Kjósendur í Reykjavík vilja Borgarlínu og minni áherslu á einkabílinn, aukið lóðaframboð og fleiri félagslegar íbúðir og trygga leikskólavist barna frá 12 mánaða aldri, ef marka má niðurstöður kosningaprófs Stundarinnar.
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022
2
Kappræður Stundarinnar 2022
Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
Það besta og versta á kjörtímabilinu
Borgarfulltrúar hafa mismunandi sýn á það sem upp úr stóð á líðandi kjörtímabili, bæði gott og slæmt. Skoðanir á því hvernig tókst til í velferðarmálum eru þannig skiptar en ekki endilega eftir því hvort fólk sat í meiri- eða minnihluta. Borgarfulltrúar í meirihluta telja sig ekki hafa staðið sig nægilega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Fráfarandi borgarfulltrúi brýnir næstu borgarstjórn til að undirbúa borgina undir framtíðina.
FréttirÚkraínustríðið
2
Zelensky Úkraínuforseti:„Takk fyrir Ísland. Dýrð sé Úkraínu“
Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti þakkaði Íslandi fyrir stuðninginn í ávarpi sínu til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hélt aftur af tárunum. Hún sagðist ekki myndu halda hlífiskyldi yfir neinum þeim sem ætti skilið að lenda á lista yfir fólk sem sæta ætti refsiaðgerðum þegar hún var spurð um stöðu Aleksanders Moshenskys, kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Streymi
Selenskí ávarpar Alþingi
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu ávarpar Alþingi klukkan 14 í dag.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Bjarni segist ekki hafa verið vanhæfur til að selja pabba sínum Íslandsbankahlut
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist aldrei hafa hugað að vanhæfi sínu við sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þrátt fyrir að faðir hans væri meðal kaupenda. Á opnum fundi í fjárlaganefnd um söluna sagði hann lögskýringar um vanhæfi sitt samkvæmt stjórnsýslulögum fráleitar. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja upp er áróður,“ svaraði hann þingmanni Pírata.
FréttirSalan á Íslandsbanka
6
„Bjarni verður að víkja“
Augljóst er að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur gerst sekur um annað af tvennu, vanhæfni eða lögbrot, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“
FréttirBaráttan um Eflingu
5
Trúnaðarmenn Eflingar: Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fundaði ekki sjálf með trúnaðarmönnum starfsmanna á skrifstofu Eflingar heldur fól lögmanni stjórnar stéttarfélagsins að gera það. Trúnaðarmenn mótmæla því að um samráð við þá hafi verið að ræða við framkvæmd hópuppsagnar starfsmanna Eflingar.
GreiningSalan á Íslandsbanka
7
Raunverulegir kaupendur Íslandsbanka
Útgerðarmenn, heildsalar, byggingaverktakar og viðskiptafólk sem tengist mörgum helstu fyrirtækjum fyrirhrunsáranna eru hvað helst þau sem fengu að kaupa Íslandsbanka í lokuðu útboði. Stundin birtir nöfn fólksins sem raunverulega keyptu í bankanum.
Fréttir
2
Myndin af augnablikinu þegar rasísku ummælin féllu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun hafa talað um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem „þá svörtu“ þegar umrædd mynd var tekin.
Fréttir
1
Sögðu fáheyrt að ráðherrar lýstu ekki stuðningi við samráðherra
Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu eftir því að Sigurður Ingi Jóhannsson kæmi fyrir þingið og svaraði fyrir rasísk ummæli sín. Forseti Alþingis kvaðst ekki ætla að breyta dagskrá þingsins.
Fréttir
4
Ummæli Sigurðar Inga mögulega brot á siðareglum
Rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Häsler gætu verið brot á siðareglum alþingismanna og siðareglum ráðherra. Af orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, má skilja að hún telji nóg að gert með afsökunarbeiðni Sigurðar Inga.
Fréttir
1
Sigurður Ingi biðst afsökunar á rasískum ummælum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra játar að hafa látið „óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna“. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Sigurður Ingi hafa spurt hvort taka ætti mynd af honum „með þeirri svörtu,“ og átti þar við Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra.
Fréttir
1
Sakar Sigurð Inga um rasisma
Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hafi látið særandi ummæli falla í sinn garð á fimmtudagskvöld. Stundin hefur heimildir fyrir því að ráðherrann hafi spurt hvort það ætti að taka mynd af honum ,,með þeirri svörtu".
Fréttir
18
Viðar hafði ekki heimild stjórnar Eflingar fyrir viðskiptunum við Andra
Í lögfræðiáliti Odds Ástráðssonar fyrir stjórn Eflingar kemur fram að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði ekki heimild til að stofna til viðskipta við Andra Sigurðsson fyrir hönd félagsins árið 2019.
Fréttir
Máli Aðalsteins vísað frá: Hæstiréttur tekur ekki efnislega afstöðu
Hæstiréttur hefur vísað frá kæru Aðalsteins Kjartanssonar á hendur lögreglu á Norðurlandi eystra. Telur Hæstiréttur að Aðalsteini hafi ekki verið heimilt að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Lögmaður Aðalsteins segir koma til greina að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.