Freyr Rögnvaldsson

Blaðamaður

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Fjárskortur hamlar rannsóknarstarfi og nýsköpun á Íslandi. Doktorsrannsóknir dragast úr hófi sökum þess að doktorsnemar fá ekki styrki til að framfleyta sér. Þeir sem fá á annað borð styrki segja þá bæði veitta til of stutts tíma og að fjárhæðirnar séu of lágar.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra

Félagsskapurinn afhenti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um 2.000 undirskriftir þar sem skorað er á á ráðherra að tryggja vernd barna gegn ofbeldi af hálfu foreldra.

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir

Samherji styrkti Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna alla á síðasta ári. Kaupfélag Skagfirðinga sem á Fisk Seafood gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin á listum yfir styrkveitingar.

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“

Albanska konan óttast um heilsu barns síns: „Ég er svo hrædd og svo þreytt“

Albanska konan sem send var úr landi í gær, komin 36 vikur á leið, fékk að fara heim af spítala fyrir skömmu en óttast hafði verið að fyrirburafæðing myndi fara af stað fyrr í dag.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði rithöfundinn Jonas Eika hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann gagnrýndi danska forsætisráðherrann við afhendingu bókmenntaverðlauna Noðurlandaráðs. Eika stendur við gagnrýni sína og hafnar orðum Silju Daggar.

Flókið að fá menntun metna

Flókið að fá menntun metna

Fólkið sem fékk að vera

Erfitt er fyrir menntaða innflytjendur að fá menntun sína metna á íslenskum vinnumarkaði.

Gekk slyppur og snauður en brosandi út úr búðinni sinni

Gekk slyppur og snauður en brosandi út úr búðinni sinni

Sigurður Helgi Pálmason fékk söfnunarbakteríuna ellefu ára gamall og gekk í Myntsafnarafélagið. Þar var hann hvað yngstur meðlima, aldarfjórðungi yngri en næstu menn. Hann rak safnarabúð á gleðinni einni saman og ætlar nú að fræða sjónvarpsáhorfendur um gamla muni.

Er hægt að klóna manneskjur?

Er hægt að klóna manneskjur?

Svar: Mögulega

Veður­fræðingur segir full­yrðingar lofslags­afneitunar­sinna vera kjaftæði

Veður­fræðingur segir full­yrðingar lofslags­afneitunar­sinna vera kjaftæði

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að endurteknar fullyrðingar um að loftslagsumræðan sé rekin áfram af sósíalistum sem vilji knésetja kapítalismann séu hættuleg þvæla.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Lítil þátttaka er í skipulögðu íþróttastarfi í póstnúmeri 111. Aðeins rétt rúmlega 11 prósent kvenna búsettra í hverfinu taka þátt. Erfiðleikar við að ná til innflytjenda og efnahagsleg staða líklegir áhrifaþættir.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands staðfesti að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju vegna fötlunar hennar þegar henni var neitað um mat á því hvort hún gæti gerst fósturforeldri.

Borgarfulltrúi segir reglur ganga gegn markmiðum frístundakorts

Borgarfulltrúi segir reglur ganga gegn markmiðum frístundakorts

Heimild til að nýta frístundakort til greiðslu fyrir dvöl á frístundaheimili gengur gegn því markmiði að kortið sé jöfnunartæki, segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar

Blaðamannafélag Íslands segir að hugmyndir Íslandsbanka séu „fráleitar“ og þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttu. Kvenréttindafélagið er hins vegar á öndverðum meiði og fagnar framtaki bankans.

Jón Steinar segir kynferðisbrotamenn saklausa dæmda án nokkurra raka

Jón Steinar segir kynferðisbrotamenn saklausa dæmda án nokkurra raka

Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson heldur því fram að menn hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot og barnaníð þrátt fyrir að vera saklausir. Slíkt hefur aldrei sannast á Íslandi.

Íslensku konurnar leystar úr haldi: „Við erum dauðhræddar hérna“

Íslensku konurnar leystar úr haldi: „Við erum dauðhræddar hérna“

Björk Vilhelmsdóttir og Tinna Eyberg hjálpuðu Palestínumönnum við ólívutínslu með Alþjóða friðarstarfi kvenna, en voru handteknar af Ísraelsmönnum. Nú eru þær lausar ferða sinna á landtökusvæði og leita leigubíls.

Tvær íslenskar konur í haldi Ísraela

Tvær íslenskar konur í haldi Ísraela

Björk Vilhelmsdóttir og Tinna Eyberg voru handteknar í morgun þegar þær aðstoðuðu Palestínumenn við ólífutínslu. Sveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, segir aðaláhyggjuefnið vera að þeim verði hugsanlega vísað úr landi.