Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Myndband
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
Vettvangur
„Það raskar enginn grafarhelgi að gamni sínu“
Uppgröftur á jarðneskum leifum Kristins Hauks Jóhannessonar úr kirkjugarði á Barðaströnd er án fordæma í Íslandssögunni. Fjölmennt lögreglulið tók þátt í aðgerðinni. Stundin var á staðnum ásamt Þórólfi Hilbert Jóhannessyni hálfbróður Kristins Hauks og kvikmyndatökuliði, sem ásamt blaðamönnum Stundarinnar vinna að heimildarmynd um þetta sérstæða mál.
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
Hvítrússenski auðmaðurinn Alexander Moshensky svarar ekki spurningum um félagið Alpha Mar Foundation í skattaskjólnu Seychelles. Samkvæmt gögnum seldi félaganet Moshenskys breskt félag til íslensks samstarfsmanns hans, Karls Konráðssonar sem rekur það frá heimili sínu í Smáíbúðahverfinu. Moshensky kannast ekki við að vera með starfsmann eða eiga félag á Íslandi.
Fréttir
4
Endurvinnslan sökuð um vörusvik og grænþvott
Endurvinnslan hf. hefur í auglýsingum undanfarin ár ítrekað gefið til kynna að glerflöskur séu endurunnar, jafnvel þótt fyrirtækið urði allt gler og hafi gert í áratugi. Fyrirheit um að hefja slíka endurvinnslu í fyrra stóðust ekki, jafnvel þótt ríkið hafi í rúmt ár innheimt sérstakt gjald fyrir gler. Formaður Neytendasamtakanna sakar Endurvinnsluna um vörusvik og grænþvott og Neytendastofa skoðar hvort auglýsingar fyrirtækisins standist lög.
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
FréttirSamherjaskjölin
3
Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra
Utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, er stödd hér á landi í tveggja daga heimsókn. Hún fundar með íslenskum ráðherrum og heimsækir fyrirtæki. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Gylfasdóttur, segir að namibíski ráðherrann hafi ekki viljað aðkomu íslenskra fjölmiðla að heimsókninni.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
1
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited, sem fjármagnað hefur viðskipti hvítrússneska ólígarkans Aleksanders Moshensky komst nýverið í eigu íslendingsins Karls Konráðssonar. Verðið sem Karl greiddi fyrir félagið virðist ekki í neinu samræmi við eignir þess og umsvif, sem virðast einskorðast við að miðla peningum milli aflandsfélags og fyrirtækja Moshensky í Austur-Evrópu. Úkraínsk skattayfirvöld rannsökuðu slík viðskipti.
FréttirÚkraínustríðið
Hergagnaflug fyrir 125 milljónir
Íslensk stjórnvöld hafa frá því í lok febrúar greitt 125 milljónir króna fyrir hergagnaflutning. Stærstur hluti greiðslunnar hefur farið til flugfélagsins Bláfugls. Hluthafi í móðurfélagi þess og hermálafulltrúi Íslands hjá NATO hefur haft milligöngu um viðskiptin. Tvær flugvélar rússneska ríkisins eru skráðar á íslenska loftfaraskrá. Bláfugl leigði vélarnar stuttu fyrir innrásina í Úkraínu en varð að skila þeim vegna viðskiptabanns gegn Rússum.
Viðtal
1
„Við vorum mæðgur - ekki vinkonur“
Elísabet Jökulsdóttir um týpuálag, dagbók móður sinnar og bókina sem hún skrifaði um þær. Bók sem væri lýst sem bók um mæðgur í útlöndum. Á Íslandi verður hún alltaf bókin um Jóhönnu og Elísabetu.
Viðtal
2
Að deyja úr fordómum
Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráherra og eiginkonu hans í mars keypti einbýlishús og 3,2 hektara lóð í Garðabæ á 300 milljónir mánuði síðar. Daginn áður komu nýir eigendur inn í félagið og Jón fór úr eigendahópnum. Konan hans er meðal eigenda og situr hún í stjórn félagsins ásamt syni þeirra og tengdadóttur. Stefnt er að byggingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eigandi reyndi margítrekað að fá að ráðast í sambærilega uppbyggingu en var alltaf hafnað af bænum.
Fréttir
2
Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning
Utanríkisráðuneytið hefur flogið hergögnum til Úkraínu í á annan tug skipta undanfarna mánuði. Ráðuneytið vill ekki gefa upp hversu mörg flugin eru, hver kostnaðurinn sé eða hvað hafi verið flutt. Ráðuneytið telur ekkert óeðlilegt við að embættismaður sé hluthafi í flugfélaginu sem oftast var samið við. Sama félag er sakað um félagsleg undirboð og að brjóta kjarasamninga.
Fréttir
1
Fór í veislu og á fund flokksmanna en hundsaði bæjarstjórn
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sat fund og var gestur í veislu flokksfélaga sinna í Eyjum, á sama tíma og hann hafði afboðað sig á fund með bæjaryfirvöldum. Segir það ekki hluta af kosningabaráttu að gagnrýna meirihlutann og tilkynna um að sýslumaður verði áfram í Eyjum á fundi flokksmanna. Bæjarstjórinn er hissa á ráðherranum en fagnar því ef enn einu sinni hefur tekist hefur að hrinda áformum ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að leggja af embætti sýslumanns í Eyjum.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
Sendiherrar tíu Evrópuþjóða lögðu í síðustu viku til að Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og umsvifamikill fiskinnflytjandi, yrði látinn sæta viðskiptaþvingunum ESB vegna tengsla sinna og stuðnings við einræðisherrann Lukashenko. Ungverjar komu honum til bjargar og vöktu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, mikla reiði Pólverja og Litháa. Kjörræðismaður Ungverjalands er undirmaður Moshensky.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.