Edda er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin Konur.
Vala og Jóhanna: Rasismi á Íslandi
Eigin Konur#97

Vala og Jó­hanna: Ras­ismi á Ís­landi

Val­gerð­ur Kehinde og Jó­hanna halda úti hlað­varp­inu Antiras­ist­arn­ir ásamt sam­nefndri In­sta­gram-síðu. Ras­ismi er oft hul­inn fólki sem finn­ur ekki fyr­ir hon­um á eig­in skinni og hvít for­rétt­indi er að mestu leyti ósýni­legt þeim sem hafa það. „Ég skil ekki þessa menn­ingu á Ís­landi að fólk megi bara segja og gera hvað sem er og það hef­ur eng­ar af­leið­ing­ar fyr­ir neitt,“ seg­ir Jó­hanna. „Við vilj­um vera góð við hvort ann­að, þú get­ur ekki ver­ið góð við mann­eskju án þess að sjá for­dóm­ana sem hún geng­ur í gegn­um.“
Lagður í einelti af kennara
Eigin Konur#96

Lagð­ur í einelti af kenn­ara

Hinn 19 ára Gunn­ar Ingi Ingvars­son, fyrr­um nem­andi í Víðistaða­skóla opn­aði sig um einelti sem hann varð fyr­ir í grunn­skóla. Gunn­ar seg­ir frá því þeg­ar hann var nið­ur­lægð­ur af stærð­fræði­kenn­ara í ung­linga­deild sem gerði grín að þyngd hans fyr­ir fram­an aðra nem­end­ur. “Hann skrif­ar Gunn­ar 85kg á töfl­una og skrif­ar síð­an “fat boy” und­ir nafn­ið mitt” seg­ir Gunn­ar. „Mér leið eins og ég væri einn í heim­in­um og ég pældi oft í því að taka bara hníf […],” seg­ir Gunn­ar. “Vin­ur minn hafði opn­að sig um sjálfs­víg og ég vildi sýna hon­um að hann væri ekki einn” seg­ir Gunn­ar í þætt­in­um og bæt­ir við að strák­ar eigi erf­ið­ara með að tala um til­finn­ing­ar sín­ar sem get­ur orð­ið til þess að ung­ir karl­menn láti verða af því að fremja sjálfs­víg. „Ég tagg­aði stærð­fræði­kenn­ar­ann á in­sta­gram og spurði hvort hann sæi eft­ir þessu og hann blokk­aði mig bara,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að hon­um finn­ist skól­inn ekki hafa axl­að ábyrgð á því einelti sem bæði nem­end­ur og kenn­ari beittu hann í Víðistaða­skóla. Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að ung­ir strák­ar hafi ör­ugg­an stað til að opna sig. „Ég vil að þessi kenn­ari verði rek­inn,“ seg­ir Gunn­ar í þætt­in­um og bæt­ir við að hann vilji sjá hvaða breyt­ing­ar og að­gerð­ir skól­inn hef­ur gert varð­andi einelt­is­mál. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Hugfangin af Íslandi eftir 11 ár í Bandaríkjunum
Eigin Konur#95

Hug­fang­in af Ís­landi eft­ir 11 ár í Banda­ríkj­un­um

**Klara Elías­dótt­ir tón­list­ar­kona varð ást­fang­in af Ís­landi þeg­ar hún kom heim frá Los Ang­eles fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um eft­ir að hafa bú­ið ytra í ell­efu ár. „Mér leið allt í einu eins og ég væri að draga djúpt and­ann í fyrsta skipti í mörg, mörg ár“ Hún seg­ir að Don­ald Trump hafi breytt Banda­ríkj­un­um til hins verra. Klara tal­ar í þætt­in­um um frægð­ina, út­lit­s­kröf­ur sem gerð­ar voru til henn­ar og ollu henni mik­illi van­líð­an og um nýja þjóð­há­tíð­ar­lag­ið sem hún samdi en að­eins tvö af 89 þjóð­há­tíð­ar­lög­um eru sam­in af kon­um.
Lilja Gísladóttir
Eigin Konur#94

Lilja Gísla­dótt­ir

Lilja Gísla­dótt­ir er virk á In­sta­gram og deil­ir þar mik­ið af efni tengt sjálfs­ást og já­kvæðri lík­ams­ímynd. „Það kem­ur alltaf ein­hver einka­þjálf­ari eða op­in­ber per­sóna og hend­ir því fram að það sé óhollt að vera feit­ur,“ seg­ir Lilja í þætt­in­um og bæt­ir við að það sé mik­il­vægt að minna fólk á að all­ir feit­ir eru ekki óheil­brigð­ir. Í þætt­in­um ræð­um við um fitu­for­dóma og hvernig þeir birt­ast í sam­fé­lag­inu.
„Það bara hrundi allt“
Eigin Konur#93

„Það bara hrundi allt“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir, mamma Lilju Bjark­lind sem sagði sögu sína í Eig­in kon­um fyr­ir nokkr­um vik­um, stíg­ur nú fram í þætt­in­um og tal­ar um of­beld­ið sem dótt­ir henn­ar varð fyr­ir og af­leið­ing­ar þess. Hún seg­ir að allt hafi hrun­ið þeg­ar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að mað­ur sem stóð til að myndi flytja inn til fjöl­skyld­unn­ar, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Krist­ín Sól­ey seg­ir mik­il­vægt að öll fjöl­skyld­an fái við­un­andi að­stoð eft­ir svona áföll því fjöl­skyld­ur skemm­ist þeg­ar börn eru beitt of­beldi. Hún seg­ir að sam­fé­lag­ið hafi brugð­ist Lilju og allri fjöl­skyld­unni.
Antonía Arna
Eigin Konur#92

Ant­on­ía Arna

Ant­on­ía Arna kom út úr skápn­um sem trans ár­ið 2013 fyr­ir fjöl­skyldu og vin­um. Ár­ið 2016 ákvað hún síð­an að koma út op­in­ber­lega og seg­ir ferl­ið ekki hafa ver­ið auð­velt. „Til að fá heil­brigð­is­þjón­ustu þurf­um við að kom­ast í gegn­um ákveð­inn hlið­vörð. Ég fór fyrst til geð­lækn­is og hann sendi mig áfram til sál­fræð­ings hjá Kleppi og þar átti ég síð­an að tala við ann­an lækni. Þar þurfti ég að svara mjög skrítn­um spurn­ing­um eins og: „trú­ir þú að afl úr geimn­um hafi kom­ið þess­um hugs­un­um inn í haus­inn á þér,“ seg­ir Ant­on­ía en hún bæt­ir við að margt hafi breyst síð­an þá. Ant­on­ía ræð­ir sína upp­lif­un af því að koma út úr skápn­um og hvernig áhrif það hafði á hana.
Gerandi ofbeldis
Eigin Konur#91

Ger­andi of­beld­is

„Ég var að beita lík­am­legu og and­legu of­beldi gagn­vart kon­unni minni og börn­um. Ég beitti kon­una mína líka kyn­ferð­is­legu of­beldi,“ seg­ir ger­andi sem kýs að koma ekki fram und­ir nafni. Í þætt­in­um för­um við yf­ir reynslu hans af því að beita of­beldi og af hverju hann ákvað að leita sér hjálp­ar. „Ég hefði ekki far­ið ótil­neydd­ur, óum­beð­inn á sín­um tíma […] þá hefði ég ekki ver­ið að fara að nið­ur­lægja sjálf­an mig með því að segja að ég væri eitt­hvað vanda­mál. […] ég þurfti smá úr­slita­kost,“ seg­ir hann í við­tal­inu. Það eru 12 ár síð­an hann ákvað að leita sér hjálp­ar hjá „karl­ar til ábyrgð­ar“ eða það sem heit­ir Heim­il­is­frið­ur í dag. „Það hefði ekki ver­ið nóg fyr­ir mig að fara bara í með­ferð,“ seg­ir hann í við­tal­inu og bæt­ir því við að menn geti al­veg hætt að drekka áfengi og samt hald­ið áfram að beita of­beldi. Edda Falak er rit­stjóri og ábyrgð­ar­mað­ur Eig­in kvenna.
Hinn fullkomni þolandi er ekki til
Eigin Konur#90

Hinn full­komni þol­andi er ekki til

Nið­ur­stað­an í dóms­máli leik­ar­ans Johnny Depp á hend­ur fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Am­ber Heard, er áhyggju­efni fyr­ir þo­lend­ur of­beld­is. Sú nið­ur­staða gæti vald­ið því að fólk sem stíg­ur fram og lýs­ir því að hafa ver­ið í of­beld­is­sam­bandi, án þess að nafn­greina ger­anda og án þess að til­greina sér­stök at­vik þess efn­is eða tíma­setn­ing­ar eigi á hættu að vera kærð fyr­ir þau um­mæli. „Þá vær­um við far­in að sjá ansi mikla og kröft­uga þögg­un, það væru áhrif­in sem þetta væri að hafa og það er ósk­andi að slíkt ger­ist ekki,“ seg­ir Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir í við­tal­ið við Eddu Falak í nýj­asta þætti Eig­in kvenna.
„Þá tekur bara við einhver brútal neysla“
Eigin Konur#89

„Þá tek­ur bara við ein­hver brútal neysla“

Helga Lilja Ósk­ars­dótt­ir flúði í neyslu til að deyfa van­líð­an sína en einnig til að finna fé­lags­skap fólks sem var utangátta eins og hún. Það var ekki fyrr en hún átt­aði sig á því hversu al­gjör­lega neysl­an tók af henni stjórn­ina að hún varð hrædd og fann hjá sér eig­inn vilja til að verða edrú. Áð­ur hafði hún hins veg­ar misst stjórn­ina al­gjör­lega og far­ið á bólakaf.
Mæður kvarta til Landlæknis
Eigin Konur#88

Mæð­ur kvarta til Land­lækn­is

Tíu mæð­ur hafa sent kvört­un til embætt­is Land­lækn­is vegna „ófag­legra vinnu­bragða og hlut­drægni sál­fræð­inga sem taka að sér hlut­verk dóm­kvaddra mats­manna og sér­fróðra með­dóms­manna í for­sjár­mál­um. Ein þeirra sem send­ir inn kvört­un hafði sótti um skiln­að þeg­ar barns­fað­ir henn­ar beitti barn­ið henn­ar lík­am­legu of­beldi sem end­aði með dómi fyr­ir hér­aðs­dómi og lands­rétti. Á með­an mál­ið er í gangi fór hann í for­sjár­mál og dóm­ari dæm­ir lög­heim­ili hjá hon­um og hún fær barn­ið aðra hverja helgi. Mats­menn segja hana leika fórn­ar­lamb til að hafa af hon­um fé. Þrjár kvenn­anna hafa þeg­ar sagt sögu sína áð­ur í Eig­in Kon­ur, þær Bryn­dís Ásmunds, Helga Ag­atha og Helga Sif. Rit­stjóri og ábyrgð­ar­mað­ur Eig­in kvenna er Edda Falak.
„Ég er byrjuð að heyra orðið költ oftar og oftar“
Eigin Konur#87

„Ég er byrj­uð að heyra orð­ið költ oft­ar og oft­ar“

Starf­sem­in sem fer fram hjá Sól­setr­inu, and­leg­um söfn­uði á Skraut­hól­um und­ir Esjurót­um, er barna­vernd­ar­mál að mati Tanyu Pollock, við­mæl­anda í nýj­asta þætti Eig­in kvenna. Þar sé „nak­ið fólk út um allt og það er ver­ið að góla og öskra“ seg­ir Tanya sem lýs­ir því að börn séu þátt­tak­end­ur í at­höfn­um þar sem örv­andi efna er neitt. Sjálf sat hún und­ir því sem hún lýs­ir sem hót­un­um af hálfu fólks úr söfn­uð­in­um eft­ir að hafa vak­ið at­hygli á, og var­að við, við­burði þar sem kanna átti eró­tík og neyta of­skynj­un­ar­sveppa og það sér­stak­lega til­greint að börn væru vel­kom­in.
„Þeir eru að kaupa sér vald“
Eigin Konur#86

„Þeir eru að kaupa sér vald“

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir segja í þætt­in­um frá bók­inni Venju­leg­ar kon­ur sem fjall­ar um vændi á Ís­landi. Í bók­inni sem Bryn­hild­ur skrif­ar er rætt við sex kon­ur sem hafa ver­ið í vændi á Ís­landi og einn karl sem hef­ur keypt vændi. Eva Dís fékk hug­mynd­ina að því að setja reynslu­sög­ur kvenna sem hafa ver­ið í vændi í bók. Eva Dís og Bryn­hild­ur segj­ast vilja sýna að vændi jafn­vel þótt það sé óþving­að, geti haft mikl­ar og slæm­ar af­leið­ing­ar. Eva Dís seg­ir lang flest­ar kon­ur sem hafa ver­ið í vændi séu ekki reiðu­bún­ar að stíga op­in­ber­lega fram og á með­an svo sé hafi hún tek­ið að sér að tala fyr­ir þeirra hönd en Eva Dís var sjálf í vændi í Kaup­manna­höfn um skeið. „Ég þurfti að vera bú­in að taka fjóra kúnna yf­ir dag­inn áð­ur en ég fór að fá pen­ing til þess að eiga fyr­ir aug­lýs­ing­un­um, til þess að borga fyr­ir leig­una á her­berg­inu sem ég not­aði á vænd­is­hús­inu, ég þurfi að borga síma­dömu og ákveð­in vernd­ar­gjöld inní skipu­lagða glæp­ar­starf­semi. Það er fyr­ir ut­an, fatn­að, smokka, sleipi­efni og allt drasl­ið sem mað­ur þarf til að stunda þetta,“ seg­ir Eva Dís. Hún seg­ir að í Þýskalandi kosti vændi svip­að og ham­borg­ari á skyndi­bitastað og það sé líka mjög ódýrt að kaupa að­gang að lík­ama kvenna í vændi í Dan­mörku. „Fyr­ir mér er kyn­lífs­vinna ekki orð,“ seg­ir Eva Dís og Bryn­hild­ur seg­ir að þeir sem kaupi að­gang að lík­ama kvenna séu alls ekki að kaupa kyn­líf. „Þeir eru að kaupa sér vald. Þeir eru að kaupa sér rétt­inn á því að ganga yf­ir mörk,“ seg­ir Bryn­hild­ur. „Við verð­um að berj­ast gegn því að normalisera vændi, af því að það er bara ekk­ert normal við vændi,“ seg­ir Bryn­hild­ur og bæt­ir við að 90 pró­sent þeirra sem hafa ver­ið í vændi upp­lifi það sem of­beldi. Eva Dís og Bryn­hild­ur fara einnig yf­ir það í þætt­in­um hvað­an hug­mynd­ir okk­ar um vændi eru komn­ar og þá stað­alí­mynd sem við höf­um af kon­um í vændi. „Fólk held­ur að þetta séu kon­ur sem finnst kyn­líf bara geggj­að og þetta séu bara ein­hverj­ar kyn­lífs­vél­ar,“ seg­ir Bryn­hild­ur.
Lilja Bjarklind: „Áfallið kom eftir að ég sagði frá“
Eigin Konur#85

Lilja Bjark­lind: „Áfall­ið kom eft­ir að ég sagði frá“

„Ég er bara ein að labba þeg­ar hann stopp­ar og býð­ur mér far,” seg­ir Lilja Bjark­lind, sem stíg­ur hér fram í þætti Eig­in kvenna, en hún var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Lilja seg­ir frá því hvernig hann lokk­aði hana með sér í bíl á þeim for­send­um að hún fengi að keyra. „Hann tek­ur mig bara svona yf­ir og á með­an ég er að keyra að þá er hann að fara inn á mig og þukla á mér,” seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að hún hafi fros­ið og þótt þetta mjög skrít­ið. Lilja seg­ir mann­inn hafa keyrt um bæ­inn og leit­að að sér. „Hann var alltaf mætt­ur þar sem ég var að leika.” Hún seg­ir brot­in hafa að­al­lega átt sér stað heima hjá hon­um en stund­um hafi hann keyrt með hana út í móa og brot­ið á henni þar. „Þetta var bara eitt­hvað sem við gerð­um og ég vissi alltaf hvað var að fara ger­ast,” seg­ir Lilja. Mað­ur­inn var 54 ára gam­all og barn­laus og bjó hjá for­eldr­um sín­um á þeim tíma. „Ég vildi oft fá að heilsa uppá mömmu hans til að kaupa að­eins tíma,“ seg­ir Lilja. Svo hafi hann opn­að hlera þar sem hún átti að fara nið­ur. Lilja seg­ir það mög súrt að móð­ir hans hafi ekki gert at­huga­semd við að hann hafi ver­ið að fá Lilju til sín í heim­sókn. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Orð þín eru ofbeldi þegar þau stangast á við réttindi og velferð fólks
Eigin Konur#84

Orð þín eru of­beldi þeg­ar þau stang­ast á við rétt­indi og vel­ferð fólks

Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir seg­ir að um­ræða um trans sé enn mjög erf­ið í Bretlandi en hún vinn­ur sem greina­höf­und­ur fyr­ir fréttamið­il­inn MetroUK. „Í Bretlandi þarft þú bara að und­ir­búa þig und­ir að það verði sett mjög trans­fób­ísk mann­eskja á móti þér og þið þurf­ið að ríf­ast í beinni út­send­ingu,” seg­ir Ugla en hún kom sjálf úr skápn­um sem trans ár­ið 2010 og flutti til Bret­lands sex ár­um síð­ar. Ugla seg­ir að bresk fjöl­miðla­menn­ing sé af­ar of­beld­is­full. Hún ræð­ir um ábyrgð fjöl­miðla í þætt­in­um Eig­in Kon­ur og velt­ir upp spurn­ing­unni hvenær um­ræða er tengd mál­frelsi og hvenær hún er hreint og klárt of­beldi. „Þeg­ar þú ert far­in að grafa und­an rétt­inda­bar­áttu minni­hluta­hópa, þá ert þú ekki leng­ur í neinu mál­frelsi,“ seg­ir hún í þætt­in­um. Hún seg­ir að hat­urs­full um­ræða sé far­in að láta á sér kræla á Ís­landi og að fólk gleypi auð­veld­lega við áróðri. Hún nefn­ir sér­stak­lega um­ræð­una um íþrótt­ir og kynj­uð rými sem hef­ur ver­ið áber­andi og þá sér­stak­lega varð­andi trans­kon­ur í íþrótt­um. „Það er eins og það sé eng­in gagn­rýn­in hugs­un eins og í tengsl­um við íþrótta­mál, að trans­kon­ur séu með ein­hverja yf­ir­burði og það sé bara ver­ið að skemma kvenn­aí­þrótt­ir,“ seg­ir Ugla í þætt­in­um.
„Móðir mín glímir við narsisíska persónuleikaröskun“
Eigin Konur#83

„Móð­ir mín glím­ir við narsis­íska per­sónu­leikarösk­un“

„Ég hef ekki upp­lif­að venju­legt líf án of­beld­is í svo lang­an tíma, mað­ur verð­ur bara al­veg dof­in og ég hætti al­veg að treysta fólki,“ seg­ir ung kona í nýj­asta þætt­in­um af Eig­in Kon­ur. Hún lýs­ir þar of­beldi sem hún varð fyr­ir af hálfu for­eldra sinna. Hún seg­ir mik­ið of­beldi hafa ver­ið á heim­il­inu sem hafi far­ið versn­andi eft­ir að mamma henn­ar og pabbi skildu. Hún lýs­ir því með­al ann­ars hvaða áhrif of­beld­ið, sem hafi ver­ið lík­am­legt- og and­legt, hafi haft á skóla­göngu henn­ar. „Þriðja ár­ið mitt í MR var of­beld­ið verst sem end­aði með því að ég hætti í skól­an­um og bróð­ir minn fór í neyslu,“ seg­ir hún og bæt­ir við að á þess­um tíma hafi hana ekki lang­að að lifa leng­ur. ,,Hún fann alltaf ástæðu til að öskra á mig og refsa mér. Hún faldi dót­ið mitt til þess að geta sak­að mig um að hafa týnt því og reið­ast mér þannig,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún hafi far­ið að ef­ast um eig­in dómgreind og hugs­an­ir. Móð­ir henn­ar hafi hót­að að henda henni út ef hún hlýddi ekki og ein­angr­að hana frá vin­um sín­um. Hún seg­ir lög­regl­una hafa haft af­skipti af heim­il­inu og marg­ar til­kynn­ing­ar hafi ver­ið send­ar til barna­vernd­ar og furð­ar sig á því af hverju eng­inn gerði neitt til að hjálpa þeim. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
Eigin Konur#82

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.