Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Kæru konu til landlæknis, vegna vanrækslu, mistaka og ótilhlýðilegrar framkomu þerapistans Kjartans Pálmasonar, var vísað frá á þeim grundvelli að hann beri ekki lögverndað starfsheiti. Hann falli af þeim sökum ekki undir verksvið embættisins. Margar konur kvörtuðu undan framkomu mannsins til fyrrum vinnuveitenda sem brugðust seint við. Formenn fagfélaga sálfræðinga og félagsráðgjafa lýsa yfir áhyggjum vegna starfa þeirra sem veita aðstoð vegna persónulegra vandamála og jafnvel sálrænna kvilla, en hafa ekki formlega menntun til að styðjast við.

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Hamingjan

Í Marrakesh í Marokkó býr Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir ásamt eiginmanni og fjórum ungum dætrum. Hjónin eiga áhugaverða sögu saman en þau giftu sig áður en þau byrjuðu að vera saman. Áður en Birta flutti til Marokkó hafði hún reynt ýmislegt til að fylla í „tómið í brjóstinu“. Henni tókst það á endanum með því að taka nýja trú og gerast múslimi.

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að sumir þegnar þess séu gúgúgaga, sem er þá ekkert svo gúgúgaga. Þetta segir handboltagoðsögnin, heimspekingurinn og sagnamaðurinn Ólafur Stefánsson. Hann streitist á móti því að festast í hlaupahjóli hamstursins, nýtur óvissunnar sem lífið að lokinni atvinnumennsku hefur verið og leitar ævintýrin og þversagnir uppi. Hann óskar öðrum þess að taka lífinu ekki of alvarlega og vera þess í stað vakandi fyrir töfrum og leyndardómum lífsins.

Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni

Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni

Kærunefnd útlendingamála hefur samþykkt umsókn um frestun réttaráhrifa í máli Razia Abassi og Ali Ahmadi, átján og nítján ára nýbakaðra foreldra frá Afganistan sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í frestuninni felst að þeim er heimilt að dvelja hér á landi þar til að mál þeirra fer fyrir dóm. Verjandi hjónanna segir að mál verði höfðað á næstu dögum.

Of pólsk fyrir Ísland og of íslensk fyrir Pólland

Of pólsk fyrir Ísland og of íslensk fyrir Pólland

Upp til hópa eru Íslendingar skeytingarlausir í garð Pólverja og telja þá ekki hafa neitt áhugavert eða mikilvægt til málanna að leggja. Þetta segir pólski listamaðurinn Wiola Ujazdowska. Hún segir opinberar listastofnanir bregðast því hlutverki að hlúa að grasrót fjölbreyttra listamanna og gefa þeim rödd í samfélaginu sem þeir tilheyra, ekki síður en listamenn með íslenskrar rætur.

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Razia Abassi og Ali Ahmadi, átján og nítján ára nýbakaðir foreldrar frá Afganistan, fá ekki að setjast að á Íslandi. Þau eignuðust sitt fyrsta barn á Landspítalanum í Reykjavík annan í jólum. Þau dreymir um að geta veitt nýfæddri dóttur sinni skjól og öryggi sem þau kannast sjálf ekki við, en þau hafa verið á flótta síðan þau voru þrettán og fjórtán ára.

„Hamingjugaldurinn ku vera sá, að holuna skal fylla innan frá“

„Hamingjugaldurinn ku vera sá, að holuna skal fylla innan frá“

Hamingjan

Fyrir nokkrum árum rakst Héðinn Unnsteinsson á heilbrigðisreglur sem ein formæðra hans, Sigríður Jónsdóttir, hafði sett saman í aðdraganda flutninga sinna til Vesturheims. Fundurinn kom Héðni skemmtilega á óvart enda hefur hann í gegnum tíðina sjálfur notað hnitmiðuð orð og setningar, jafnvel ort kvæði, til að skilja og reyna að fanga hamingjuna. Hann á bæði heiðurinn af geðorðunum tíu sem margir hafa á ísskápnum og lífsorðunum fjórtán sem voru hans bjargráð á erfiðum tímum.

Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum

Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum

Afganska parinu, átján og nítján ára gömlum, sem fyrr í desember var synjað um efnislega meðferð á Íslandi, fæddist í gær lítil stúlka á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Litla fjölskyldan dvelur nú í húsnæði ætluðu hælisleitendum í Reykjanesbæ. Almenningur leggur fjölskyldunni lið með því að safna fyrir það nauðsynjum.

Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra

Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra

Þegar Andra Snæ Magnasyni rithöfundi datt í hug að nota sögur fjölskyldu sinnar í bók, sem átti að breyta skynjun lesenda á tímanum sjálfum, kom aldrei annað til greina en að saga ömmu hans yrði í forgrunni. Fjölskyldan sjálf efaðist um þá hugmynd, eins og kom fram í kaffispjalli á heimili ömmunnar, Huldu Guðrúnar, í Hlaðbænum á dögunum.

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd

Kærunefnd útlendingamála synjaði fyrr í þessum mánuði ungu afgönsku pari um alþjóðlega vernd á Íslandi, á þeim grundvelli að þau hafi þegar vernd í Grikklandi. Parið á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Rauði krossinn mótmælir harðlega endursendingum til Grikklands.

Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu

Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu

Háskólaráð og rektor Háskóla Íslands eiga að taka afstöðu til þess fyrir jól hvort umdeildur samningur við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á hælisleitendum með tanngreiningu verður endurnýjaður. Frá gildistöku samningsins í lok mars hafa fjórtán beiðnir frá Útlendingastofnun verið afgreiddar.

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni

Mikil gróska er í útgáfu barna- og ungmennabóka um þessar mundir, hvort sem er eftir íslenska eða erlenda höfunda. Í Bókatíðindum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út, kemur fram að rétt tæplega helmingur barnabóka sem koma út nú fyrir jólin eru eftir íslenska höfunda. Eftirfarandi listi, sem tekið skal fram að er langt frá því að vera tæmandi, sýnir nokkur þeirra verka sem gefnar hafa verið út eftir íslenska höfunda sem skrifa fyrir börn eða ungmenni í ár.

Bækur eru hversdagsleg nauðsynjavara

Bækur eru hversdagsleg nauðsynjavara

Samtímis því að Sverrir Norland og Cerise Fontaine eignuðust dótturina Ölmu fæddist hugmyndin um að reka lítið bókaforlag á Íslandi, meðal annars svo þau gætu þýtt á íslensku eftirlætisbarnabækurnar sínar og lesið þær fyrir dóttur sína. Forlagið nefndu þau AM forlag og á vegum þess eru nýkomnar út þrjár bækur eftir Tomi Ungerer.

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Fjöllistahópurinn Gusgus verður 25 ára á næsta ári og fagnar því með því að hóa saman fyrrum meðlimum á borð við Emilíönu Torrini, Högna Egilsson, Stephan Stephensen og marga fleiri á stórtónleikum í Eldborg. Þeir Birgir og Daníel Ágúst, sem sitja nú einir eftir í hópnum, ræða hér ferilinn, átök alpha-hunda, mögulega eftirsjá og galdra raftónlistar, sem geti hreyfi við dýpstu tilfinningum. Í dag gáfu þeir út nýja remix-plötu, Remixes Are More Flexible, pt. I. Hana má hlusta á í viðtalinu.

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

Konur eru teknar alvarlega sem skáld í dag, ólíkt því sem var þegar Soffía Auður Birgisdóttir var að stíga sín fyrstu skref sem bókarýnir fyrir rúmlega þrjátíu árum. Í nýrri bók sem kemur út í tilefni af sextíu ára afmæli Soffíu bregður hún upp fjölbreyttri mynd af konum í íslenskum bókmenntum.

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Fólkið sem fékk að vera

Nær fimm ár eru frá því að sýrlenski tannlæknirinn Lina Ashouri kom til landsins ásamt sonum sínum sem flóttamaður. Frá fyrsta degi var hún staðráðin í að vinna ekki við annað en tannlækningar hér, fagið sem hún hafði unnið við í tuttugu ár áður en hún þurfti að flýja heimaland sitt. Það tók lengri tíma en hún átti von á en ef allt gengur eftir verður hún orðin fullgildur tannlæknir fyrir árslok.