Jón Bjarki Magnússon

Blaðamaður

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Öfga hægrimaðurinn sem skaut tíu til bana á miðvikudag sendi frá sér 24 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann sagði tiltekna þjóðfélagshópa hættulega Þýskalandi. Hann taldi landinu stýrt af leynilegu djúpríki og var yfirlýstur stuðningsmaður bandaríkjaforseta. Þjóðverjar óttast frekari árásir á innflytjendur og efla löggæslu við viðkvæma staði.

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Berlínarþingið samþykkti nýlega sérstök lög um leiguþak og leigufrost í borginni. Sett hefur verið hámark á leigu íbúða auk þess sem leigusölum verður meinað að hækka leigu á næstu fimm árum. Gert til þess að veita leigjendum andrými segir húsnæðismálaráðherra.

Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks

Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks

Útlendingastofnun lagði árið 2016 blátt bann við heimsóknum fjölmiðlamanna á heimili flóttafólks og hælisleitenda. Innanríkisráðuneytið lagði blessun sína yfir verklagið og sagði það stuðla að mannúð. Ungverska ríkið hlaut nýlega dóm fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna sambærilegrar fjölmiðlatálmunar.

Gengu í störf hlaðmanna í verkfalli

Gengu í störf hlaðmanna í verkfalli

Áhöfn flugvélar Icelandair gekk í störf hlaðmanna í verkfalli á flugvellinum í München. Talsmaður fyrirtækisins vill ekki meina að starfsmennirnir hafi framið verkfallsbrot. Framkvæmdastjóri segir atvikið sýna hvað Ísland stendur fyrir.

Aðventa í Aþenu

Jón Bjarki Magnússon

Aðventa í Aþenu

Jón Bjarki Magnússon upplifir kærleikann og harðar aðgerðir gegn hælisleitendum í Aþenu á aðventunni.

Hélt uppi rangfærslum í máli albönsku konunnar

Hélt uppi rangfærslum í máli albönsku konunnar

Sigríður Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra, fullyrti ranglega að albanska konan hefði ekki hlýtt fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður konunnar, furðar sig á ummælum Sigríðar, og segir þau skaða hagsmuni skjólstæðings síns.

Bolsonaro vefur Brasilíu um fingur sér

Bolsonaro vefur Brasilíu um fingur sér

Jair Bolsonaro hefur umturnað brasilískri orðræðu og þjóðlífi á fyrsta ári sínu í forsetaembætti. Hann sakar fjölmiðla um lygar og falsfréttir en miðlar eigin tístum sem heilögum sannleika. Stundin ræðir við unga Brasilíubúa sem eiga erfitt með að sætta sig við að foreldrar þeirra séu komnir á hans band.

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað

Ferðalag óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi, var vandamál að mati lækna hennar í Albaníu. Hún hefur ekkert sofið í marga sólarhringa og var í áhættuhópi vegna fyrri fæðingar. Eiginmaður hennar hefur verulegar áhyggjur og spyr hvar ábyrgðin liggi?

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albanska konan sem var send úr landi í fyrrinótt er verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu. Hún var send í nítján klukkustunda flug þrátt fyrir að læknir mælti gegn því að færi í löng flug. Konan skildi símann sinn eftir á Íslandi og vinkona hennar leitar hennar.

Öryrkjar út undan í fjárlagafrumvarpi

Öryrkjar út undan í fjárlagafrumvarpi

Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp harkalega og segir það mismuna öryrkjum. Formaður ÖBÍ segir stjórnmálamenn eiga auðveldara með að tala frekar en að gera.

Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

Læknir Kvennadeildar Landspítalans skrifaði upp á vottorð þar sem hann mælti gegn löngu flugi.

Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín

Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín

Þýskir lögreglumenn tóku á móti albönsku fjölskyldunni við lendinguna í Berlín um hádegið í dag. Fjölskyldan var flutt úr landi þrátt fyrir að móðirin sé gengin tæpar 36 vikur á leið. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans um að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug.

Barn rekur á land

Barn rekur á land

Nýjasta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar hefst á því að barn rekur á land við Hjörleifshöfða haustið 1839. Sagan kallast á við flóttamannakrísuna, eitthvert stærsta mál samtímans, og á brýnt erindi við lesendur dagsins í dag. Jón Bjarki Magússon ræddi við höfundinn um skáldsöguna Seltu sem er eins konar óður til mannsandans og þess góða í manninum.

Gagnrýninn háskólanemi í haldi fyrir að mótmæla Pútín

Gagnrýninn háskólanemi í haldi fyrir að mótmæla Pútín

Rússneski stjórnmálafræðineminn og Youtube-bloggarinn Egor Zhukov var sakaður um að hafa stýrt mannfjölda á mótmælum með grunsamlegum handahreyfingum. Málið var látið niður falla og hann þess í stað sakaður að breiða út „öfgastefnu“ á samfélagsmiðlum. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir eftir að leiðtogum stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram.

Þýska öfgahægrið vill hreinsa til í menningarlífi landsins

Þýska öfgahægrið vill hreinsa til í menningarlífi landsins

Meðlimir Alternative für Deutschland vilja láta til sín taka innan þýska menningargeirans. Flokksmenn hafa þegar hreiðrað um sig innan veggja ýmissa menningarstofnana og vilja hreinsa þær af þeim „óþverra“ sem þar fyrirfinnst.

Hinsegin fólk útmálað óvinir pólsku þjóðarinnar

Hinsegin fólk útmálað óvinir pólsku þjóðarinnar

Þátttakendur í gleðigöngu í Póllandi urðu fyrir árásum hægri öfgamanna sem köstuðu steinum og glerflöskum í göngumenn. Ráðamenn í landinu hafa að undanförnu stillt baráttumönnum fyrir réttindum hinsegin fólks upp sem óvinum þjóðarinnar.