðrar verslanir sem vanalega eru með hærri verðlagningu. Bónus er almennt með lægsta verðið, en í heimsendingu kemur Nettó betur út en Heimkaup.

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Sveitarstjórn Húnaþings vestra lýsir því hvernig grunnstofnanir samfélagsins voru óviðbúnar fárviðrinu og yfirvöldum fyrirfórst að tryggja öryggi þeirra. Íbúar höfðu hvorki rafmagn, fjarskipti né aðgengi að upplýsingum þar sem grunninnviðir brugðust.

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Inngróið sakleysi íslenskra áhrifamanna er undirbyggt af vinasamfélaginu.

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Þjóðgarður á Miðhálendinu fer fyrir Alþingi næsta vor. Almenningur fær tækifæri til að veita umsögn við áformin, áður en frumvarp verður lagt fram.

Þorsteinn Már hefur safnað 24 milljarða króna eignum í félagi sínu

Þorsteinn Már hefur safnað 24 milljarða króna eignum í félagi sínu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur safnað miklum auðæfum í eignarhaldsfélagi sínu. Áætlað hefur hann hagnast persónulega um tæplega 1,8 milljarða króna á veiðum sem byggja á mútugreiðslum.