Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·

Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·

Aldurhnignir bræður í Valfells-fjölskyldunni eiga í deilum um stjórnun fjölskyldufyrirtækis sem á tveggja milljarða eignir. Annar bróðirinn, Sveinn Valfells, stefndi syni sínum út af yfirráðum yfir þessum eignum og hefur sonurinn tekið afstöðu með bróður hans.

Gloppa í lögunum minnkar refsingu Lárusar um eitt ár

Gloppa í lögunum minnkar refsingu Lárusar um eitt ár

·

Lárus Welding hafði fyllt upp í refsirammann í efnahagsbrotamálum og var ekki gerð fangelsisrefsing í einu máli. Svo var hann sýknaður í máli sem hann hafði verið dæmdur fyrir og þá er ekki hægt að endurskoða refsileysi hans í hinu málinu.

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·

Bjarni Benediktsson vill ekki svara spurningum um hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Faðir Bjarna er ennþá stór hluthafi í tveimur stórum rekstrarfélögum í ferða- og ræstingaþjónustu.

Enginn veit hvort fimm eldislaxar sluppu eða nærri fimm þúsund

Enginn veit hvort fimm eldislaxar sluppu eða nærri fimm þúsund

·

Slysasleppingin hjá Arnarlaxi í Tálknafirði í sumar undirstrikar landlæg vandamál í sjókvíaeldi. Matvælastofnun getur ekki sannreynt upplýsingar um slysasleppingar. Í Noregi er áætlað að þrefalt fleiri eldislaxar sleppi úr sjókvíum en þeir villtu laxar sem synda upp í norskar ár.

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Ævintýralegri eigendasögu Skúla Mogensen á WOW air lauk í byrjun nóvember þegar botn komst loks í næstu skref framtíðar flugfélagsins. Á síðustu sjö árum hefur Skúli verið eitt helsta andlit ferðamannalandsins, farið mikinn í fjölmiðlum og verið með stór plön um heimsyfirráð WOW air.

Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur

Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur

·

Tveir sérfræðingar í skattamálum segja mögulegt að skuldayfirfærsla Bjarna Benediktssonar sé gjöf í skilningi skattalaga. Bjarni losnaði við 67 milljóna kúlulán þegar félag föður hans, sem Bjarni stýrði, yfirtók persónulega skuld hans.

Forstjóri Icelandair vill ekki svara spurningum um framtíð WOW air

Forstjóri Icelandair vill ekki svara spurningum um framtíð WOW air

·

Framtíð flugfélagsins WOW air er óljós þó uppkaup Icelandair á flugfélaginu séu kynnt þannig að félagið verði áfram til. Kaupin bar brátt að og virðast hafa verið neyðarúrræði eftir að björgunaraðgerðir Skúla Mogensen gengu ekki upp. Icelandair verst svara um yfirtökuna.

„Ég lít ekki á Macchiarini sem vondan mann“

„Ég lít ekki á Macchiarini sem vondan mann“

·

Sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqvist er maðurinn sem kom upp um Macchiarini-hneykslið sem teygir anga sína til Íslands og Landspítalans. Hann hefur nú gefið út bók um málið eftir að sjónvarpsþættir hans um plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins vöktu heimsathygli. Lindqvist segir að enn séu lausir angar í plastbarkamálinu.

Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð

Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð

·

Starfsmaður sænsku stofnunarinnar Institutet mot mutor, sem vinnur gegn spillingu, svarar spurningum um regluverkið í Svíþjóð sem snýr að aðkomu þingmanna að viðskiptalífinu. Sænskur þingmaður gæti ekki stundað viðskipti eins og Bjarni Benediktsson gerði á Íslandi án þess að þverbrjóta þessar reglur.

Katrín: Nýjar upp­lýsingar úr Glitnis­skjölunum hafa engin áhrif á stjórnarsamstarfið

Katrín: Nýjar upp­lýsingar úr Glitnis­skjölunum hafa engin áhrif á stjórnarsamstarfið

·

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki við hæfi að þingmenn séu stórtækir í viðskiptum samhliða þingmennsku og að viðskipti í skattaskjólum grafi undan lýðræðissamfélögum. Viðhorf hennar til stjórnmálasamstarfsins við Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn er óbreytt.

Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar

Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar

·

Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.

Fréttin sem ekki var sögð: Benedikt Jóhannesson kemur fyrir í Glitnisskjölunum

Fréttin sem ekki var sögð: Benedikt Jóhannesson kemur fyrir í Glitnisskjölunum

·

Nafn Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur fyrir á lánaskjali frá Glitni vegna lána til fjárfestingar í BNT ehf., móðurfélagi N1. Þar segir að til hafi staðið að lána honum 40 milljónir til hlutabréfakaupa í móðurfélagi N1. Benedikt segist ekki hafa fengið lánið en að hann hafi fjárfest í BNT ehf.

Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjar­fjölskyldan Íslands­banka

Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjar­fjölskyldan Íslands­banka

·

Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.

Forsætisráðherra mun svara spurningum um viðskipti Bjarna

Forsætisráðherra mun svara spurningum um viðskipti Bjarna

·

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar sem opinberast í Glitnisskjölunum.

Matvælastofnun hefur ekki veitt upplýsingar um slysasleppingar hjá Arnarlaxi

Matvælastofnun hefur ekki veitt upplýsingar um slysasleppingar hjá Arnarlaxi

·

Arnarlax sendi Matvælastofnun upplýsingar um slysasleppingar hjá fyrirtækinu í júlí. Matvælastofnun hefur ekki viljað veita upplýsingar um slysasleppingarnar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Fimm göt komu á eldiskví í Tálknafirði með þeim afleiðingum að eldisfiskar komust út í náttúruna.