Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

Vinátta, gleði og samstaða

Vinátta, gleði og samstaða

·

Fyrir þrjátíu árum ákvað foreldrafélag Fossvogsskóla að bjóða leikfimi fyrir foreldra í leikfimisal skólans tvisvar í viku. Mömmurnar tóku hugmyndinni fagnandi. Nú eru ungarnir löngu flognir úr hreiðrinu, mömmurnar orðnar ömmur og sumar langömmur. En eitt hefur ekki breyst – þær eru ennþá Leikfimisystur.

Ég er ekki með sjúkdóm

Ég er ekki með sjúkdóm

·

Um sex þúsund Íslendingar eru fæddir með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þar af leiðandi intersex, þó að margir þeirra gangist ekki við þeirri skilgreiningu. Ein þeirra sem gengst stolt við skilgreiningunni er Bríet Finnsdóttir. Hún hefur frá barnæsku lagt sig fram við að kenna öðrum hvað það þýðir að vera intersex.

Gróðurhús verður Zen-garður

Gróðurhús verður Zen-garður

·

Gróðurhúsinu við Norræna húsið verður umbreytt í friðsælan Zen-garð að japanskri fyrirmynd meðan á Hönnunarmars stendur. Það eru Helga Kjerúlf og Halla Hákonardóttir sem standa að baki innsetningunni ásamt Thomasi Pausz hönnuði.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“

·

Hagaskóli hefur stöðvað tímabundið undirskriftasöfnun nemenda til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari sem yfirvöld hyggjast senda úr landi ásamt fjölskyldu hennar, eftir kvörtun frá tveimur foreldrum. Aðrir foreldrar hafa lýst óánægju með það og telja inngripið gefa slæm skilaboð um tjáningarfrelsi og lýðræði.

Tvær konur í níu manna verkefnishópi um kvikmyndamál

Tvær konur í níu manna verkefnishópi um kvikmyndamál

·

Aðeins tvær konur eru níu manna hópi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gildir til ársins 2030. Stjórn Wift, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, setur spurningamerki við hvernig valið var í hópinn og telja að gengið sé gegn jafnréttisstefnu stjórnvalda.

Skólafélagar og kennarar berjast fyrir Zainab

Skólafélagar og kennarar berjast fyrir Zainab

·

Það var tilfinningaþrungin stund í Hagaskóla í gær, þegar Zainab Safari, fjórtán ára stelpa frá Afganistan, lýsti lífi sínu fyrir skólafélögum sínum og kennurum. Réttindaráð Hagaskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er mótmælt harðlega að vísa eigi Zainab, móður hennar og litla bróður, úr landi.

Við þráum frið og öryggi

Við þráum frið og öryggi

·

Shahnaz Safari og börnin hennar tvö, Zainab og Amil, verða að óbreyttu send aftur til Grikklands, þar sem þeirra bíður líf á götunni. Verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verður von fólks eins og þeirra, um líf og framtíð á Íslandi, enn daufari en áður.

Stendur í forræðisdeilu við dæmdan barnaníðing

Stendur í forræðisdeilu við dæmdan barnaníðing

·

Kona sem á tvö börn með dæmdum barnaníðingi hefur beðið í 8 mánuði eftir niðurstöðu í forsjármáli sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands. Börnin eru 8 og 10 ára og þekkja ekki föður sinn. Þrátt fyrir það hefur hann sameiginlega forsjá með móðurinni.

Vill ekki sjá launahækkanir

Vill ekki sjá launahækkanir

·

Borghildur Vilhjálmsdóttir vill að ríkisstjórnin hækki persónuafslátt og byggi íbúðir.

Eflist við hvert einasta ferðalag

Eflist við hvert einasta ferðalag

·

Helstu aukaverkanir þess að ferðast ein eru meira sjálfstraust, sjálfsöryggi og aukin ákveðni í daglegu lífi. Þetta segir ferðalangurinn Bryndís Alexandersdóttir. Hún segir fátt jafnast á við að komast yfir hindranir án þess að treysta á einhvern annan en sjálfan sig. Hér gefur Bryndís lesendum sem hafa hug á að ferðast einir tíu ráð.

Líf í afneitun er eins og að klippa af sér vængina

Líf í afneitun er eins og að klippa af sér vængina

·

Sama dag og kvikmyndin Arctic var frumsýnd, þar sem María Thelma Smáradóttir fer með aðalhlutverk á móti danska stórleikaranum Mads Mikkelsen, var einleikurinn Velkomin heim, sem segir sögu formæðra hennar, frumsýndur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Líf á götunni bíður þeirra í Grikklandi

Líf á götunni bíður þeirra í Grikklandi

·

Á síðustu misserum hefur hælisumsóknum einstaklinga sem þegar höfðu fengið vernd í öðru ríki fjölgað til muna. Í upphafi ársins 2019 voru jafnmargar umsóknir af því tagi í vinnslu hjá Útlendingastofnun og voru afgreiddar allt árið 2018. Fjórir ungir menn, sem hafa fengið vernd í Grikklandi, eru í sívaxandi hópi þeirra sem óska eftir hæli hér. Þeir segja ekkert nema götuna bíða þeirra í Grikklandi.

Fer í mál við Facebook

Fer í mál við Facebook

·

Í undirbúningi er málsókn listakonunnar Borghildar Indriðadóttur á hendur Facebook, með aðstoð alþjóðlegu samtakanna Freemuse sem berjast fyrir frelsi kvenna í listum. Facebook eyddi öllum vinum Borghildar, aðeins tveimur dögum áður en hún frumsýndi verk sitt á Listahátíð í Reykjavík síðastliðið sumar.

Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·

Sævar Sigurgeirsson hugleiðir að skrifa sína fyrstu skáldsögu í verkjalyfjamóki.

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·

Ef til vill getur verið gott að nota abstrakt myndmál og hugsun til að ná utan um þá flóknu tíma sem við lifum á. Það segir Marta María Jónsdóttir sem sýnir teiknuð málverk sín í Sverrissal Hafnarborgar. Verkin sýna heim sem er á mörkum þess að myndast og eyðast.

Kærleikshlaðið og litríkt mataræði

Kærleikshlaðið og litríkt mataræði

·

Það er frelsandi að gerast vegan, því þannig má borða eins mikið af kærleikshlöðnum og litríkum mat og maður getur í sig látið án þess að fá samviskubit af nokkru tagi. Það segir Guðrún Sóley Gestsdóttir og kennir fimm auðveld skref að markmiðinu.