Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
Fólkið í borginni
18
„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Sakaris Emil Joensen flutti til Reykjavíkur frá Færeyjum til að elta drauma sína sem tónlistaframleiðandi.
Úttekt
8181
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
Viðtal
24
Seldi paprikustjörnur til Kína
Draugur upp úr öðrum draug, fyrsta einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttir, stendur yfir í Hverfisgallerí til 13. mars. Helena leikur sér að víddum. Ofurraunveruleg málverk hennar eru stúdíur í hversdagsleika, formgerð, dýpt og flatneskju. Á verkum hennar má finna klassískt íslenskt sælgæti, eitthvað sem margir teygja sig í þegar þeir eru dálítið þunnir, sem er einkennandi fyrir titilveru sýningarinnar.
Viðtal
16462
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
Fólkið í borginni
35133
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
ViðtalDauðans óvissa eykst
9325
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Menning
148
„Markmiðið er að búa til umhverfi þar sem ég get verið að mála“
Halldór Kristjánsson sneri heim úr námi á hápunkti óvissunnar í fyrstu bylgju Covid-19. Hann hefur komið sér fyrir í stúdíóplássi á Nýlendugötu þar sem hann vinnur hörðum höndum að næstu sýningu. Listin hefur alltaf verið æðsta markmið Halldórs, sem segir það vera hápunkt metnaðar síns að geta málað á hverjum degi.
Pistill
26
Hlédís Maren Guðmundsdóttir
Heilsuátakið fór úr böndunum
Í byrjun árs ætlaði hún rétt að léttast aðeins, en heilsuátakið fór úr böndunum.
Viðtal
59382
„Ekkert minni kona þótt þú kjósir að eignast ekki börn“
Fæðingartíðni þjóðarinnar er í frjálsu falli samkvæmt félagsfræðingnum dr. Sunnu Símonardóttur sem hefur rannsakað móðurhlutverkið á Íslandi og beinir nú sjónum að konum sem kjósa að eignast ekki börn. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við tvær íslenskar konur sem lýsa þeirri ákvörðun að eignast ekki börn og viðbrögðunum sem þær hafa fengið.
Viðtal
57545
„Ég var tilraunadýr foreldra minna“
Lilja Cardew ólst upp á óhefðbundnu heimili þar sem sköpunarkrafturinn var í forgrunni og börnin höfðu jafn mikil áhrif á umhverfi sitt og foreldrarnir, voru hvött til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir og afneita neysluhyggju. Fjölskyldan hélt ekki upp á jól eða fermingar, flutti oft og kom sér loks upp heimili í gamalli tómatsósuverksmiðju þar sem allir hafa sitt rými til þess að skapa.
Fréttir
11237
Ástin, tíminn og vinnan
Dr. Ólöf Júlíusdóttir félagsfræðingur lýsir kynjahalla í samfélaginu sem oft er sveipaður dulu ástarinnar, en hún segir kerfið eiga þátt í að viðhalda kynjuðum væntingum og kröfum um framtakssemi og jafnvægi á milli heimilis og vinnumarkaðar.
Fréttir
163573
Telur lagafrumvarp um fæðingarorlof stórt skref í átt að kynjajafnrétti
Doktor Ingólfur V. Gíslason segir lagafrumvarpið framsækið skref í átt að kynjajafnrétti og telur þau líkleg til þess að knýja fram jákvæðar samfélagslegar breytingar.
Viðtal
42638
„Ég hef alltaf verið rosalega hrifinn af bleiku“
Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson er leikskólakennari sem tilheyrir títtrómuðum samfélagshópi hvítra, miðaldra og gagnkynhneigðra karlmanna. Hann hefur gert það að markmiði sínu undanfarin ár að stokka upp í staðalmyndum kynjakerfisins. Hann hefur smám saman farið að ganga í bleikum fötum og bera bleikt naglalakk.
Viðtal
17790
Geðheilbrigði á tímum COVID
Stundin ræddi við Auði Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Hugarafls, um geðheilbrigðismál á tímum annarrar bylgju COVID. Auður segir samfélagið vel geta tekist á við andlegar hliðar vandans í gegnum fjölbreytt, manneskjuleg og valdeflandi úrræði. Hún varar á sama tíma við óhóflegri sjúkdómsvæðingu og lyfjagjöf við eðlilegum tilfinningum sem vakna í kjölfar veirunnar.
Fréttir
29261
Þegar við hættum að trúa á almannavarnir
Niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að ótti við faraldurinn hefur aukist á meðan hlýðni við tilmæli hefur minnkað. Færri trúa hlýðni náungans við tilmæli. Færri trúa á virkni almannavarna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.