Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
FréttirLaugaland/Varpholt
1
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
Fréttir
Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þau síðustu ár en áður samkvæmt nýrri rannsókn. Leitt er líkum að því að aukin umræða hafi þar haft áhrif. Þó tilkynna hlutfallslega mjög fáir þolendur til lögreglu að brotið hafi verið á þeim. Kerfisbundin skekkja er til staðar í opinberri afbrotatölfræði.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
Kona sem vistuð var á meðferðarheimilinu Varpholti og ber að hafa verið beitt ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni, forstöðumanni þar, segir vinnubrögð nefndar sem rannsaka á heimilið fyrir neðan allar hellur. Aldrei hafi verið haft samband við hana til að upplýsa um gang mála eða kanna líðan hennar. „Mér finnst að það hefði átt að útvega okkur sálfræðiþjónustu,“ segir Anna María Ingveldur Larsen. Hún hefur misst alla trú á rannsókninni.
FréttirLaugaland/Varpholt
Starfinu ekki lokið nema með tillögugerð
Sigrún Júlíusdóttir, sem var í vistheimilanefnd, segist telja eðlilegt að rannsókninni á Varpholti og Laugalandi lyki með tillögum að aðgerðum. Og að það hefði átt að bjóða konum sem þar voru vistaðar sálfræðiaðstoð.
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland tilbúin en verður ekki gerð opinber strax
Rannsóknarskýrslu um hvort ofbeldi hafi verið beitt á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, var skilað um síðustu mánaðamót. Engu að síður hefur hún ekki enn verið kynnt fyrir ráðherrum. Fimmtán mánuðir eru síðan rannsóknin hófst. Vinna við rannsókn á Breiðavíkurheimilinu, sem var rekið lengur og fleiri börn dvöldu á, tók tíu mánuði. Konurnar sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafa engar upplýsingar fengið um rannsóknina.
Fréttir
2
Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu
Bændasamtök Íslands telja að lausnin á vanda Úkraínu sé að Ísland beiti sér fyrir því að bundinn verði endir á stríðið en ekki að tollar verði felldir niður á innfluttum vörum frá landinu.
Fréttir
Gæslan getur ekki tryggt öryggi
Skortur á fjármunum til að manna áhafnir þyrlu Landhelgisgæslunnar veldur því að öryggi er ekki tryggt og treysta þarf á að flugmenn hlaupi til úr fríum. Stjórnvöld hafa verið upplýst um stöðuna árum saman. Björn Brekkan Björnsson, einn reyndasti flugstjóri Gæslunnar, segir starfsfólk vera orðið þreytt á því.
Fréttir
Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar
Klassískir söngvarar á Íslandi vilja að stjórn og óperustjóri Íslensku óperunnar víki tafarlaust. Félag þeirra, Klassís, skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Óperunnar að öðrum kosti. Félagið segir Óperuna sýna söngvurum lítilsvirðingu.
Fréttir
1
Náðu hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða
Fjórir listar fengu undir helming atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum en náðu engu að síður hreinum meirihluta fulltrúa. Reiknireglan sem notuð er við úthlutun sæta hyglir stórum flokkum á kostnað minni. Flokkar sem í sögulegu samhengi hafa verið stórir, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa lagst gegn því að önnur regla sem skila myndi lýðræðislegri niðurstöðu verði tekin upp.
Fréttir
8
Segir rasisma ríkja við fyrirlagningu ökuprófa
Námskrár ökunáms eru eingöngu til á íslensku og óheimilt er að hafa með sér túlk í ökupróf sé prófið sjálft til á móðurmáli próftaka. „Ég vil nota orð eins og valdníðsla gagnvart próftaka,“ segir fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, Guðbrandur Bogason, sem gagnrýnir umgjörð ökunáms á Íslandi harðlega.
Fréttir
3
„Það er ekki ég sem er að senda fólk til helvítis hér, það er ríkisstjórn Íslands sem er að því“
Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, sagði í viðtali í morgun að hann hefði notað orðið „fasistastjórn VG“ um ríkisstjórnina vegna þess að sú pólitík sem stjórnin ástundaði væri fasísk. Hann sagði einnig að orðalag hans um að það væri „sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur“ hefði verið orðatiltæki og sérstakt ólæsi á tungumálið þyrfti til að leggja þann skilning í þau orð að með þeim óskaði hann fólki helvítisvistar.
GreiningSveitarstjórnarkosningar 2022
1
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum
Sjálfstæðisflokkurinn missti fylgi í 20 sveitarfélögum í nýafstöðnum kosningum. Þar af missti flokkurinn fylgi í þremur þeim fjölmennustu og sjö af tíu fjölmennustu sveitarfélögunum.
Fréttir
5
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
Úttekt
Barist um borgina: Áherslur og átakalínur
Ellefu framboð bjóða fram til borgarstjórnar fyrir kosningarnar sem fram fara í dag, 14. maí. Stóru átakalínurnar sem greina má í kosningaáherslum flokkanna eru einkum mismunandi áherslur í húsnæðisuppbyggingu, þar sem deilt er um hvort þétta skuli byggð eða nema ný lönd, og í samgöngumálum þar sem ekki ríkir samstaða um hvort lögð verði áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna eða uppbyggingu sem þjóni einkabílum. Í öðrum málaflokkum ber almennt minna á milli.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.