Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna

Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna

·

Kona, sem á börn með manni sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku, hefur verið óvinnufær í tvær vikur, eða allt frá því að Landsréttur frestaði öllum málum sem voru þar á dagskrá. Þar átti að taka málið fyrir daginn eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu setti millidómstigið í uppnám, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir brotaþola og aðstandendur þeirra.

Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

·

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir er fallin frá. Hennar verður minnst með þakklæti fyrir hugrekki, þrautseigju og baráttuvilja.

Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“

Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“

·

Þær eru níu að verða tíu, nema Guðbjörg sem er tíu ára í dag. Afmælisdeginum var fagnað með loftslagsverkfalli á Austurvelli, þar sem þær vinkonur héldu ræður gegn loftslagsbreytingum. Á hverjum föstudegi flykkjast börnin niður í bæ þar sem þau syngja: „Við erum bara börn og framtíð okkar skiptir máli,“ um leið og þau krefjast aðgerða. Stundin ræddi við börn á vettvangi.

Í landi tækifæranna

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Í landi tækifæranna

·

Við höfum heyrt sögur þeirra sem lifa á lægstu launum á Íslandi, þeirra sem sinna ræstingum og starfa á hótelum. Það hvernig ræstitæknir hrökklaðist inn í ræstikompuna með samlokuna sína í hádegismatnum. Þessar sögur endurspeglar vanvirðinguna sem þetta fólk mætir gjarna í íslensku samfélagi. Hér hefur verið byggt upp samfélag þar sem fólk í fullu starfi flýr af leigumarkaði í iðnaðarhúsnæði og börn sitja föst í fátækt, á meðan skattkerfið þjónar hinum ríkustu, sem auka tekjur sínar hraðar en allir aðrir.

Hvernig þaggað var niður í þolendum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Hvernig þaggað var niður í þolendum

·

Það sem við lærðum af biskupsmálinu er þetta: Konurnar voru taldar ótrúverðugar, vegið var að andlegri heilsu þeirra og ásetningurinn sagður annarlegur. Þeir sem tóku afstöðu voru kallaðir ofstækisfólk og málið var þaggað niður. Hljómar kunnulega? Þessi málflutningur hefur verið endurtekinn í hverju málinu á fætur öðru, nú síðast átti að afskrifa frásagnir sjö kvenna með því að dóttir mannsins væri geðveik.

Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana

Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana

·

Læknar töldu útilokað að börnin gætu lifað meðgönguna af eftir að vatnið fór á sautjándu viku, en þeir þekktu ekki baráttuanda Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Þegar hún heyrði að eitt prósent líkur væru á að hægt væri að bjarga börnunum ákvað hún að leggja allt í sölurnar til að sigrast á hinu ómögulega. Þar með upphófst þrekraun Þórdísar Elvu sem lá hreyfingarlaus fyrir í 77 daga og oft var lífi hennar ógnað. En ávöxturinn var ríkulegur, því í dag eiga þau hjónin tvíbura.

Alvöru menn

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·

Ef framganga kjörinna fulltrúa samræmist ekki siðferðislegum gildum okkar, stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og varpað var fram í samtali þingmanna á hótelbarnum á Klaustri: Viljum við vera föst í þessu ofbeldisfulla hjónabandi?

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“

·

Agnes Bára Aradóttir var ein tólf kvenna sem sökuðu sama mann fyrir kynferðisbrot. Í tvígang hefur nauðgunarkæru á hendur honum verið vísað frá. Sjálfur segist hann ekki vera neinn engill. Hún birti nú skjáskot af skýrslutöku yfir manninum, þar sem lögregla spyr meðal annars að því af hverju hann hafi haldið áfram þrátt fyrir ítrekaða neitun hennar.

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·

„Hæ, ... ég er níu ára. Þegar ég var lítil var ég misnotuð af pabba mínum,“ segir í dagbókarfærslu ungrar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kynferðislegri misnotkun föður síns. Engu að síður var hún neydd til umgengni við hann. Í kjölfarið braut hann líka á yngri systur hennar. Gögn sýna að stúlkurnar vildu ekki umgangast föður sinn og frásagnir af kynferðisofbeldi bárust margoft til yfirvalda. Málið var aldrei meðhöndlað sem barnaverndarmál.

Réttur reiðra karla

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·

Svívirðingarnar dynja á konum sem sýna reiði. Skilaboðin eru skýr, ekki reiðast, umfram allt ekki tjá þá reiði. En stundum er reiði rökrétt viðbragð við ranglæti og drifkraftur breytinga.

„Þvílík gleðisprengjubomba“

„Þvílík gleðisprengjubomba“

·

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fagnaði 35 ára afmælinu með sérstökum tónleikum, og lét þar með gamlan draum rætast.

Þess vegna ljúkum við lögbanninu

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Þess vegna ljúkum við lögbanninu

·

Bæði lögfræðilegar og siðferðislegar ástæður eru til þess að halda áfram greinandi umfjöllun upp úr Glitnisgögnunum.

Konan í myndbandinu stígur fram: „Ég er þessi kona“

Konan í myndbandinu stígur fram: „Ég er þessi kona“

·

Sigrún Sif Jóelsdóttir hlýddi á tólf ókunnuga karla lesa upp frásögn hennar af ofbeldi. Í gegnum viðbrögð þeirra speglaði hún sjálfa sig og sögu sína með allt öðrum hætti en áður. Loksins fékk hún viðurkenninguna sem hún vissi ekki að hún þráði og staðfestingu á því að það mátti enginn koma svona fram við hana.

Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans

Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans

·

Sverrir Örn Sverrisson lést 26 ára gamall, um sólarhring eftir að eftirlit með honum var lækkað með þeim tilmælum að hann ætti sjálfur að láta vita ef líðanin versnaði, jafnvel þótt hann lýsti leiðum til sjálfsvígs inni á deildinni. Tíu dögum áður hafði annar ungur maður framið sjálfsvíg á geðdeild, en spítalinn varaði við umfjöllun um málið. „Við héldum að hann væri kominn á öruggan stað,“ segja bræður hans, sem greina frá því sem gerðist.

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·

Ingi Rafn Ragnarsson, sonur hins látna, segir að það hafi reynst fjölskyldunni erfitt að sitja undir rógburði um föður sinn í sveitinni. Börn hans hafi sjálf mátt þola sinn skerf af persónuárásum í kjölfar réttarhaldanna.

Af því að við erum best

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Af því að við erum best

·

Sjálfsmynd þjóðar sem lætur selja sér hugmyndina um að Ísland sé best í heimi.