Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Yfirvöld á Íslandi, og í nokkrum öðrum löndum, eru sögð aðstoða yfirvöld í Namibíu við að hafa uppi á eignum Namibíumannanna í Samherjamálinu. Fjármálaráðherra Namibíu, Carl Schwettlein, segir erfitt að haldleggja eignir í öðrum löndum.

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær fjárhagslegan stuðning frá sama sjóði í Bandaríkjunum og Edward Snowden og Chelsea Manning. Wikileaks er einn af stofnendum sjóðsins og segir ritstjóri síðunnar, Kristinn Hrafnsson, að Jóhannes sé í „þröngri stöðu“.

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Samherjaskjölin

Deilur Samherja og viðskiptafélaga þeirra í Namibíu um togarann Heinaste eru í hnút. Samherji segir líklegt að togarinn verði ekki seldur úr landi heldur leigður út. Íslenska útgerðin er föst í Namibíu í bili, gegn eigin vilja.

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur í gegnum tíðina ekki viljað skilgreina samband sitt og Þorsteins Más Baldvinssonar sem samband vina. Hæfi hans til að taka ákvarðanir sem með einum eða öðrum hætti snerta Samherja kunna að byggjast á þessari skilgreiningu.

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, ráðgerði að greiða sér 75 milljóna króna arð af hlutabréfum sínum í Arnarlaxi árin 2018 og 2019. Kjartan leiðir uppbyggingu stærsta laxeldisfyrirtækis landsins fyrir hönd norskra eigenda þess, aðallega laxeldisrisans Salmar AS.

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Samherjaskjölin

Yfirlýsingar ríkissaksóknarans í Namibíu, Oliva Martha Iwalva, um Samherjamálið í Namibíu segja allt aðra sögu en yfirlýsingar starfandi forstjóra Samherja. Björgólfs Jóhannssonar. Saksóknarinn lýsti meintum brotum namibísku ráðamannanna sex sem sitja í gæsluvarðhaldi og þátttöku Samherja í þeim fyrir dómi.

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans

Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi ráðherra, segir að hann skammist sín fyrir að hafa ekki séð í gegnum þann blekkingarleik sem einkavæðing Búnaðarbankans var á sínum tíma. Með orðum sínum á Finnur við meinta aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhausers að viðskiptunum sem reyndust vera fals.

Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar

Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar

Fyrrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins, Matthías Imsland, er einn af eftirstandi 12 umsækjendum um yfirmannsstarf hjá Vinnumálastofnun. Stjórn sjóðsins er skipuð af Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra og er stjórnarformaðurinn fyrrverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans

Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans

Ævisaga Halldórs Ásgrímssonar, eins umdeildasta stjórnmálaleiðtoga Íslands á seinni hluta 20. aldar og byrjun þeirra 21., var kostuð af fjölskyldu hans og vinum. Höfundurinn Guðjón Friðriksson segir að hann hafi notið fulls frelsis við ritun bókarinnar. Bókin er ekki mjög gagnrýnin á pólitískan feril Halldórs.

Ráðherra vill afnema bann við sjókvíaeldi í nágrenni vissra laxveiðiáa

Ráðherra vill afnema bann við sjókvíaeldi í nágrenni vissra laxveiðiáa

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill að regla um fimm kílómetra fjarlægðarmörk sjókvía með eldislöxum frá vissum laxveiðiám verði afnumin. Opnar á aukið laxeldi í Ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Samherjaskjölin

Samherji heldur áfram að gagnrýna fjölmiðla sem fjallað hafa um Namibíumálið. Björgólfur Jóhannsson ýjar að því að samsæri eigi sér stað gegn Samherja sem snúist um að valda félaginu skaða. Forstjórinn segir að lyktir málsins verði líkega þau sömu og í Seðlabankamálinu þrátt fyrir að sex einstaklingar hafi nú þegar verið ákærðir í Namibíu.

Sannleikur og vitneskja Björgólfs um Samherjamálið

Sannleikur og vitneskja Björgólfs um Samherjamálið

Samherjaskjölin

Margs konar rangfærslur koma fram í máli Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, um Samherjamálið í Namibíu í viðtali sem hann veitti norska blaðinu Dagens Næringsliv um miðjan desember. Stundin fór yfir viðtalið við Björgólf og kannaði sanngildi staðhæfinga hans.

Samherji í viðskiptum við stjórnir Hugos Chavez og Fidels Castro

Samherji í viðskiptum við stjórnir Hugos Chavez og Fidels Castro

Samherjaskjölin

Samherji hagnaðist töluvert á að selja sósíalísku einræðisstjórnum Hugos Chavez í Venesúlela og Fidels Castro á Kúbu togara á yfirverði og leigja hann aftur.

Afríkuútgerð Samherja átti að greiða 30 milljóna skattaskuld þingmanns í Marokkó

Afríkuútgerð Samherja átti að greiða 30 milljóna skattaskuld þingmanns í Marokkó

Samherjaskjölin

Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Afríkuútgerðar Samherja, átti að borga skatta fyrir þingmann sem seldi Samherja kvóta. Samherji hafði keypt kvóta af þingmanninum Cheikh Amar sem útgerðin gat ekki fengið frá ríkisvaldinu fyrr en búið var að gera upp skattaskuld hans.

Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja  vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu

Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu

Samherjaskjölin

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein vinnur fyrir Samherja í deilunni um togarann Heinaste. Samherji neitaði því að lögmannsstofan ynni að öðru en rannsókninni á Samherja. Talsmaður lögmannsstofunnar segir að vinna Wikborg Rein í Heinaste-deilunni tengist „rannsókninni“ á Samherja.

Rússneskt útgerðarfélag hefði „aldrei“ keypt togara af Samherja ef það hefði vitað af mútumálinu í Namibíu

Rússneskt útgerðarfélag hefði „aldrei“ keypt togara af Samherja ef það hefði vitað af mútumálinu í Namibíu

Samherjaskjölin

Rússneskt útgerðarfélag hafði undirritað viljayfirlýsingu um að kaupa togara Samherja í Namibíu á 20 milljónir dollara. Svo kom mútumálið í Namibíu og togarinn var tekinn fyrir meintar ólöglegar veiðar.