Jóhann Páll Jóhannsson

Blaðamaður

Jóhann Páll er búsettur í Bretlandi og hefur starfað við blaðamennsku frá 2012, oftast í hlutastarfi samhliða námi. Byrjaði á DV. Með BA-gráðu í heimspeki frá HÍ (2015) og MSc í sagnfræði frá Edinborgarháskóla (2017). Fékk tvær tilnefningar til blaðamannaverðlauna ársins 2017, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2013 og blaðamannaverðlaun Íslands 2014 fyrir umfjöllun um lekamálið.
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·

Frumvarp Bjarna Benediktssonar gerir ráð fyrir að einkafyrirtæki sjái um rekstur þjóðarsjóðs þrátt fyrir augljósa samlegð við grunnverkefni Seðlabanka Íslands. „Myndi færa stefnumótunina fjær íslenskum stjórnvöldum og hafa í för með sér kostnað,“ segir aðstoðarseðlabankastjóri.

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·

Forstjóri Íslandspósts er stjórnarformaður Isavia og í starfskjaranefnd fyrirtækisins sem gerir tillögu um launakjör forstjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga þess. Gríðarlegt launaskrið hefur átt sér stað eftir að lög um brottfall kjararáðs tóku gildi og ákvörðunarvaldið um laun stjórnenda var flutt til stjórna.

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Frjálslyndir háskólanemar hafa áhyggjur af „pólitískri innrætingu“ og „rétthugsun“ í skólakerfinu og segja að kvartað hafi verið undan heimspekikennara sem sýndi nemendum Jordan Peterson-myndband. Til að eignast íbúð þurfi að hagræða og taka ábyrgð í stað þess að „drekka latte og borða avókadóbrauð á hverjum degi“.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·

Eigendur Procar, þeir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson, greiddu sér 48 milljóna arð út úr fyrirtækinu þegar svindlið með kílómetramæla stóð sem hæst.

Fjármálaráðuneytið: Hátt verðlag stafar af sterkri stöðu þjóðarbúsins og háu raungengi

Fjármálaráðuneytið: Hátt verðlag stafar af sterkri stöðu þjóðarbúsins og háu raungengi

·

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar bregst við umræðu um að verðlag á Íslandi hafi verið það hæsta í Evrópu árið 2017. Bent er á að styrking krónunnar hefur aukið kaupmátt heimila.

Hátekjufólk er ánægðast með tekjuskattskerfið

Hátekjufólk er ánægðast með tekjuskattskerfið

·

Stighækkandi tekjuskattur nýtur afgerandi stuðnings meðal almennings á Íslandi samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Stundina. 73 prósent svarenda eru óánægð með íslenska tekjuskattskerfið og mestur stuðningur við flatara skattkerfi er meðal hátekjufólks og kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu

·

Engar eignir fundust í búi Moxom ehf., sem áður hét NF Holding og keypti Norðurflug með 120 milljóna seljendaláni árið 2012.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

·

Pétur Guðgeirsson, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, telur utanríkisráðherra hafa gerst sekan um ólögmæta íhlutun í stjórnskipunarmál fullvalda ríkis með stuðningsyfirlýsingunni við Juan Guaidó í Venesúela. Réttast sé að Guðlaugur biðjist afsökunar og segi af sér.

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·

Stjórnmálamenn töluðu um skattalækkanir og „minni álögur á heimilin“ um leið og skattbyrði lágtekjufólks jókst meira en í nokkru vestrænu OECD-ríki. Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson útskýra „stóru skattatilfærsluna“ í ítarlegri skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag.

Verðlag einna hæst á Íslandi og heldur áfram að hækka

Verðlag einna hæst á Íslandi og heldur áfram að hækka

·

Verðlag á Íslandi var það hæsta í Evrópu árið 2017 samkvæmt gögnum Eurostat og vörukarfan í Reykjavík er miklu dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandaþjóðanna samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Verðbólga mun halda áfram að aukast árið 2019 og peningastefnunefnd Seðlabankans er við öllu búin.

Vilja nýta dagskrárvaldið í Eurovision til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis

Vilja nýta dagskrárvaldið í Eurovision til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis

·

Meðlimir Hatara segja fráleitt að Ísland taki þátt í Eurovision þegar keppnin er haldin í ríki sem traðkar á mannréttindum. Úr því sem komið er verði þó Íslendingar að nota dagskrárvald sitt til að vekja athygli á pólitísku inntaki keppninnar og framgöngu Ísraelsríkis. „Kannski verðum við reknir úr keppninni fyrir vikið en það væri í sjálfu sér alveg jafn afhjúpandi og hver sá gjörningur sem okkur dettur í hug að framkvæma á sviðinu.“

Rýmka frelsið til að rógbera og smána hópa á grundvelli kynþáttar og kynhneigðar

Rýmka frelsið til að rógbera og smána hópa á grundvelli kynþáttar og kynhneigðar

·

Samkvæmt frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra verður ekki lengur refsivert að níða og niðurlægja minnihlutahópa á Íslandi nema slík tjáning þyki „til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Í greinargerð er bent á að með frumvarpinu hefði mátt koma í veg fyrir að fólki væri refsað fyrir að úthúða samkynhneigðum árið 2017.

Svona vilja Stefán og Indriði breyta skattkerfinu: Lágtekjufólk greiði minna en hátekjufólk meira

Svona vilja Stefán og Indriði breyta skattkerfinu: Lágtekjufólk greiði minna en hátekjufólk meira

·

Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson unnu skýrslu fyrir Eflingu þar sem lagðar eru fram ítarlegar tillögur til að vinda ofan af stóru skattatilfærslunni, ferlinu þar sem tugmilljarða skattbyrði var létt af tekjuhæstu hópum íslensks samfélags og velt yfir á þá tekjuminni.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni

·

Páll Óskar Hjálmtýsson talaði með niðrandi hætti um gyðinga þegar hann gagnrýndi framgöngu Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum í viðtali á Rás 1. Sagði gyðinga hafa „umbreyst í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini“.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

·

Þingmenn Miðflokksins fara fram á að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan Klaustur og láti sér í té. Þá telja þeir mikilvægt að Persónuvernd sekti Báru Halldórsdóttur.

Logi hafnaði boði um að senda Jóni Baldvin heillaóskir: „Segir sig algerlega sjálft“

Logi hafnaði boði um að senda Jóni Baldvin heillaóskir: „Segir sig algerlega sjálft“

·

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forystumaður jafnaðarmanna á Íslandi, er óánægður með að fá ekki stuðning frá þingflokki Samfylkingarinnar. Formaður flokksins segir þingflokkinn ekki skulda Jóni Baldvin neitt.