Gunnar Hrafn Jónsson

Fína fólkið, barnaníð og samsæri
Fréttir

Fína fólk­ið, barn­aníð og sam­særi

Jef­frey Ep­stein fannst lát­inn í fanga­klefa á dög­un­um og fjöldi sam­særis­kenn­inga er á lofti um dauða hans. Sak­sókn­ar­inn, sem lét hann sleppa með 13 mán­aða dóm ár­ið 2008 fyr­ir að níð­ast á barn­ung­um stúlk­um í árarað­ir, hef­ur sagt af sér sem ráð­herra í rík­is­stjórn Trump. Í kjöl­far and­láts­ins hef­ur FBI gert hús­leit á heim­ili hans og ekki er úti­lok­að að lagt hafi ver­ið hald á gögn sem gefi til­efni til frek­ari rann­sókna, en hátt sett­ir menn liggja und­ir grun.
Eitt Kína, margar mótsagnir
Úttekt

Eitt Kína, marg­ar mót­sagn­ir

Mót­mæl­in í Hong Kong hafa vak­ið heims­at­hygli þar sem mót­mæl­end­ur storka leið­tog­um í stærsta og vold­ug­asta al­ræð­is­ríki heims. Til­efni mót­mæl­anna eru lög sem ótt­ast er að færi stjórn­völd­um í Pekíng meira vald yf­ir dóm­stól­um í Hong Kong. And­óf þar á sér hins veg­ar langa sögu og helsta upp­spretta óánægju í dag er ekki síð­ur efna­hags­leg en póli­tísk að mati margra frétta­skýrenda. Gjá hef­ur mynd­ast á milli þess­ara tveggja þjóða sem búa að nafn­inu til í sama ríki en líta hvor­ir aðra horn­auga.
Atvinnulygarar og apaheilar
Fréttir

At­vinnu­lyg­ar­ar og apa­heil­ar

Gam­all brand­ari seg­ir að besta leið­in til að sjá hvort stjórn­mála­mað­ur sé að ljúga sé að fylgj­ast með vör­um hans. Ef þær hreyf­ist sé stjórn­mála­mað­ur­inn senni­lega að ljúga þá stund­ina.
Klám, sóðaskapur og annað vinsælt skemmtiefni
Fréttir

Klám, sóða­skap­ur og ann­að vin­sælt skemmti­efni

Fyr­ir­tæk­ið sem rek­ur klám­síð­una Porn­hub er risa­vax­ið fyr­ir­bæri sem teyg­ir anga sína um all­an heim og velt­ir millj­örð­um. Í krafti auðæfa og sam­fé­lags­breyt­inga hef­ur það gjör­breytt ásýnd klámiðn­að­ar­ins á skömm­um tíma og get­ið sér gott orð fyr­ir fram­lög til góð­gerð­ar­mála en ekki eru all­ir sam­mála um ágæti þeirr­ar þró­un­ar eða hvað hún kann að kosta.
Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum
Fréttir

Stjórn­mála­menn kynda und­ir hatri á blaða­mönn­um

Fjöl­miðla­frelsi og ör­yggi blaða­manna minnk­ar ár frá ári. For­seti Banda­ríkj­anna kall­ar fjöl­miðla „óvini fólks­ins“. Alls voru 94 fjöl­miðla­menn drepn­ir við störf á síð­asta ári. Ís­land er langt á eft­ir hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar frelsi fjöl­miðla.
Að vera eða vera ekki blaðamaður
Fréttir

Að vera eða vera ekki blaða­mað­ur

Ju­li­an Assange er hugs­an­lega um­deild­asti blaða­mað­ur heims. Meira að segja er deilt um hvort hann sé blaða­mað­ur.
Ungur kjáni á átakasvæði
Gunnar Hrafn Jónsson
Pistill

Gunnar Hrafn Jónsson

Ung­ur kjáni á átaka­svæði

Pen­ing­ana sem Gunn­ar Hrafn Jóns­son fékk í tví­tugsaf­mæl­is­gjöf not­aði hann til þess að kaupa sér flug­miða til Jórdan­íu, for­eldr­um hans til lít­ill­ar ánægju. Af æv­in­týra­hug, for­vitni og ómót­aðri rétt­lætis­kennd var hann stað­ráð­inn í að ferð­ast til lands­ins helga og virða ástand­ið fyr­ir sér með eig­in aug­um.
Engin tveggja ríkja lausn?
Fréttir

Eng­in tveggja ríkja lausn?

All­ar til­raun­ir til að stilla til frið­ar fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs síð­ustu ára­tugi hafa gert ráð fyr­ir stofn­un sjálf­stæðs rík­is Palestínu­manna á Vest­ur­bakk­an­um og Gaza en þær til­raun­ir hafa líka all­ar mistek­ist hrap­al­lega. Ísra­el­ar hafa með skipu­lögð­um hætti graf­ið und­an öll­um grund­velli fyr­ir slíku ríki en sum­ir fræði­menn telja víst að með því hafi þeir um leið gert út af við fram­tíð Ísra­els sem ríki Gyð­inga.
Rætur Ísraelsríkis
Greining

Ræt­ur Ísra­els­rík­is

Þeg­ar deil­ur fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs eru til um­ræðu vof­ir sag­an ávallt yf­ir eins og draug­ur. Um hana hafa ver­ið rit­að­ir marg­ir bóka­flokk­ar, og ómögu­legt er að rekja hana hér að fullu, en gott er að hafa nokk­ur at­riði á hreinu þó að stikl­að sé á stóru.
Dómstólar Guðs
Úttekt

Dóm­stól­ar Guðs

Hug­tak­ið sja­ría­l­ög skýt­ur mörg­um skelk í bringu á Vest­ur­lönd­um þar sem flest­ir tengja orð­ið við lim­lest­ing­ar og af­tök­ur í al­ræð­is­ríkj­um á borð við Sádi-Ar­ab­íu. Það er hins veg­ar að­eins ein birt­ing­ar­mynd þess­ar­ar fornu laga­hefð­ar sem var end­ur­vak­in eða end­ur­skil­greind af póli­tísk­um öfl­um á 20. öld­inni og er oft mis­skil­in í dag.
Enginn veit hvað átt hefur
Fréttir

Eng­inn veit hvað átt hef­ur

Það var mörg­um áfall þeg­ar frétt­ir bár­ust af því um all­an heim að Notre Dame-kirkj­an í Par­ís stæði í ljós­um log­um. Til stend­ur að safna fyr­ir end­ur­bygg­ingu henn­ar en ljóst er að gríð­ar­leg menn­ing­ar­verð­mæti glöt­uð­ust að ei­lífu í brun­an­um. Þetta er þó því mið­ur ekki í fyrsta og senni­lega ekki síð­asta sinn sem mann­kyn­ið tap­ar stór­um og mik­il­væg­um hluta af menn­ing­ar­arfi sín­um á einu bretti.
Lánabækur, lekar og leynikisur
Úttekt

Lána­bæk­ur, lek­ar og leynikis­ur

Ju­li­an Assange og Wiki­leaks eru aft­ur í heims­frétt­un­um en á dög­un­um var stofn­andi leka­síð­unn­ar hand­tek­inn í sendi­ráði Ekvador í Lund­ún­um eft­ir sjö ára langt umsát­ur lög­reglu. Gef­in hef­ur ver­ið út ákæra á hend­ur hon­um í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að birta leyniskjöl og fram­tíð hans er óráð­in. Assange og Wiki­leaks hafa haft sterk­ar teng­ing­ar við Ís­land frá því áð­ur en flest­ir heyrðu þeirra get­ið á heimsvísu.
Aftur til tunglsins - og þaðan til Mars?
Greining

Aft­ur til tungls­ins - og það­an til Mars?

Banda­ríkja­stjórn hef­ur fyr­ir­skip­að geim­vís­inda­stofn­un­inni NASA að senda mann til tungls­ins inn­an fimm ára. Von­in er að með þessu megi end­ur­vekja þann anda sem leiddi til ótrú­legra stór­virkja á sviði geim­tækni á síð­ustu öld en tækni­þró­un­in hef­ur hald­ist í hend­ur við ótta og hætt­ur frá upp­hafi.
Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt
Fréttir

Upp­á­halds­dóp Hitlers flæð­ir um allt

Lyfjaris­inn Pur­due Pharma sam­þykkti á dög­un­um að greiða meira en 32 millj­arða ís­lenskra króna í skaða­bæt­ur vegna þess mikla fjölda sem hef­ur orð­ið háð­ur OxyCont­in og skyld­um lyfj­um í rík­inu Okla­homa. Fleiri mál­sókn­ir eru í und­ir­bún­ingi en fyr­ir­tæk­inu er kennt um fíknifar­ald­ur sem hef­ur dreg­ið meira en 200 þús­und Banda­ríkja­menn til dauða og teyg­ir nú anga sína til Ís­lands.
Ertu ekki að grínast?
Úttekt

Ertu ekki að grín­ast?

Grín­ist­ar ná ít­rek­að kjöri í valda­stöð­ur, eins og stefn­ir í með for­seta­embætt­ið í Úkraínu.
Að rita nafn sitt með blóði
Úttekt

Að rita nafn sitt með blóði

28 ára gam­all Ástr­ali réðst á dög­un­um inn í tvær mosk­ur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af póli­tísk­um ástæð­um um leið og hann streymdi mynd­um af hörm­ung­un­um á sam­fé­lags­miðl­um. Mað­ur­inn lít­ur sjálf­ur á sig sem hluta af vest­rænni hefð sem þurfi að verja með of­beldi. Voða­verk­um hans var fagn­að víða um heim, með­al ann­ars í at­huga­semda­kerf­um ís­lenskra fjöl­miðla.