Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Samherjaskjölin

Samherji ætlaði sér að opna skrifstofu í Kaupmannahöfn og lét eiginmann forstöðumanns Jónshúss, Hrannar Hólm, sjá um stofnun félagsins. Samherjaskjölin sýna millifærslur til félagsins frá Kýpur. Félagið á Kýpur tók líka við peningum frá Namibíu og millifærði fé í skattaskjól.

Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“

Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“

Samherjaskjölin

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í febrúar að Samherji væri ekki „skattfælið“ fyrirtæki. Í Samherjaskölunum koma hins vegar fram upplýsingar um stórfellda notkun útgerðarfélagsins á skattaskjólum hátt í áratug.

Spilling í skjóli einræðis SWAPO-flokksins

Spilling í skjóli einræðis SWAPO-flokksins

Samherjaskjölin

Stjórnmálaflokkurinn SWAPO hefur alltaf fengið meirihluta í þingkosningum í landinu frá því landið fékk sjálfstæði 1990. Þeir sem Samherji greiðir mútur koma úr SWAPO-flokknum.

Leyndin um Afríkuveiðar Samherja

Leyndin um Afríkuveiðar Samherja

Samherjaskjölin

Samherji hefur alltaf reynt að fara hljótt með þá staðreynd að fyrirtækið stundar veiðar í Afríku og var lítið rætt um það miðað við umfang veiða þeirra. Um 1/3 af tekjum Samherja kom frá Afríkuútgerðinni Kötlu Seafood og virðist Samherji ekki hafa getað hugsað sér að yfirgefa Afríku eftir sölu hennar.

Samherji sendi 640 milljóna króna „peningaflæði“ í skattaskjólið Máritíus

Samherji sendi 640 milljóna króna „peningaflæði“ í skattaskjólið Máritíus

Samherjaskjölin

Samherji stofnaði eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus sem tók við þóknunum frá fyrirtækjum útgerðarfélagsins í Namibíu sem námu 5 prósentum af heildartekjum félagsins í Namibíu.

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Samherjaskjölin

Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir voru sektuð fyrir brot á skilaskyldu laga um gjaldeyrismál sem tóku gildi eftir bankahrunið. Sektirnar voru endurgreiddar fyrr á þessu ári vegna mistaka sem gerð voru við brot á setningu laga um gjaldeyrismál. Gögnin í Samherjamálinu sýna frekari millifærslur til þeirra frá félagi Samherja á Kýpur.

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Samherjaskjölin

Bankayfirlit Samherja og tengdra félaga í DNB NOR bankanum sýna millifærslur til ýmissa félaga í skattaskjólum. Meðal annars félagsins Hartly Business Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum og óljóst er hver á.

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Samherjaskjölin

Á Íslandi hefur aldrei reynt á lagaákvæðið sem gerir mútugreiðslur í öðrum löndum refsiverðar. Forsvarsmaður stofnunar í Svíþjóð sem berst gegn spillingu segir það ábyrgðarhluta að flytja ekki út spillingu.

Samherjasjóðurinn hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið borgar í mútur

Samherjasjóðurinn hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið borgar í mútur

Samherjaskjölin

Samherji hefur gefið myndarlega til góðgerðar- og líknarmála í Eyjafirði í gegnum Samherjasjóðinn. Þær gjafir samsvara hins vegar aðeins um helmingi af mútugreiðslum.

Una empresa pesquera de Islandia pago sobornos en Namibia donde los españoles  han sido los reyes de la pesca

Una empresa pesquera de Islandia pago sobornos en Namibia donde los españoles han sido los reyes de la pesca

Samherjaskjölin

La empresa pesquera más grande de Islandia ha pagado más de 70 miliones de dólares en sobornos a politicos y empleados oficiales de Namibia. Dos de los políticos se han dimitido después de las noticias de los sobornos.

Sagður hafa fyrirskipað mútugreiðslur: „Það eru lygar“

Sagður hafa fyrirskipað mútugreiðslur: „Það eru lygar“

Samherjaskjölin

Fyrrverandi starfsmaður Samherja, Jóhannes Stefánsson, segir að Aðalsteinn Helgason hafi gefið honum fyrirmæli um að greiða sjávarútvegsráðherra Namibíu mútur. Aðalsteinn neitar að svara fyrir mútugreiðslurnar því hann sé orðinn gamall maður, en hann hætti að vinna fyrir þremur árum. Ráðherrann sagði af sér í dag vegna málsins.

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Samherjaskjölin

„Ég skulda þér ekki nein svör um eitt eða neitt,“ segir Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi Samherja, aðspurður um mútugreiðslur fyrirtækisins í Namibíu.

Samherji reyndi að fá forsetann til að lobbía fyrir veiðum þar sem gert var ráð fyrir mútugreiðslum

Samherji reyndi að fá forsetann til að lobbía fyrir veiðum þar sem gert var ráð fyrir mútugreiðslum

Samherjaskjölin

Forsvarsmenn Samherja funduðu með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, til að biðja hann um að styðja við starfsemi félagsins í Marokkó árið 2010. Samherji gerði ráð fyrir mútugreiðslum í starfsemi sinni í Marokkó.

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherjaskjölin

Félag Samherja á Kýpur, sem á endanum er stærsta miðstöð mútugreiðslna félagsins erlendis, er óbeinn lánveitandi hlutabréfa Eyþórs Arnalds í Morgunblaðinu. Samherji hefur nú þegar afskrifað stóran hluta af undirliggjandi láninu til félags borgarfulltrúans.

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280  milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Samherjaskjölin

Jóhannes Stefánsson stýrði aldrei bankareikningum Samherjafélaga á Kýpur sem greitt hafa hálfan milljarða króna í mútur til Tundavala Investments í Dubaí. Meira hefur verið greitt í mútur eftir að hann hætti en þegar hann vann hjá Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson kennir Jóhannesi alfarið um mútugreiðslurnar.

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Samherjaskjölin

Íslendingar styrktu Namibíu um 1,6 milljarða króna með þróunaraðstoð í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands á árunum 1990 til 2010. Tæplega helmingur fjárins, 672 milljónir, fór í uppbyggingu á sjómannaskóla til að hjálpa Namibíumönnum að stunda útgerð. Aðstoð Íslendinga í sjávarútvegi var sögð „kraftaverk“, en í kjölfarið kom Samherji og greiddi hærri upphæð í mútur í landinu.