Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Stjórnarformaður Arnarlax segir að laxadauðinn sé vissulega áhyggjuefni en að gert sé ráð fyrir afföllum í áætlunum fyrirtækisins. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um umfang laxadauðans hjá fyrirtækinu.

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Eldislax hefur drepist hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda. Umhverfisstofnun staðfestir vitneskju um málið og óskaði svara frá Arnarlaxi eftir að hafa fengið ábendingu um það. Arnarlax hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um málið síðustu þrjá daga. Eftirlitsstarf Arnarlax tekið til skoðunar.

Rannsaka kaup Samherja og fyrri eigenda Sigurplasts á útsendingartíma á Hringbraut

Rannsaka kaup Samherja og fyrri eigenda Sigurplasts á útsendingartíma á Hringbraut

Fjölmiðlanefnd hefur hafið athugun á kostuðu sjónvarpsefni á Hringbraut. Hagsmunaðilar keyptu útsendingartíma fyrir einhliða umfjöllun.

Sveitarfélagið Skagafjörður fjármagnar víkingasafn í 30 ár fyrir óþekkta fjárfesta

Sveitarfélagið Skagafjörður fjármagnar víkingasafn í 30 ár fyrir óþekkta fjárfesta

Opnað verður sýndarveruleikasafn með víkingaþema á Sauðárkróki. Fjárfestar munu eiga 90 prósent í því á móti 10 prósenta hlut sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sveitarfélagið fjármagnar safnið hins vegar að stóru leyti, meðal annars með framkvæmdum við safnið, endurgjaldslausum afnotum af því og með því að greiða fyrir tvö stöðugildi starfsmanna.

Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast

Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast

Arðgreiðslubann var sett á einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í ráðherratíð Kristjáns Þór Júlíussonar. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að fyrst muni reyna á arðgreiðslubannið í ársreikningum einkarekinna heilsugæslustöðva fyrir 2017. Læknavaktin er undanskilin arðgreiðslubanninu þó að þjónustan sem veitt þar sem heimilislækna- og heilsugæsluþjónusta öðrum þræði.

Á 25 ára gamalli slóð höfuðpaurs fugla- og eggjasmygls á Norðurlandi

Á 25 ára gamalli slóð höfuðpaurs fugla- og eggjasmygls á Norðurlandi

Er samhengi í eggja- og fuglasmyglsmálum á Norðurlandi? Tveir menn hafa verið teknir við eggja- og fuglasmygl með 25 ára millibli. Báðir eru þeir búsettir á Húsavík í dag og þykir ólíklegt að þeir hafi verið einir að verki. Tollstjóri verst frétta af eggjasmyglmáli sem kom upp í fyrra.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Stundin fékk upplýsingar um endurgreiðslur til þingmanna í Svíþjóð sem var synjað um á Íslandi. Sá sænski þingmaður sem keyrir mest á eigin bíl er rétt rúmlega hálfdrættingur ökuhæsta íslenska þingmannsins. Íslenskur þingmaður fær þrisvar sinnum hærri greiðslur en sænskur þingmaður fyrir hvern ekinn kílómetra.

Gat myndaðist á eldiskví hjá Arnarlaxi: Leynd ríkir um starfslok skipstjóra

Gat myndaðist á eldiskví hjá Arnarlaxi: Leynd ríkir um starfslok skipstjóra

Í september í fyrra myndaðist gat á eldiskví hjá Arnarlaxi á Vestfjörðum. Skipstjóra hjá Arnarlaxi var sagt upp störfum í kjölfarið. Mannleg mistök ollu gatinu. Framkvæmdastjóri Arnarlax segir ekkert annað tilfelli um gat á eldiskví hafa komið upp í rekstrinum í fyrra.

Hvernig eigendur leigufélaga GAMMA og  Heimavalla ætla að græða á 3500 heimilum

Hvernig eigendur leigufélaga GAMMA og Heimavalla ætla að græða á 3500 heimilum

Þeir sögulegu atburðir eiga sér stað að tvö leigufélög í eigu fjárfesta verða skráð á markað á Íslandi. Óljóst hvort hluthafar Heimavalla og Almenna leigufélags GAMMA eru skammtíma- eða langtímafjárfestar. Möguleiki á skjótfengnum gróða á leiguíbúðum eftir fáheyrt góðæri á íslenska fasteignamarkaðnum.

Eggjasmyglari bíður eftir löggunni: Keypti hluta smyglvarnings í búð

Eggjasmyglari bíður eftir löggunni: Keypti hluta smyglvarnings í búð

Maður sem var tekinn með egg úr friðuðum fuglum í Norrænu í fyrra hefur ekkert heyrt í löggunni.

Eyþór tengdur einum stærsta hagsmunaaðilanum í byggingarframkvæmdum í Reykjavík

Eyþór tengdur einum stærsta hagsmunaaðilanum í byggingarframkvæmdum í Reykjavík

Fósturfaðir eiginkonu Eyþórs Arnalds, og viðskiptafélagi hans til margra ára, er varamaður í stjórn eins stærsta verktakafyrirtækisins í Reykjavík, Þingvangs. Þingvangur byggir hundruð íbúða víða um Reykjavík og eitt stærsta nýja hverfi borgarinnar í Laugarnesinu. Maðurinn heitir Hörður Jónsson og sonur hans, Pálmar Harðarson, er eigandi og framkvæmdastjóri Þingvangs.

Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin

Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin

Steingrímur J. Sigfússon vill ekki skella skuldinni fyrir lítilli upplýsingagjöf um akstursgjöld þingmanna á skrifstofu Alþingis. Miðað við svar Steingríms þá er það forseti Alþingis og forsætisnefnd sem hafa markað upplýsingastefnu Alþingis í gegnum tíðina. Svör skrifstofu Alþingis við spurningum Stundarinnar um akstursgjöldin í fyrra löttu þingmenn frá því að veita blaðinu upplýsingar.

„Við metum það sem svo að  engar líkur séu á slysasleppingum“

„Við metum það sem svo að engar líkur séu á slysasleppingum“

Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, stendur við það mat fyrirtækisins að engir eldislaxar hafi sloppið úr kvíum fyrirtækisins þrátt fyrir myndirnar sem birtar hafa verið af þeim. Segir götin of lítil, veður of kalt og að götin hafi verið of ofarlega á kvínni.

Eldiskvíin sem sökk að hluta í Tálknafirði: Arnarlax rannsakar hvað gerðist

Eldiskvíin sem sökk að hluta í Tálknafirði: Arnarlax rannsakar hvað gerðist

Stjórnarformaður Arnarlax segir að laxeldisfyrirtækið hafi sent flotrörið sem brotnaði í eldiskví í Tálknafirði utan til rannsóknar. Segir engan grun um slysasleppingar á eldislaxi. Málið sýnir meðal annars hversu eftirlit og samband laxeldisfyrirtækja við ríkisstofnanir er vanþróað á Íslandi.

Arnarlax biðst afsökunar út af slysinu í Tálknafirði

Arnarlax biðst afsökunar út af slysinu í Tálknafirði

Arnarlax hefur sent Umhverfisstofnun afsökunarbeiðni vegna þess að fyrirtækið tilkynnti ekki stofnuninni um það þegar laxeldiskví fyrirtækisins sökk að hluta til í sæ fyrr í mánuðinum eftir að flotholt á henni brotnaði. Um 50 þúsund laxar drápust við flutninginn yfir í nýja kví.

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Laxeldiskví með um 500 tonnum af eldislaxi sökk í Tálkafirði. Hluti laxanna drapst því flytja þurfti fiskinn yfir í aðra kví. Arnarlax segir engan eldislax hafi sloppið úr kvínni. Krísufundur um málið hjá Arnarlaxi.