Jóhann Páll Jóhannsson

Blaðamaður

Jóhann Páll er búsettur í Bretlandi og hefur starfað við blaðamennsku frá 2012, oftast í hlutastarfi samhliða námi. Byrjaði á DV. Með BA-gráðu í heimspeki frá HÍ (2015) og MSc í sagnfræði frá Edinborgarháskóla (2017). Fékk tvær tilnefningar til blaðamannaverðlauna ársins 2017, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2013 og blaðamannaverðlaun Íslands 2014 fyrir umfjöllun um lekamálið.
Trúa ekki Báru og vilja vita „hverjir voru með henni“

Trúa ekki Báru og vilja vita „hverjir voru með henni“

·

Lögmaður fjórmenninganna úr Miðflokknum segir frásögn Báru Halldórsdóttur ótrúverðuga og ekki standast skynsemisskoðun. Þingmennirnir vilja að henni verði refsað, hún sektuð af Persónuvernd og látin greiða þeim miskabætur.

Telja að forsætisnefnd þurfi að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttar í umfjöllun um Klaustursmál

Telja að forsætisnefnd þurfi að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttar í umfjöllun um Klaustursmál

·

„Þetta eru viðkvæm og erfið mál og best að segja sem minnst,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·

Arðgreiðslur til eigenda stóru útgerðarfyrirtækjanna eru miklu hærri en veiðigjöldin sem fyrirtækin greiða til ríkissjóðs.

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·

Fimm karlar hafa skilað umsögnum um frumvarp heilbrigðisráðherra en engin kona. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins telur frumvarpið stangast á við kristileg gildi: „Er þetta frumvarp hinn sanni jólaandi ríkisstjórnarinnar?“

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·

„Held við séum fleiri en hún ein sem rekum okkar fyrirtæki á heiðarlegan máta og borgum laun eins og allir aðrir,“ segir eigandi Jóreykja.

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·

Helgi Hjörvar var formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs þegar hann er sagður hafa hegðað sér ósæmilega gagnvart ungliða í Helsinki. Formenn fulltrúaráðs og kjörstjórnar hvöttu Helga til að draga sig í hlé en málið setti svip sinn á kosningabaráttuna í Reykjavík árið 2016. „Konum í kringum framboð Samfylkingarinnar var mjög misboðið.“

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·

Dómari boðar Báru Halldórsdóttur til þinghalds vegna máls sem verður höfðað gegn henni. Víðir Smári Petersen lögmaður segir að beiðninni hljóti að verða mótmælt, sennilegt sé að dómari fallist á mótmælin og skýrslutakan fari ekki fram.

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·

Þingmennirnir telja að „óprúttinn aðili“– Bára Halldórsdóttir, 42 ára hinsegin öryrki – hafi skaðað orðspor þeirra. Af bréfum lögmanns til dómara má ráða að þingmennirnir vilji peninga frá Báru og að henni verði refsað.

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·

Desembermánuður byrjaði sérkennilega hjá Báru Halldórsdóttur. Hún vappaði um Alþingi og leit við á mótmælafundinum á Austurvelli án þess að nokkurn grunaði að hún væri hinn alræmdi Marvin.

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·

Uppljóstrarinn af Klaustri svaraði kalli skrifstofu Alþingis og afhenti frumgögnin í Klaustursmálinu til að auðvelda siðanefnd að fjalla um málið.

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·

Björn Ingi Hrafnsson blandar fleiri stjórnmálamönnum í Klaustursmálið: „Voru átta en ekki sex“.

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·

„Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum,“ segir Bára Halldórsdóttir, sem var stödd fyrir tilviljun á Klaustri Bar þann 20. nóvember og varð vitni að ógeðfelldum samræðum þingmanna. „Ég varð bara svo sár og trúði varla því sem ég heyrði.“ Forseti Alþingis hefur beðið fatlaða, hinsegin fólk og konur afsökunar á ummælum þingmannanna, en Bára tilheyrir öllum þremur hópunum. Nú stígur hún fram í viðtali við Stundina, greinir frá atburðunum á Klaustri og opnar sig um reynsluna af því að vera öryrki og mæta skilningsleysi og firringu valdamikilla afla á Íslandi.

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Hver er Marvin og hvers vegna sat hann á Klaustri á sama tíma og þingmennirnir? Hvað varð til þess að hann byrjaði að taka upp það sem hann heyrði? Uppljóstrarinn stígur fram undir nafni og mynd í forsíðuviðtali við Stundina í fyrramálið.

Bjarni fundaði nýlega með Guðlaugi og Sigmundi um kosti Gunnars Braga

Bjarni fundaði nýlega með Guðlaugi og Sigmundi um kosti Gunnars Braga

·

Bjarni Benediktsson bar vitni um kosti Gunnars Braga Sveinssonar á fundi með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór. Gunnar Bragi hefur sjálfur lýst því hvernig hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra árið 2014 í von um að fá bitling síðar.

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·

„Ég stend stolt með Sigmundi mínum,“ skrifar Anna Sigurlaug Pálsdóttir á Facebook. „Þetta er ekkert annað en öfund,“ segir stuðningskona Sigmundar Davíðs sem vill „vita hver eða hverjir hafa sent þennan skúnk með símann“.

Önnur rang­færsla í feril­skránni: Fé­lag sér­kennara segir ekki rétt að Anna Kol­brún hafi verið rit­stjóri Glæða

Önnur rang­færsla í feril­skránni: Fé­lag sér­kennara segir ekki rétt að Anna Kol­brún hafi verið rit­stjóri Glæða

·

Í gær sendi Félag þroskaþjálfa á Íslandi út yfirlýsingu þar sem fram kom að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði hvorki hlotið tilskylda menntun né fengið starfsleyfi frá landlækni þótt hún titlaði sig þroskaþjálfa í ferilskrá. Nú staðfestir Félag sérkennara á Íslandi að Anna Kolbrún hafi aldrei verið ritstjóri Glæða þrátt fyrir að titla sig þannig.