Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Ákvað að mæta nauðgara sínum

Ákvað að mæta nauðgara sínum

·

Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir á að baki langa sögu af ofbeldi, en hún var fyrst beitt kynferðisofbeldi í æsku og hefur síðan lent í ýmsu sem hún hefur þurft að vinna úr. Samhliða þeirri vinnu hefur hún hlotið viðurkenningar Stígamóta fyrir baráttu sína gegn ofbeldi. Sem kona komin á fimmtugsaldur taldi hún að nú væri þessi tími að baki, að ofbeldið tilheyrði fortíðinni. Þar til henni var nauðgað á ný, inni á heimili sínu nú í vor. Í þetta sinn brást hún öðruvísi við en áður og ákvað að mæta nauðgara sínum.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·

Ragnar Lýðsson var fæddur og uppalinn að Gýgjarhóli í Biskupstungum, á staðnum þar sem hann lést eftir árás bróður síns. Börn Ragnars lýsa því hvernig þeim varð smám saman ljóst að föðurbróðir þeirra hefði ráðist að föður þeirra með svo hrottalegum hætti, hvernig hvert áfallið tók við af öðru eftir því sem rannsókn málsins miðaði fram. „Þetta voru svo mikil svik.“ Þau segja frá því hvernig griðastaður þeirra varð skyndilega vettvangur martraðar, áhrifum þess á fjölskylduna og baráttunni fyrir réttlæti.

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna

·

Landsréttur dæmid Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp á bróður sínum að Gýgjarhóli II. Ingi Rafn Ragnarsson, sonur hins látna, segir dóminn vera létti fyrir alla fjölskylduna. Í dómsorði segir að árásin hafi verið svo ofsafengin að Vali hljóti að hafa verið ljóst að bani hlytist af henni.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·

Einu sinni höfðu flestir íbúar í miðbænum útsýni yfir hafið. Þar til Skuggahverfið reis á árunum fyrir hrun, háhýsaþyrping með lúxusíbúðum við sjóinn, sem skyggði á útsýnið fyrir alla nema þá sem gátu greitt fyrir það. Þannig varð Skuggahverfið táknmynd vaxandi ójöfnuðar og stéttskiptingar í íslensku samfélagi.

Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna

Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna

·

Kona, sem á börn með manni sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku, hefur verið óvinnufær í tvær vikur, eða allt frá því að Landsréttur frestaði öllum málum sem voru þar á dagskrá. Þar átti að taka málið fyrir daginn eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu setti millidómstigið í uppnám, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir brotaþola og aðstandendur þeirra.

Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

·

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir er fallin frá. Hennar verður minnst með þakklæti fyrir hugrekki, þrautseigju og baráttuvilja.

Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“

Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“

·

Þær eru níu að verða tíu, nema Guðbjörg sem er tíu ára í dag. Afmælisdeginum var fagnað með loftslagsverkfalli á Austurvelli, þar sem þær vinkonur héldu ræður gegn loftslagsbreytingum. Á hverjum föstudegi flykkjast börnin niður í bæ þar sem þau syngja: „Við erum bara börn og framtíð okkar skiptir máli,“ um leið og þau krefjast aðgerða. Stundin ræddi við börn á vettvangi.

Í landi tækifæranna

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Í landi tækifæranna

·

Við höfum heyrt sögur þeirra sem lifa á lægstu launum á Íslandi, þeirra sem sinna ræstingum og starfa á hótelum. Það hvernig ræstitæknir hrökklaðist inn í ræstikompuna með samlokuna sína í hádegismatnum. Þessar sögur endurspeglar vanvirðinguna sem þetta fólk mætir gjarna í íslensku samfélagi. Hér hefur verið byggt upp samfélag þar sem fólk í fullu starfi flýr af leigumarkaði í iðnaðarhúsnæði og börn sitja föst í fátækt, á meðan skattkerfið þjónar hinum ríkustu, sem auka tekjur sínar hraðar en allir aðrir.

Hvernig þaggað var niður í þolendum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Hvernig þaggað var niður í þolendum

·

Það sem við lærðum af biskupsmálinu er þetta: Konurnar voru taldar ótrúverðugar, vegið var að andlegri heilsu þeirra og ásetningurinn sagður annarlegur. Þeir sem tóku afstöðu voru kallaðir ofstækisfólk og málið var þaggað niður. Hljómar kunnulega? Þessi málflutningur hefur verið endurtekinn í hverju málinu á fætur öðru, nú síðast átti að afskrifa frásagnir sjö kvenna með því að dóttir mannsins væri geðveik.

Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana

Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana

·

Læknar töldu útilokað að börnin gætu lifað meðgönguna af eftir að vatnið fór á sautjándu viku, en þeir þekktu ekki baráttuanda Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Þegar hún heyrði að eitt prósent líkur væru á að hægt væri að bjarga börnunum ákvað hún að leggja allt í sölurnar til að sigrast á hinu ómögulega. Þar með upphófst þrekraun Þórdísar Elvu sem lá hreyfingarlaus fyrir í 77 daga og oft var lífi hennar ógnað. En ávöxturinn var ríkulegur, því í dag eiga þau hjónin tvíbura.

Alvöru menn

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·

Ef framganga kjörinna fulltrúa samræmist ekki siðferðislegum gildum okkar, stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og varpað var fram í samtali þingmanna á hótelbarnum á Klaustri: Viljum við vera föst í þessu ofbeldisfulla hjónabandi?

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“

·

Agnes Bára Aradóttir var ein tólf kvenna sem sökuðu sama mann fyrir kynferðisbrot. Í tvígang hefur nauðgunarkæru á hendur honum verið vísað frá. Sjálfur segist hann ekki vera neinn engill. Hún birti nú skjáskot af skýrslutöku yfir manninum, þar sem lögregla spyr meðal annars að því af hverju hann hafi haldið áfram þrátt fyrir ítrekaða neitun hennar.

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·

„Hæ, ... ég er níu ára. Þegar ég var lítil var ég misnotuð af pabba mínum,“ segir í dagbókarfærslu ungrar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kynferðislegri misnotkun föður síns. Engu að síður var hún neydd til umgengni við hann. Í kjölfarið braut hann líka á yngri systur hennar. Gögn sýna að stúlkurnar vildu ekki umgangast föður sinn og frásagnir af kynferðisofbeldi bárust margoft til yfirvalda. Málið var aldrei meðhöndlað sem barnaverndarmál.

Réttur reiðra karla

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·

Svívirðingarnar dynja á konum sem sýna reiði. Skilaboðin eru skýr, ekki reiðast, umfram allt ekki tjá þá reiði. En stundum er reiði rökrétt viðbragð við ranglæti og drifkraftur breytinga.