Ótti og sorg ættu ekki að vera stimpluð sem geðsjúkdómar. Það að glíma við erfiðar tilfinningar í heimsfaraldri er eðlilegt og hluti af því að vera manneskja.
Klikkið#77
Píeta
Gestur okkar að þessu sinni er Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna á Íslandi. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Lagt er upp úr því að bjóða upp á rólegt og notalegt umhverfi fyrir skjólstæðinga. Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi.
Klikkið#76
Viðtal við Sigrúnu Ólafsdóttur
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands kom til okkar í viðtal.
Hún ræðir samfélagið, sjúkdómsvæðingu og geðheilbrigði við Auði Axelsdóttur, Hugaraflskonu.
Sigrún hefur unnið með Hugarafli frá stofnun félagsins og reglulega fengið notendur Hugarafls í kennslu ásamt því að koma með erlenda félagsfræðinemendur í heimsókn til Hugarafls.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.