Jóhann Páll Jóhannsson

Blaðamaður

Jóhann Páll er búsettur í Bretlandi og hefur starfað við blaðamennsku frá 2012, oftast í hlutastarfi samhliða námi. Byrjaði á DV. Með BA-gráðu í heimspeki frá HÍ (2015) og MSc í sagnfræði frá Edinborgarháskóla (2017). Fékk tvær tilnefningar til blaðamannaverðlauna ársins 2017, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2013 og blaðamannaverðlaun Íslands 2014 fyrir umfjöllun um lekamálið.
Einn af seðlabankastjórum hrunsins ráðinn án auglýsingar

Einn af seðlabankastjórum hrunsins ráðinn án auglýsingar

·

„Ingimundur Friðriksson hefur hlaupið í skarðið varðandi verkefnin og rúmlega það,“ segir í svari Seðlabankans við fyrirspurn Stundarinnar.

Íslenskir aðdáendur vildu að Tommy kæmi í „óvænta heimsókn“ á eigin kostnað

Íslenskir aðdáendur vildu að Tommy kæmi í „óvænta heimsókn“ á eigin kostnað

·

Aðdáendur Tommy Robinson réttu honum sáttahönd en bera takmarkað traust til hans. „Vinstrimenn eru sigri hrósandi yfir því hvernig fór,“ segir í bréfi af lokuðum spjallhópi.

Guðmundur talinn „sjálfum sér samkvæmur“ en hugsanlegt að „fjölskyldan hafi talað sig saman um málsatvik“

Guðmundur talinn „sjálfum sér samkvæmur“ en hugsanlegt að „fjölskyldan hafi talað sig saman um málsatvik“

·

Héraðsdómur Reykjaness telur að „nokkur líkindi“ hafi verið færð að sekt stuðningsfulltrúans en ákæruvaldinu hafi ekki „lánast sú sönnun“. Réttargæslumaður brotaþola hafði aldrei séð dagbækur sem lagðar voru fram.

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann

·

Eyþór Arnalds lýsti sig gersamlega mótfallinn aukinni áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Reykjavík í kosningaprófi RÚV í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Nú leggur hann fram bókanir þar sem meirihlutinn er gagnrýndur fyrir að „hunsa málaflokkinn“.

Bjarni Benediktsson: „Svigrúm til launahækkana er orðið lítið sem ekkert“

Bjarni Benediktsson: „Svigrúm til launahækkana er orðið lítið sem ekkert“

·

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki ætla að láta segja sér fyrir verkum í komandi kjaraviðræðum. Fer hörðum orðum um áherslur verkalýðshreyfingarinnar.

Kolrangar fullyrðingar rötuðu í fréttatíma: „Þetta leit sérkennilega út“

Kolrangar fullyrðingar rötuðu í fréttatíma: „Þetta leit sérkennilega út“

·

Nemandi við Háskólann á Akureyri skilaði lokaritgerð þar sem gengið var út frá því að tekjur af virðisaukaskatti væru aðeins örfáir milljarðar. „Best hefði verið ef mér hefði tekist að benda honum á að sækja til tollstjóra það sem þar er,“ segir leiðbeinandi nemandans.

Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum

Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum

·

Nefndarálit frá þingmönnum félagshyggjuflokka og framsöguræða Nichole Leigh Mosty hafði óvænt áhrif á túlkun kærunefndar á ákvæði útlendingalaga.

Nefndasvið Alþingis taldi andstætt stjórnarskrá að aðrir en þingmenn, ráðherrar og forseti flyttu ræður á þingfundum

Nefndasvið Alþingis taldi andstætt stjórnarskrá að aðrir en þingmenn, ráðherrar og forseti flyttu ræður á þingfundum

·

Ræðuhöld Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundinum í síðustu viku eru ósamrýmanleg lögfræðiáliti sem þingmaður Pírata fékk í fyrra vegna hugmynda um að hleypa óbreyttum borgurum í ræðustól. Sérstök undanþága var veitt fyrir Piu, en stjórnmálafræðingur segir gjörninginn vera „þvert á allar venjur sem gilt hafa um hátíð­ar­fundi Alþingis á Þing­völl­um“.

„Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu athafnirnar“

„Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu athafnirnar“

·

Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi varaþingkona Vinstri grænna, er hætt í flokknum.

Barnahús taldi föður hafa brotið gegn börnum en ráðuneytið vill kanna hvort afstaða þeirra litist af „neikvæðu viðhorfi móður“

Barnahús taldi föður hafa brotið gegn börnum en ráðuneytið vill kanna hvort afstaða þeirra litist af „neikvæðu viðhorfi móður“

·

Sýslumaður taldi gögn frá læknum og frásagnir barna af meintu kynferðisofbeldi hafa „takmarkaða þýðingu“. Dómsmálaráðuneytið leggur áherslu á að í Barnahúsi hafi sjónum verið beint að hugsanlegu ofbeldi en ekki því hvort börnin vilji umgangast meintan geranda. Nú þurfi að „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé“.

Steingrímur sendi út tilkynningu í samráði við Piu: Kenna öðrum um að skugga hafi verið varpað á fullveldishátíðina

Steingrímur sendi út tilkynningu í samráði við Piu: Kenna öðrum um að skugga hafi verið varpað á fullveldishátíðina

·

„Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin,“ segir í tilkynningu Steingríms J. Sigfússonar sem Pia Kjærsgaard upplýsti fyrirfram um að von væri á.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

·

Frá 2010 til 2015 greiddu eigendur útgerðarfyrirtækja sér samtals um 54,3 milljarða í arð. Um leið runnu að meðaltali 15,8 prósent auðlindarentunnar í sjávarútvegi til ríkisins í formi veiðigjalda.

„Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að verða lögmæt í okkar samfélagi“

„Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að verða lögmæt í okkar samfélagi“

·

Forsætisráðherra vék að mikilvægi fjölbreytni og jafnréttis í hátíðarræðu sinni. Steingrímur J. Sigfússon sagði að það væri Alþingi „mikill heiður“ að hafa Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana, viðstadda en Helga Vala Helgadóttir gekk út af fundi þegar Pia tók til máls.

Bjarni um ákvörðun Pírata: Yfirlæti og dónaskapur gagnvart dönsku þjóðinni

Bjarni um ákvörðun Pírata: Yfirlæti og dónaskapur gagnvart dönsku þjóðinni

·

„Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum.“

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·

Maður sem opnaði sig um tálmun „ruglaðrar konu“ sætir lögreglurannsókn vegna meintra brota gegn henni. Sýslumaður sagði móðurina hafa „brotið skyldur sínar“ með „tilhæfulausum ásökunum“.

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·

Þórdís K. R. Gylfadóttir tekur ekki undir sjónarmið um að með hvalveiðum sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Ríkisstjórnin sætir harðri gagnrýni erlendis eftir dráp Hvals hf. á fágætri skepnu, en föðurbróðir fjármálaráðherra gegnir stjórnarformennsku í fyrirtækinu.