Helgi Seljan ræðir forsíðuúttekt Stundarinnar um íslenska leigumarkaðinn við blaðakonurnar Margréti Marteinsdóttur og Ölmu Mjöll Ólafsdóttur sem sökkt hafa sér ofan í það að reyna það sem stjórnvöldum hefur mistekist, að greina og kortleggja falda hluta húsnæðismarkaðarins, en segja í leiðinni sögur af fólkinu sem neyðist til að búa sér þar heimili, oft við erfiðar en líka hættulegar aðstæður. Helgi ræðir líka kosningaumfjöllun Stundarinnar. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður segir frá Kosningaprófi Stundarinnar, sem yfir 10 þúsund manns hafa þegar tekið og ræðir við Aðalstein Kjartansson blaðamann um kappræður oddvita framboðanna sem bjóða fram í Reykjavík fyrir þessar kosningar, sem sýnt verður í beinni á heimasíðu Stundarinnar miðvikudaginn 11. maí klukkan 14.
FréttirBaráttan um Eflingu
12
Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lagðist gegn því að trúnaðarráð félagsins sendi frá sér ályktun, þar sem hópuppsagnir Eflingar voru fordæmdar. Fyrrverandi formaður VR segist hissa á því að formaður VR geti opinberlega stutt formannsframbjóðanda í Eflingu, en ekki gagnrýnt það þegar hún segi upp félagsmönnum hans.
FréttirÓlígarkinn okkar
5
Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky
Þingmaður Pírata hefur krafið utanríkisráðherra um svör við því hvers vegna ráðuneyti hennar flokkar öll samskipti sín við ESB vegna íslenska kjörræðismannsins í Hvíta-Rússlandi sem óformleg. Ráðuneytið neitar að birta gögn og frekari upplýsingar um hátt í þrjátíu símtöl, fyrirspurnir og fundi, sem íslensk stjörnvöld áttu í kjölfar þess að ræðismaðurinn tilkynnti að hann yrði mögulega bannlistaður vegna tengsla við einræðisherrann í Hvíta-Rússlandi.
Á Bakvið Fréttirnar#1
Stórveldi sársaukans
Helgi Seljan ræðir við blaðamenn Stundarinnar um efni nýjasta tölublaðsins. Í forsíðuumfjölluninni er meðal annars sagt frá því að íslenska lyfjafyrirtækið Actavis seldi 32 milljarða taflna, eða þriðjung allra morfínlyfja í Bandaríkjunum 2006 til 2012, á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann.
FréttirSamherjaskjölin
5
Varpar ljósi á Namibíuævintýri íslenskra útgerðarrisa
Þorgeir Pálsson fórnaði sveitarstjórastarfi þegar honum ofbauð sérhagsmunagæsla, hann vitnaði gegn Samherja í Namibíumálinu og vann málaferli gegn Ísfélaginu í Vestmannaeyjum vegna Namibíuævintýris Eyjamanna sem farið hefur leynt.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
VettvangurÚkraínustríðið
Hryllingurinn í sumarbúðunum
Bucha er bær á stærð við Hafnarfjörð. Allt þar til nýlega vissu fáir að hann væri yfir höfuð til. Í dag vekur nafn bæjarins óhug enda, er bærinn einn stór glæpavettvangur. Þó einungis einn af fjölmörgum í landi þar sem verið er að rannsaka 2.000 skráð tilvik stríðsglæpa.
FréttirÓlígarkinn okkar
5
Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hringdu hátt í þrjátíu símtöl í ESB vegna hræðslu Aleksander Moshensky við að sæta viðskiptaþvingunum. Ráðuneytið neitar að afhenda gögn um þessi samskipti. Moshensky sjálfur var eina heimild ráðuneytisins um samband þeirra Lukashenko.
FréttirSamherjaskjölin
2
Mannréttindasamtök skora á Samherja: „Skilið því sem var stolið“
Fulltrúar mannréttindasamtaka innan og utan Namibíu kröfðust þess að Samherji bætti þann skaða sem spillingarmálið í Namibíu hefur valdið. Geri fyrirtækið það ekki sjálft ætti að þrýsta á hagsmunaaðila sem stunda viðskipti.
Fréttir
18
Viðar hafði ekki heimild stjórnar Eflingar fyrir viðskiptunum við Andra
Í lögfræðiáliti Odds Ástráðssonar fyrir stjórn Eflingar kemur fram að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði ekki heimild til að stofna til viðskipta við Andra Sigurðsson fyrir hönd félagsins árið 2019.
FréttirÓlígarkinn okkar
6
Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð
Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, hefur í gegnum lögmenn sína í Bretlandi krafist þess að Stundin fjarlægi greinar um hann.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
FréttirÓlígarkinn okkar
4
Moshensky er verðmætur milliliður útgerðarinnar
Hagsmunir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af því að halda Moshensky utan við refsiaðgerðir hlaupa á milljörðum króna. Gott samband hans við yfirvöld í Hvíta-Rússlandi bjó til hjáleið með íslenskan makríl til Rússlands.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
„Svartur blettur á orðspori Íslands“
Hvít-rússneskur forsetaframbjóðandi, sem sætti pyntingum og margra mánaða varðhaldi í öryggisfangelsi KGB, segir stuðning Íslands við kjörræðismanninn Moshensky, stuðning við Lukashenko. Ísland eigi að senda skýr skilaboð og reka kjörræðismanninn.
FréttirÓlígarkinn okkar
2
„Ísland fjarlægði hann af listanum“
Það er brandari að íslensk stjórnvöld telji Moshensky ekki náinn bandamann Aleksander Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands segir Natalia Kaliada, eitt helsta andlit stjórnarandstöðunnar í landinu.
RannsóknÓlígarkinn okkar
8
Ólígarkinn okkar
Kjörræðismaður Íslands og fiskinnflytjandi í Hvíta-Rússlandi er kallaður „veski“ einræðisherrans Aleksanders Lukashenko. Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd og sögð hafa beitt sér gegn því að ESB beiti hann viðskiptaþvingunum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.