Reglum um heimsóknir barna í fangelsi breytt vegna heimsókna ungra stúlkna
Fréttir

Regl­um um heim­sókn­ir barna í fang­elsi breytt vegna heim­sókna ungra stúlkna

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir að regl­um um heim­sókn­ir barna í fang­els­ið hafi ver­ið breytt ár­ið 2016. Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir hef­ur lýst því hvernig henni var ít­rek­að keyrt, sex­tán ára gam­alli, á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til fanga sem afplán­aði átta ára dóm. Hún upp­lifði það sem gerð­ist í fang­els­inu sem brot gegn sér.
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Viðtal

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Afhjúpun

„Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
Katrín Lóa - segir Helga í Góu hafa kynferðislega áreitt sig í eitt og hálft ár
Eigin konur#117

Katrín Lóa - seg­ir Helga í Góu hafa kyn­ferð­is­lega áreitt sig í eitt og hálft ár

„Hann hafði oft ver­ið óvið­eig­andi og mað­ur var bú­in að heyra sög­ur þannig mað­ur pass­aði sig al­veg á hon­um” Seg­ir Katrín Lóa sem til­kynnti kyn­ferð­is­lega áreitni til lög­reglu þeg­ar hún var 23 ára. Áreit­ið átti sér stað á vinnu­stað af eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins og stóð yf­ir í eitt og hálft ár. Katrín seg­ir áreit­ið hafa byrj­að eft­ir að mað­ur­inn hafi lán­að henni fimm millj­ón­ir sem hún not­aði til þess að kaupa sér íbúð.
Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd
Fréttir

Kæra um heim­il­isof­beldi felld nið­ur: Mann­in­um vís­að frá fæð­ingu í lög­reglu­fylgd

„Það voru svo rosa­lega áber­andi áverk­ar á mér,“ seg­ir Ólafía Gerð­ur. Hún hafi ver­ið svo log­andi hrædd að þeg­ar lög­regla spurði hana um glóð­ar­auga hafi hún sagt að litla dótt­ir henn­ar hefði óvart skall­að hana. Gögn sýna að lög­regla fjar­lægði mann­inn af spít­al­an­um með­an Ólafía var að fæða dótt­ur þeirra og ör­ygg­is­vörð­ur vakt­aði sæng­ur­legu­deild­ina. Ólafía Gerð­ur kærði mann­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi en mál­ið var lát­ið nið­ur falla.
Ingibjörg Sædís: Ólst upp við sárafátækt
Eigin konur#116

Ingi­björg Sæ­dís: Ólst upp við sára­fá­tækt

Ingi­björg Sæ­dís ólst upp við mikla fá­tækt þeg­ar hún var yngri. Hún bjó hjá for­eldri sem gat ekki unn­ið vegna and­legra og lík­am­legra veik­inda og var á sama tíma mót­fall­ið því að biðja um að­stoð. Hún seg­ist horfa að­dá­un­ar­aug­um á fólk sem bið­ur um að­stoð á in­ter­net­inu fyr­ir börn­in sín og vildi óska að fað­ir henn­ar hefði gert það sama.
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Kefsan - Kærði eiganda Mandi fyrir alvarlega líkamsárás og hótanir
Eigin konur#115

Kefs­an - Kærði eig­anda Mandi fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás og hót­an­ir

Kefs­an kærði Hlal, eig­anda Mandi, ár­ið 2020 fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás fyr­ir ut­an veit­inga­stað­inn Mandi. Í skýrslu­tök­um lýs­ir hún því hvernig hann hafi kýlt hana í höf­uð­ið, ýtti henni nið­ur stiga og spark­að í hana af miklu afli, þar sem hún lá á gólf­inu. Þá ber hún að Hlal hafi í þrjá mán­uði áreitt sig og hót­að sér á með­an hún leigði her­bergi, sem var í eigu hans.
Soffía Karen - Kærði mann fyrir nauðgun sem hélt henni hjá sér í fimm tíma
Eigin konur#114

Soffía Kar­en - Kærði mann fyr­ir nauðg­un sem hélt henni hjá sér í fimm tíma

Soffía Kar­en var átján ára þeg­ar hún fór heim með strák, sem hélt henni hjá sér í fimm tíma á með­an hann braut á henni kyn­ferð­is­lega. Hún leit­aði strax á bráð­ar­mót­töku og lagði fram kæru stuttu eft­ir brot­ið. Ger­and­inn bað Soffíu af­sök­un­ar á því að hafa ver­ið „ógeðs­leg­ur“ við hana, en þrátt fyr­ir áverka var mál­ið fellt nið­ur tveim­ur ár­um síð­ar.
Rakel Hlynsdóttir - að lifa með geðhvarfasýki 2
Eigin konur#113

Rakel Hlyns­dótt­ir - að lifa með geð­hvarfa­sýki 2

Rakel Hlyns­dótt­ir greind­ist með geð­hvarfa­sýki 2 eft­ir að hafa lif­að í mörg ár með ómeð­höndl­aða geð­hvarfa­sýki. Þeg­ar hún fékk grein­ing­una seg­ir hún það hafa skýrt margt fyr­ir sér en var sett á röng lyf. Rakel var sett á tvö­fald­an há­marks­skammt af ADHD lyfj­um ásamt lyfj­um fyr­ir geð­hvarfa­sýki, sem end­aði með því að hún lagð­ist inn á bráða­mót­töku geð­deild­ar.
Ólafía Gerður - Setti hníf upp við háls hennar og ógnaði öryggi hennar í fjögur ár
Eigin konur#111

Ólafía Gerð­ur - Setti hníf upp við háls henn­ar og ógn­aði ör­yggi henn­ar í fjög­ur ár

Ólafía Gerð­ur bjó með of­beld­is­full­um barns­föð­ur sín­um í tæp fjög­ur ár, frá því hún var 16 ára. Barns­fað­ir henn­ar steig ný­lega fram í við­tali þar sem hann lýsti sam­band­inu þeirra sem „storma­sömu“. Ólafía seg­ir frá lík­am­legu, and­legu, kyn­ferð­is­legu og sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi sem hún mátti þola á heim­il­inu. „Hann reyndi að kyrkja mig og end­ar á því að nauðga mér. Þetta er eitt af mín­um stærstu minn­ing­um sem enn­þá dag­inn í dag, tæp­um sex ár­um seinna, er ég að fá mar­trað­ir.” Seg­ir Ólafía í þætt­in­um. Ástæð­an fyr­ir því að Ólafía ákvað að segja sögu sína er tví­þætt. „Ég ætla að skila skömm­inni og styrkja sjálfa mig.“ Svo er það hitt: „það var ótrú­lega erfitt að sjá hann koma fram í við­tali, ég titr­aði bara og mér var óglatt.“ Henni er fyr­ir­mun­að að skilja af hverju fjöl­miðl­ar birta við­töl við menn sem hafa ver­ið kærð­ir fyr­ir of­beldi.
Magdalena - „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Eigin konur#110

Magda­lena - „Til þess að fá nálg­un­ar­bann, þá verð­ur þú að fá hann til að ráð­ast á þig“

Magda­lena Valdemars­dótt­ir var föst í of­beld­is­sam­bandi í 10 mán­uði og seg­ir of­beld­ið hafi hald­ið áfram þrátt fyr­ir sam­bands­slit. Al­var­legt of­beldi á sér stund­um stað eft­ir sam­bands­slit og það er ekk­ert sem seg­ir að þeg­ar of­beld­is­sam­bandi sé slit­ið þá sé of­beld­ið bú­ið. Ár­ið 2017 kærði Magda­lena barns­föð­ur sinn fyr­ir til­raun til mann­dráps. Barns­fað­ir henn­ar fékk 18 mán­að fang­elsi fyr­ir hús­brot, eigna­spjöll og lík­ams­árás með því að hafa ruðst inn til henn­ar, sleg­ið hana tví­veg­is með flöt­um lófa í and­lit en jafn­framt tek­ið hana í tvisvar sinn­um kverka­taki með báð­um hönd­um þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var geng­in 17 vik­ur á leið með tví­bura þeirra.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu