Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Fréttir
4
Endurvinnslan sökuð um vörusvik og grænþvott
Endurvinnslan hf. hefur í auglýsingum undanfarin ár ítrekað gefið til kynna að glerflöskur séu endurunnar, jafnvel þótt fyrirtækið urði allt gler og hafi gert í áratugi. Fyrirheit um að hefja slíka endurvinnslu í fyrra stóðust ekki, jafnvel þótt ríkið hafi í rúmt ár innheimt sérstakt gjald fyrir gler. Formaður Neytendasamtakanna sakar Endurvinnsluna um vörusvik og grænþvott og Neytendastofa skoðar hvort auglýsingar fyrirtækisins standist lög.
Fréttir
1
Skotárás í neðanjarðarlest í New York
Lögregluyfirvöld í New York leita manns með gasgrímu. Talið er að 16 manns séu slasaðir.
Fréttir
5
Drengirnir voru með tannskemmdir og sýkingar í tannholdi
„Það leit út eins og það hafi ekki verið burstaðar í honum tennurnar í hálft ár,“ segir Edda Björk Arnardóttir sem sótti syni sína til Noregs. Hún lýsir meðal annars atburðarásinni sem átti sér stað þegar hún sótti börnin.
Fréttir
10
Íslensk kona nam börnin sín á brott á einkaflugvél
Norska lögreglan rannsakar brottnám á þremur börnum frá íslenskum föður. Flest bendir til þess að aðgerðin hafi verið þaulskipulögð. „Þeir vilja vera á Íslandi,“ segir konan.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
2
Loka urðunarstaðnum í þjóðlendunni Bolöldu
Um árabil hefur ýmis konar úrgangur verið urðaður á urðunarstaðnum Bolöldu í heimildarleysi. Svæðið er skammt frá vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Allt gler Endurvinnslunnar hf. er einnig urðað þar.
FréttirÁ vettvangi í Úkraínu
Úkraína ljósið sem berst gegn myrkrinu
Dima Maleev, ein vinsælasta hlaðvarpsstjarna og Youtube-ari í Úkraínu segir að húmor sé afar mikilvægur í stríði. Hann reynir að færa bros á andlit Úkraínumanna á þessum erfiðu tímum.
FréttirÁ vettvangi í Úkraínu
Barist með okkar gulli en þeirra blóði
„Við vitum að við munum vinna þetta stríð og lifa af sem þjóð. Það er því mjög mikilvægt að menningin okkar lifi einnig af, því það er eitt það verðmætasta sem við eigum,“ segir Marta Vusyatytska í miðbæ Lviv. Öll hótel og gistiheimili eru yfirfull af flóttamönnum sem stoppa stutt þar á leið vestur yfir landamærin.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
4
Þúsundir tonna endurvinnanlegs úrgangs urðuð í þjóðlendu
Allt að fimm þúsund tonn af endurvinnanlegu gleri er nú urðað árlega í Bolöldu. Fyrirtækið Endurvinnslan hf. sparar sér tugi milljóna króna með þessu í stað þess að endurvinna það.
ÚttektEndurvinnsla á Íslandi
3
Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm
Sjávarútvegurinn hefur sloppið við að greiða hundruð milljóna króna í úrvinnslugjald vegna sérsamnings við stjórnvöld. Stórútgerðin er ein um að njóta slíkra fríðinda og ver þau af hörku. Heimtuðu að neikvæð umsögn Umhverfisstofnunar yrði dregin til baka og krefjast upplýsinga um samtöl starfsmanna Umhverfisstofnunar.
Á Vettvangi Í Úkraínu#8
Nítján ára og tilbúinn að deyja í stríðinu við Rússa
„Það eina sem ég hræðist er ekki að deyja af völdum rússneska hersins heldur að deyja út af engu. Að deyja og tapa þessu stríði,“ segir hinn 19 ára gamli Makayla í samtali við Stundina. Hann er einn þeirra óbreyttu borgara sem undanfarna daga hefur fengið herþjálfun hjá úkraínska hernum.
Úttekt
Ódýrasta og mest mengandi olían brennd í loðnubræðslum
Stærstu og stöndugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins brenna úrgangsolíu í stórum stíl í bræðslum sínum. Olían er einn óumhverfisvænsti kostur fyrirtækjanna en um leið sá langódýrasti.
Á æfingastöð úkraínska hersins á ótilgreindum stað fá sjálfboðaliðar þjálfun í vopnaburði og bardögum sem fara fram innandyra. Hvellsprengjur eru notaðar við æfingarnar til að líkja eftir stríðsástandi.
Á Vettvangi Í Úkraínu#6
Framleiða vesti fyrir úkraínska herinn
Hluti af undirbúningi fyrir stríðsátök við rússneska herinn í vesturhluta Úkraínu er að hanna og sauma vesti fyrir úkraínska herinn til að auðvelda þeim að bera sprengjur og skothylki fyrir hríðskotabyssur sínar.
Á Vettvangi Í Úkraínu#5
1
Gildrur fyrir rússnesku herbílana
Hluti af undirbúningi sjálfboðaliða sem ætla sér að berjast við rússneskar hersveitir í vesturhluta Úkraínu er að smíða járngildrur til að stöðva för rússneskra hersveita. Búið er að breyta gamalli verksmiðju í vinnusvæði þar sem járnpinnar eru beygðir og bundnir saman til að búa til gaddavíra sem geta gataða og þannig sprengt dekk herbíla.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.