Mótmælendur í Bandaríkjunum krefjast uppgjörs og vilja styttur og minnismerki um suðurríkin burt. Sagnfræðingur segir það ekki í neinum takti við mannkynssöguna að listaverk á opinberum stöðum séu varanleg.
Úttekt
29206
„Hold the press!“
Blaðamenn sem fylgjast með mótmælum í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir hörðum árásum lögreglu. Meira en sextíu hafa verið handteknir við störf sín og tugir fengið að finna fyrir gúmmíkúlum, táragasi og kylfum þar sem þeir reyna að flytja fréttir af vettvangi mótmælanna. Forseti landsins er í stríði við fjölmiðla, sem hann sakar um að grafa undan sér, en tvö ár eru síðan Bandaríkin komust fyrst á lista yfir hættulegustu ríki heims fyrir blaðamenn.
Fréttir#BlackLivesMatter
585
Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Mótmælin vegna dauða George Floyd hafa varpað kastljósi á elsta og rótgrónasta vandamál Bandaríkjanna. Aðgerðasinnar og skipuleggjendur mótmæla segja að komið sé að löngu tímabæru uppgjöri við þá kynþáttahyggju sem gegnsýrir allt daglegt líf og pólitík vestanhafs. Bandaríska lögreglan er sögð órjúfanlegur hluti af kerfi sem hefur frá upphafi niðurlægt blökkufólk og beitt það skipulögðu pólitísku ofbeldi fyrir hönd hvíta meirihlutans.
Fréttir
1773
Covid-samsærið mikla
Samsæriskenningar um kórónaveiruna hafa náð fótfestu í umræðu á netinu og breiðast hratt út. Án allra vísindalegra sannana er því meðal annars haldið fram að farsímamöstur valdi sjúkdómnum, Bill Gates hafi hannað veiruna á tilraunastofu eða jafnvel að fjölmiðlar hafi skáldað faraldurinn upp og enginn sé í raun látinn af völdum Covid. Íslenskur læknir segir algengt að sjúklingar fái ranghugmyndir um sjúkdóma á netinu og þær geti þvælst fyrir og gert læknum erfitt um vik.
Fréttir
43135
Hvers á WHO að gjalda?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sætir harðri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda sem saka stjórnendur hennar um að ganga erinda Kínverja og sýna slaka frammistöðu í baráttunni við Covid. Aðrir segja faraldurinn hafa leitt í ljós alla helstu veikleika stofnunarinnar og vanmátt hennar til að hafa raunveruleg áhrif á sóttvarnastefnu aðildarríkjanna. Þrátt fyrir mikla ábyrgð hefur WHO engin raunveruleg völd og er háð fjárveitingum og duttlungum nokkurra stórra ríkja.
Fréttir
947
#metoo (en ekki þú)
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í nóvember, er sakaður um kynferðisbrot. Lítið hefur farið fyrir umræðu um þessar ásakanir en Biden neitar þeim staðfastlega, auk þess sem samflokksmenn hans hafa slegið um hann skjaldborg. Þrátt fyrir að Biden hafi lengi þótt hegða sér á óviðeigandi hátt í nærveru kvenna, og Demókratar hafi gagnrýnt Donald Trump harðlega fyrir svipaða framkomu, er nú gefið skotleyfi á trúverðugleika konunnar sem steig fram til að segja sögu sína.
Greining
1162
Upprisa Kims og fæðing falsfréttar
Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því undanfarið að leiðtogi Norður-Kóreu væri alvarlega veikur og hefði jafnvel látist eftir misheppnaða hjartaskurðaðgerð. Sú frétt virðist hafa verið uppspuni frá rótum og má auðveldlega rekja hana til áróðursmiðla á vegum bandarískra yfirvalda. Sú er einnig raunin þegar kemur að fjölda annarra furðufrétta af hinu einangraða ríki Norður-Kóreu, sem margar eru skáldaðar í áróðursskyni.
FréttirCovid-19
15
Þeir fáu sem græða í faraldrinum
Covid-19 faraldurinn hefur lamað efnahagslíf um allan heim og útlit er fyrir verri kreppu en elstu menn muna. Á sama tíma eru vonarglætur inni á milli og einstaka fyrirtæki mala gull vegna skyndilegrar eftirspurnar sem engan óraði fyrir. Í sumum tilvikum gæti það þó verið skammgóður vermir, líkt og í skemmtanaiðnaðinum þar sem gamalt efni er hamstrað en ekkert nýtt er í framleiðslu.
FréttirCovid-19
1563
28 virkum dögum seinna
Vaxandi hópur Bandaríkjamanna tekur þátt í mótmælum gegn samkomubanni og öðrum fyrirbyggjandi aðgerðum vegna kórónaveirunnar. Þeir virðast njóta stuðnings Donalds Trump forseta og er hann sakaður um að hvetja til uppreisnar í ríkjum þar sem Demókratar eru við völd. Trump er mikið í mun að koma hagkerfinu aftur í gang fyrir komandi kosningabaráttu, þrátt fyrir gríðarlegt og hratt vaxandi mannfall af völdum veirunnar vestanhafs.
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum
241
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
Andstæðingar hnattvæðingar vilja meina að heimsfaraldurinn, sem nú stendur yfir, sé ekki síst afleiðing þess að landamæri hafa minni þýðingu en áður. Margir sérfræðingar á sviði alþjóðasamstarfs telja þvert á móti að aukin alþjóðavæðing sé eina leiðin til að takast á við fjölþjóðleg vandamál á borð við kórónaveiruna. Alþjóðavæðingin sé í raun mun flóknari og víðtækari en þorri fólks geri sér grein fyrir.
Greining
6111
Lýðræðið í öndunarvél
Ríkisstjórnir um allan heim taka til sín aukin völd í skjóli COVID-19 faraldursins.
ÚttektCovid-19
21116
Kórónaveiran: Hvernig endar þetta?
Stjórnvöld um allan heim búa sig undir það versta eftir að illa hefur gengið að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19. Allt að hundrað þúsund tilfelli hafa verið greind í meira en 70 löndum og sérfræðingar vara við heimsfaraldri. Þetta er þó langt frá því í fyrsta sinn sem þetta gerist á síðustu árum og almenningur virðist fljótur að gleyma. Við lítum á hvernig líklegt er að þetta fari á endanum – miðað við fyrri reynslu.
Úttekt
725
Kvenleikinn tvíeggja sverð í bandarískum stjórnmálum
Línurnar eru að skýrast í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar og ljóst er að enn og aftur er það hvítur karlmaður í eldri kantinum sem verður fyrir valinu. Þrátt fyrir að nokkrar frambærilegar konur hafi gefið kost á sér virtust þær aldrei eiga möguleika og fengu takmarkaða athygli fjölmiðla. Deilt er um hvaða áhrif ósigur Hillary Clinton gegn Donald Trump hafi haft á stöðu kvenna í flokknum.
Fréttir
633
Úr skugga írska lýðveldishersins
Sinn Fein-flokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum þingkosningum á Írlandi en hinir tveir stærstu flokkar landsins neita að vinna með honum í stjórn. Sinn Fein var lengi pólitískur vængur hryðjuverkasamtakanna sem kenndu sig við írska lýðveldisherinn en flokksmenn hafa unnið hörðum höndum að því að endurskapa ímynd sína eftir að vopnahlé komst á í Norður-Írlandi.
Fréttir
725
Bernie á toppnum
Bernie Sanders þykir enn líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi í komandi kosningum gegn Donald Trump. Skiptar skoðanir eru um hvort hann sé of róttækur vinstrimaður til að höfða til fjöldans eða hvort hann sé einmitt eina von flokksins um að koma í veg fyrir þaulsetu Trumps. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg sækir nú fast á hæla Sanders í skoðanakönnunum.
Fréttir
848
Vítahringurinn í Íran
Íran er ríki sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanarið án þess að mikið sé reynt að kafa undir yfirborðið. Ótti við að styrjöld brjótist út á svæðinu fer vaxandi og mörg ólík hagsmunaöfl hafa hag af því að kynda bálið, allt frá klerkum í Sádi-Arabíu til hnetubænda í Kaliforníu. Innbyrðis er íranskt samfélag oft mótsagnakennt og þjóðin er djúpt klofin í afstöðu sinni til nútímans, umheimsins og þeirra brennandi vandamála sem blasa við í náinni framtíð. Það er þó stríðið, sem sífellt vofir yfir, sem á endanum kemur í veg fyrir framfarir.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.