Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·

Kviku gert að greiða tæplega 150 milljónir til ríkisins vegna vangoldinna skatta og gjalda.

Arnarlax lofar bót og betrun út af níu strokulöxum

Arnarlax lofar bót og betrun út af níu strokulöxum

·

Níu af ellefu eldislöxum sem veiddust í íslenskum ám og Hafrannsóknastofnun upprunagreindi koma frá Arnarlaxi. Stjórnarformaður Arnarlax harmar slysasleppingarnar. Leigutakar laxveiðiáa á Norðurlandi þar sem tveir eldislaxar veiddust segja niðurstöðuna slæma.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags

·

Fyrirtæki Baltasars Kormáks, GN Studios ehf., hefur fengið ítrekaða fresti til að greiða Kviku og Vátryggingafélagi Íslands 300 milljóna króna skuld út af eignakaupum í Gufunesi. Baltasar segist bíða eftir deiliskipulagi fyrir Gufunessvæðið til að endurfjármagna lánin með hagstæðari hætti.

Jón Ásgeir verður ekki dæmdur fyrir neitt út af bankahruninu

Jón Ásgeir verður ekki dæmdur fyrir neitt út af bankahruninu

·

Jón Ásgeir Jóhannesson var kærður til ákæruvaldsins í nokkrum sambærilegum málum þar sem hann beitti sér sem lykileigandi til að fá starfsmenn Glitnis til að gera það sem hann vildi. Þrátt fyrir þetta sleppur hann með dóm eða dóma út af hruninu en fjölmargir starfsmenn Glitnis hafa verið dæmdir í fangelsi.

Veittu vildarviðskiptavinum 60  milljarða lán með tölvupóstum

Veittu vildarviðskiptavinum 60 milljarða lán með tölvupóstum

·

Glitnir veitti vildarviðskiptavinum sínum mikið magn hárra peningamarkaðslána án þess að skrifað væri undir samning um þau. Bankinn skoðaði riftanir á uppgreiðslu fjölmargra slíkra lána í aðdraganda og í kjölfar hrunsins. Sá einstaklingur sem greiddi mest upp af slíkum lánum var Einar Sveinsson.

Guðbjörg í Ísfélaginu orðin einn stærsti hluthafi og lánveitandi einkarekins heilbrigðisfyrirtækis

Guðbjörg í Ísfélaginu orðin einn stærsti hluthafi og lánveitandi einkarekins heilbrigðisfyrirtækis

·

Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Eyjum, er orðin eigandi tæplega þriðjungs hlutafjár í einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Evu Consortium. Félag Guðbjargar er auk þess einn stærsti lánveitandi Evu og veitti því 100 milljóna króna lán í fyrra.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði

Þingmaður keypti íbúð á undirverði

·

Helgi Hjörvar, þáverandi alþingismaður, keypti íbúð við Bergstaðastræti á 10 milljónir króna um mitt ár 2015, um þriðjung af markaðsvirði. Hann veðsetti íbúðina fyrir nær tvöfalt kaupverð hennar. Rekur íbúðina nú sem leiguíbúð í gegnum Airbnb.

Róbert Wessmann hélt líka kastala  í Frakklandi eftir skuldauppgjörið

Róbert Wessmann hélt líka kastala í Frakklandi eftir skuldauppgjörið

·

Róbert Wessmann hefur átt kastala í Frakklandi í 13 ár. Framleiðir vín við kastalann í dag.

Hefja aftur sakamálarannsókn á Macchiarini út af „íslenska sjúklingnum“

Hefja aftur sakamálarannsókn á Macchiarini út af „íslenska sjúklingnum“

·

Ákæruvaldið í Svíþjóð rannsakar nú aftur hvort Paulo Macchiarini hafi brotið lög og gerst sekur um refsiverða háttsemi þegar hann græddi plastbarka í Andemariam Beyene.

Hafró að ljúka greiningu  á uppruna  níu eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum

Hafró að ljúka greiningu á uppruna níu eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum

·

Hafrannsóknastofnun erfðagreinir níu eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og veiðst í ferskvatni. Engir eldislaxar merktir þrátt fyrir að lög kveði á um það.

Samhengi orða er dýrt

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Samhengi orða er dýrt

·

Sænsku astma- og ofnæmissamtökin sendu frá sér fréttatilkynningu í mars sem vakti nokkra athygli í Svíþjóð og var fjallað um hana  í mörgum fjölmiðlum.  Samtökin töldu að sena í kvikmyndinni Tårtgeneralen – Brauðtertukóngurinn á íslensku – væri niðurlægjandi og lítilækkandi fyrir fólk með astma, ofnæmi og eða viðkvæmt þefskyn.  Myndin er sannsöguleg og fjallar um það hvernig maður...

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn

·

Umboðsmaður skuldara segir að einstaklingar fái yfirleitt aðeins skuldaeftirgjöf ef gildar ástæður eins og mikil veikindi eru fyrir hendi eða ef kröfuhafa þyki fullljóst að hann fái kröfur sínar ekki greiddar. Engin af ástæðunum átti við um skuldaeftirgjöf til Róberts Wessmann, sem meðal annars hefur keypt sér 3 milljarða íbúð eftir skuldaaðlögun sína.

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

·

Tölvupóstur frá Samherja, sem sendur var fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar, til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sýnir hvernig það var Jón Ásgeir sem reyndi að setja saman fjárfestahópinn í Stím. Lárus Welding var dæmdur í fimm ára fangelsi í málinu en Jón Ásgeir sagði fyrir dómi að hann hefði ekkert komið að viðskiptunum.

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·

Sjálfsskuldaraábyrgðir Árna Harðarssonar, skattalögfræðings og aðstoðarforstjóra Alvogen, voru einnig undir í skuldauppgjöri Róberts Wessmann og tengdra félaga við Glitni. Bankinn mat eignarhlut Róberts Wessmann í Actavis sem „smávægilegan“ og langt undir 10 prósentum.

Arnarlax vill ekki svara spurningum um eldislaxana sem veiddust í Arnarfirði

Arnarlax vill ekki svara spurningum um eldislaxana sem veiddust í Arnarfirði

·

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir að málaferli komi í veg fyrir að hann geti tjáð sig um eldislax sem veiddist í Fífustaðadalsá í Arnarfirði.

Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka

Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka

·

Embætti sérstaks saksóknara rannsakaði að minnsta kosti þrjú mál þar sem aðkoma Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að fjárútlátum úr Glitni var lykilatriði. Hann var hins vegar bara ákærður í einu þessara mála og hefur nú verið sýknaður í því á tveimur dómstigum.