Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
Fréttir

Eft­ir­lits­nefnd gagn­rýn­ir lög­reglu: Verklags­regl­um verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.
Sautján árásarmenn sjást á myndbandsupptöku innan úr Bankastræti Club
Fréttir

Sautján árás­ar­menn sjást á mynd­bands­upp­töku inn­an úr Banka­stræti Club

Upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Lög­regla hef­ur hand­tek­ið tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins.
Hæstiréttur hefur lagt refsilínuna vegna mútubrota
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Hæstirétt­ur hef­ur lagt refsilín­una vegna mútu­brota

Hæstirétt­ur hef­ur tek­ið af all­an vafa um að jafn ólög­legt sé að greiða mút­ur og það er að taka við þeim. Dóm­ur yf­ir starfs­manni Isa­via sýn­ir þetta að sögn hér­aðssak­sókn­ara. Þrjú mútu­mál komu til kasta yf­ir­valda hér á landi á jafn mörg­um ár­um frá 2018. Fram að því hafði tvisvar fall­ið dóm­ur í slíku máli.
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji sagð­ur hafa boð­ið millj­arða króna til að ljúka mál­um í Namib­íu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.
Fyrrverandi forsætisráðherra Namibíu: „Íslensk stjórnvöld ollu okkur vonbrigðum“
ViðtalSamherjaskjölin í 1001 nótt

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Namib­íu: „Ís­lensk stjórn­völd ollu okk­ur von­brigð­um“

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Namib­íu er ósátt­ur við að ís­lensk stjórn­völd hafi ekki boð­ið fram að­stoð sína eft­ir að upp komst um fram­göngu Sam­herja í land­inu. Hann tap­aði for­mannsslag og hætti í póli­tík eft­ir um­deild­ar kosn­ing­ar inn­an flokks­ins, þar sem grun­ur leik­ur á að pen­ing­ar frá Sam­herja hafi ver­ið not­að­ir til að greiða fyr­ir at­kvæði.
Söfnuðu tilboðum í eitt stórt Excel-skjal
FréttirSalan á Íslandsbanka

Söfn­uðu til­boð­um í eitt stórt Excel-skjal

Til­boð­um í hluti rík­is­ins í Ís­lands­banka var safn­að sam­an í Excel-skjöl­um sem síð­an voru sam­ein­uð í eitt stórt skjal hjá Ís­lands­banka. Rík­is­end­ur­skoð­un upp­götv­aði í sum­ar að sum­ar töl­ur í skjal­inu hafi ver­ið rangt skrif­að­ar svo þær reikn­uð­ust ekki með þeg­ar unn­ið var með skjal­ið á sölu­degi.
Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Hæp­in gögn og óljós­ar for­send­ur réðu ferð­inni við einka­væð­ingu Ís­lands­banka

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við flest í einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar rík­is­ins í Ís­lands­banka. Ekki virð­ist hafa ver­ið ástæða til að gefa 4,1 pró­senta af­slátt af mark­aðsvirði bank­ans og vís­bend­ing­ar eru um að til­boð er­lends að­ila hafi þar ráð­ið mestu.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Hvernig höfum við það?
Helgi Seljan
Leiðari

Helgi Seljan

Hvernig höf­um við það?

Þeg­ar við feng­um að vita að ef Sam­herji hefði „lent” í að greiða mút­ur í Namib­íu, væri það Afr­íku­bú­um að kenna.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Væntingar um kolefnisjöfnun seld sem skyndilausn
Úttekt

Vænt­ing­ar um kol­efnis­jöfn­un seld sem skyndi­lausn

Kol­efnis­jöfn­un sem seld er neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um og sögð virka sam­stund­is, ger­ir það alls ekki. Vot­lend­is­sjóð­ur tek­ur sér átta ár að upp­fylla lof­orð­ið en Kol­við­ur hálfa öld. Þess­um stað­reynd­um er þó lít­ið flagg­að og ger­ir full­yrð­ing­ar um að þeg­ar hafi hundruð þús­und tonna af kol­efni ver­ið bund­ið í besta falli hæpn­ar.
Guðlaugur Þór býður í Valhöll: Pólitískt kattardýr lendir á einni löpp
Vettvangur

Guð­laug­ur Þór býð­ur í Val­höll: Póli­tískt katt­ar­dýr lend­ir á einni löpp

Bar­átt­an um for­yst­u­sæt­ið í valda­mesta stjórn­mála­flokki lands­ins er haf­in. Guð­laug­ur Þór til­kynnti um fram­boð­ið í Val­höll, sem and­stæð­ing­um hans fannst allt að því óvið­eig­andi. Stund­in var á staðn­um og tók púls­inn á húll­um­hæ­inu, sem mark­ar upp­haf 7 daga stríðs inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins.
Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
ViðtalMartröðin á Júllanum

Opn­aði sig um Covid-túr og hætti í mót­mæla­skyni

Sjón­varps­við­tal við Arn­ar Gunn­ar Hilm­ars­son, skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS, vakti mikla at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann lýsti þar nöt­ur­legri mán­að­ar­langri sjó­ferð áhafn­ar­inn­ar, veikri af Covid. Arn­ar sagði upp störf­um í mót­mæla­skyni við fram­göngu út­gerð­ar­inn­ar stuttu seinna. Hann seg­ir nýj­ar upp­lýs­ing­ar styrkja sig í þeirri trú að áhöfn­in hafi ver­ið mis­not­uð af út­gerð­inni.
Aukaþingið og Egilsstaðasamþykktin
Helgi Seljan
Leiðari

Helgi Seljan

Auka­þing­ið og Eg­ils­staða­sam­þykkt­in

Hversu mörg þing þarf til að fram­fylgja þjóð­ar­vilja?