Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Varaði barnaverndaryfirvöld við bróður sínum áður en dætur hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot

Varaði barnaverndaryfirvöld við bróður sínum áður en dætur hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot

·

Systir manns, sem er grunaður um að hafa misnotað dætur sínar, tilkynnti hann til barnaverndaryfirvalda, en fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera fyrr en kominn væri upp rökstuddur grunur um að hann hefði brotið gegn þeim. Í mörg ár hefur fjölskyldan setið hjá, full vanmáttar og vonað það besta en óttast það versta. Nú hafa tvær dætur hans kært hann fyrir kynferðisofbeldi, en fyrir er hann dæmdur fyrir brot gegn elstu dóttur sinni.

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

·

Kvikmyndaskóli Íslands hefur gjörbreytt landslaginu í íslenskri kvikmyndagerð, enda hika nemendur ekki við að greiða rándýr skólagjöldin til að láta drauma sína rætast. Ungar konur sem hafa farið í gegnum leiklistarnámið segja hins vegar frá markaleysi og óviðeigandi samskiptum við kennara, aðgerðarleysi stjórnenda og karllægum kúltúr þar sem nemendum var kennt að brjóst selja.

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum

·

Barnavernd á Íslandi logar í átökum. Barnaverndarnefndir kvarta undan dónalegum samskiptum og óeðlilegum inngripum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Fyrrverandi forstöðukona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað annað eins og samstarfið við Braga.

Frásagnir íslenskra kvenna af nauðgun, kynferðislegri áreitni og mismunun í heimi leiklistar

Frásagnir íslenskra kvenna af nauðgun, kynferðislegri áreitni og mismunun í heimi leiklistar

·

Flestar konur í sviðslistum og kvikmyndagerð á Íslandi verða fyrir áreitni á ferlinum, segir í yfirlýsingu frá þeim. Með fylgja 62 dæmi um það sem þær hafa þurft að þola. Þar segja þær frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kynbundna mismunun.

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“

·

Guðrún Kjartansdóttir var barn að aldri þegar faðir hennar misnotaði hana. Nýlega var hann færður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa brotið gegn þriðju dóttur sinni. Guðrún hefur alltaf haft áhyggjur af systkinum sínum, reynt að fylgjast með og höfða til samvisku föður síns, en furðar sig á því af hverju dæmdir barnaníðingar fái að halda heimili með börnum. Hún stígur fram með móður sinni, Katrínu Magnúsdóttur, í von um að stjórnvöld endurskoði misbresti í kerfinu svo betur sé hægt að vernda börn.

Frásagnir 137 íslenskra stjórnmálakvenna af misrétti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni

Frásagnir 137 íslenskra stjórnmálakvenna af misrétti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni

·

Við birtum 137 dæmi um áreitni og misrétti sem íslenskar íslenskar stjórnmálakonur hafa upplifað. Atvikin eru allt frá niðurlægjandi ummælum yfir í alvarleg kynferðisbrot. Gerendurnir eru allt frá embættismönnum og þingmönnum yfir í hæst settu stjórnmálamennina.

Vertu karl

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Vertu karl

·

Karlinn sem kemst alltaf aftur til valda og aðferðirnar sem hann beitir í stjórnmálum.

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

·

Dómsmálaráðuneytið fer meðvitað á svig við ákvæði upplýsingalaga og mun ekki afgreiða 29 daga gamla upplýsingabeiðni um embættisfærslur ráðherra fyrr en eftir helgi.

Óvinir valdsins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir valdsins

·

Ósannindum hefur verið beitt til að bregðast við umfjöllunum sem benda á ósannar fullyrðingar kjörins fulltrúa um viðskipti hans samhliða þingmennsku.

Loksins vitum við

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Loksins vitum við

·

Nú er komið í ljós að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk verðmætar upplýsingar sem kjörinn fulltrúi og forðaði síðan miklum fjármunum frá bankahruninu.

Fólki kemur ekki við hvort það verður virkjað

Fólki kemur ekki við hvort það verður virkjað

·

Maðurinn sem hefur selt vatnsréttindi vegna virkjunar í Hvalá, Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði, er ósáttur við fólk að sunnan í leit að athygli sem er á móti virkjuninni. „Þeim kemur þetta ekkert við,“ segir hann. Stundin heimsótti Pétur við enda vegarins í Ófeigsfirði.

Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt

Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt

·

Þegar Bjarni Benediktsson var formaður allsherjarnefndar Alþingis hótuðu sjálfstæðismenn að hindra eða tempra réttarbætur fyrir þolendur kynferðisbrota ef stjórnarandstaðan félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig flokkurinn hefur dregið lappirnar í málaflokknum.

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

·

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, greindi í gær frá því að hann væri gerandi í kynferðisbrotamálum. Hann útskýrir hvað hann átti við, hvað hann gerði og hvernig sektarkenndin helltist yfir hann í kjölfarið. Nú tekur hann óttalaus á móti afleiðingunum. „Það er liður í því að axla ábyrgð á sjálfum sér að vera ekki hræddur við afleiðingar eigin gjörða.“

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið

·

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tengist meðmælanda Roberts Downey, en hann skipaði sama fótboltalið og Halldór Einarsson auk þess sem þeir unnu saman. Meirihluti nefndarinnar gekk út af fundi um málsmeðferðina án þess að kynna sér gögn sem lögð voru fram á fundinum, meðal annars um meðmælendur Roberts. Í lok fundarins lýsti formaður Pírata yfir vantrausti á Brynjar.

Þegar Bjarni ætlaði að hafa lífshamingjuna að leiðarljósi

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar Bjarni ætlaði að hafa lífshamingjuna að leiðarljósi

·

„Hvernig forsætisráðherra yrði ég?“ spurði Bjarni Benediktsson fyrir kosningar, sá sem hlustaði á hjarta þjóðarinnar og hefði það að leiðarljósi að auka lífshamingju fólks. Samt er heilbrigðiskerfið fjársvelt, peninga skortir í úrræði sem eiga að grípa ungt fólk og andlegri heilsu þess hrakar.

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“

·

Emma var tíu ára gömul þegar bankað var upp á og henni tilkynnt að faðir hennar hefði verið handtekinn. Næstu árin sat hann í fangelsi en eftir sat hún, uppfull af skömm og sektarkennd sem var ekki hennar. Á meðan hún glímdi við umtal og dóma samfélagsins, þar sem fólk hringdi heim til hennar til að níðast á fjölskyldunni og kennari í menntaskóla kallaði hana aðeins föðurnafninu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð manneskja.