Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·

Foreldrar Adríans Breka, sjö ára drengs með SMA, þurftu að pressa stíft á að hann fengið Spinraza. Hann er nú annað tveggja barna sem hefur hafið meðferð. Hvort meðferðin beri árangur á eftir að koma í ljós, því það tekur tíma að byggja upp vöðva. Fyrstu mánuðurnir lofa þó góðu. Hann þreytist ekki alveg jafn fljótt, og virðist eiga auðveldara með að fara í skó og klæða sig.

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·

Í lok síðasta árs hófu tvö íslensk börn notkun á Spinraza, fyrsta lyfinu sem nýtist gegn taugahrörnunarsjúkdómnum SMA. Fleiri fá ekki lyfið, því þau eru eldri en 18 ára. Íslensk stjórnvöld fylgja Norðurlöndunum í þeirri ákvörðun og líta framhjá því að lyfið hafi verið samþykkt fyrir alla aldurshópa víða um heim og að árangur af notkun þess geti verið töfrum líkastur, fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn

·

Öll umræða um þungunarrof er nátengd hugmyndum fólks um móðureðlið – hvernig konur eigi að vera og hvaða tilfinningar þær eigi að bera í brjósti. Þrjú þemu eru áberandi í orðræðunni: Góðar mæður sem vilja ganga með og eiga börn sín, slæmar mæður sem hafna börnum sínum og eyða þeim og saklaus fóstur sem eru persónugerð og kölluð börn, því sem næst frá getnaði.

Hönnun sem viðfang safnara

Hönnun sem viðfang safnara

·

Verk 28 norrænna hönnuða og hönnunarteyma sem einkennast af tilraunum og leik má nú virða fyrir sér á sýningunni Núna norrænt í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sýningarstjórar íslenska hluta sýningarinnar segja áberandi að hönnuðir leiti nú nýrra leiða og aðferða í framleiðslu og sköpun.

Af ástarlífi tjalda og annarra fugla

Af ástarlífi tjalda og annarra fugla

·

Það þarf ekki annað en að líta upp í himin, út á haf, upp í tré, niður í fjöru eða út í móa, til að átta sig á því að það er ást í loftinu. Úti um allar grundir eru fuglar og flestir í ástarhug. Ef vel er að gáð eru fuglaskoðarar líka skammt undan, sem rétt eins og fuglarnir sjálfir verða ölvaðir af náttúruást á þessum árstíma.

Skúffaðir sokkar

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Skúffaðir sokkar

·

Margir hafa sterkar skoðanir á því hvernig aðrir ganga um stöku sokkana í lífi sínu.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur

·

Alls 24 börn frá Pakistan, Írak, Albaníu, Afganistan, Kosovo, Moldavíu, Túnis og Nígeríu eru um þessar mundir við nám í grunnskólum Reykjavíkur, meðan þau bíða þess að yfirvöld komist að niðurstöðu um hvort þau fái að setjast hér að. Sérdeild fyrir börn hælisleitenda verður opnuð í Háaleitisskóla á næstu haustönn.

Handskrifaði uppskriftabækur fyrir dætur sínar

Handskrifaði uppskriftabækur fyrir dætur sínar

·

Sagnfræðingurinn og matgæðingurinn Sólveig Ólafsdóttir var fimmtán ára þegar mamma hennar lést. Með henni allar hennar ómótstæðilegu uppskriftir sem hún geymdi í höfði sér. Síðan þá hefur Sólveig sjálf leitast við að skrifa niður uppskriftirnar sem verða til í hennar höfði og hugleiðingar þeim tengdar.

„Hundarnir eru mínir heilsuþjálfar og sálfræðingar“

„Hundarnir eru mínir heilsuþjálfar og sálfræðingar“

·

Bróðurpartinn af lífi sínu hefur Edda Janette Sigurðsson verið með hund sér við hlið og hún getur varla ímyndað sér lífið án eins slíks. Hún var tvítug þegar hún eignaðist sinn fyrsta og í dag, um sextugt, er hún með sex hunda á heimilinu á öllum aldri.

Skólafélagarnir berjast áfram fyrir Zainab þrátt fyrir synjun kærunefndar

Skólafélagarnir berjast áfram fyrir Zainab þrátt fyrir synjun kærunefndar

·

Kærunefnd útlendingamála hafnar því að Shahnaz Safari og börn hennar, Zainab og Amil, fái efnislega meðferð á hælisumsókn sinni hér á landi. Nefndin hefur einnig hafnað beiðni um frestun réttaráhrifa, sem þýðir að fjölskyldan fær ekki að dvelja á Íslandi meðan málið fer fyrir dóm. Skólafélagar Zainab í Hagaskóla undirbúa nú næstu skref í baráttunni fyrir skólasystur sína.

Greinilegur sálrænn þáttur í grindargliðnun

Greinilegur sálrænn þáttur í grindargliðnun

·

Eftir því sem íslenskar konur eru lokaðri tilfinningalega er líklegra að þær þjáist af grindargliðnun á meðgöngu. Þetta var eitt af því sem doktorsrannsókn Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðings leiddi í ljós. Hún segir samspil erfiðra upplifana í æsku og líkamlegra einkenna vanmetið.

„Er hjónabandið ekki Kitchenaid-hrærivél?“

„Er hjónabandið ekki Kitchenaid-hrærivél?“

·

Að mati myndlistarmannsins Almars S. Atlasonar – Almars í kassanum – er ekkert svo alvarlegt eða sorglegt að ekki megi grínast svolítið með það. Almar opnar sína fyrstu einkasýningu, Búskipti, í menningarrýminu Midpunkt í Kópavogi á laugardaginn.

Undir áhrifum kvenna sem láta drauma sína rætast

Undir áhrifum kvenna sem láta drauma sína rætast

·

Ný lína Hildar Yeoman, The Wanderer, er tileinkuð sex mánaða dóttur hennar, Draumeyju Þulu, og innblásin af sterkum konum sem hún er umkringd og eiga það sameiginlegt að láta drauma sína rætast. Í línunni mætast tveir heimar, Ísland og Bandaríkin, þaðan sem Hildur er ættuð.

Björt framtíð veltur á breyttri karlmennsku

Björt framtíð veltur á breyttri karlmennsku

·

Karlmenn, hvar sem er í heiminum, verða að losa sig við þá tilfinningu að það sé þeirra hlutverk að vernda konur. Þetta segir keníski stjórnendaráðgjafinn Pauline Muchina sem bendir á að verndinni fylgi oft kúgun, stjórnun og aðrir drottnunartilburðir.

Segja kerfið taka þátt í ofbeldi

Segja kerfið taka þátt í ofbeldi

·

Tugir kvenna standa að stofnun nýs félags sem ber nafnið Íslandsdeildin gegn ofbeldi. Því er meðal annars ætlað að styðja konur sem standa í forsjár- eða umgengnismálum við ofbeldismenn. Konurnar segja kerfið taka þátt í ofbeldinu með því að líta ítrekað framhjá gögnum sem gefa vísbendingar um alvarlegt ofbeldi.

Umkringdur stjörnum í vinnunni

Umkringdur stjörnum í vinnunni

·

Sigurður Heimir Kolbeinsson hefur undirbúið tónleika margra stórstjarna.