Birna Brjánsdóttir var borin til grafar í dag. Jarðarförin var öllum opin og fjölsótt, enda snerti andlát Birnu alla þjóðina og er hennar minnst sem ljósið sem hún var. Hallgrímur Helgason orti ljóð í minningu hennar, Hún ein.
Fréttir
Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Unnsteinn Örn Elvarsson, lögfræðingur Nikolaj Olsen, segir að skjólstæðingur sinn hafi verið himinlifandi þegar hann fékk þær fréttir að hann yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldi en einangrunin hefur reynt verulega á hann. Ekki verður farið fram á farbann yfir honum en hann hefur verið staðfastur í frásögn sinni, lýst yfir sakleysi og reynt að upplýsa málið eftir bestu getu.
Fréttir
Hver sem er getur flutt lögheimilið á Bessastaði
Rétt skráning lögheimilis er mikilvæg en þrátt fyrir það getur hver sem er skráð lögheimili sitt hvar sem er, hvenær sem er og í raun án vitneskju þess sem þar býr. Breytinga er að vænta.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Öðrum skipverjanum sleppt úr gæsluvarðhaldi og ekki verður óskað eftir farbanni
Í dag mun lögreglan óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir Thomas Møller Olsen, þeim sem ók rauða Kia Rio-bílaleigubílnum nóttina sem Birna hvarf. Nikolaj Olsen, sem hefur sagst hafa verið ofurölvi um nóttina og heldur fram minnisleysi, verður sleppt.
Fréttir
Mótmæli í Reykjanesbæ vegna áforma umdeildra viðskiptamanna
Mikil óánægja er í Reykjanesbæ vegna áforma Hrífutanga ehf. um að byggja þriggja hæða íbúðablokk með 77 íbúðum við Hafnargötu 12. Eigendur fyrirtækisins, Helgi Guðmundsson og Sigurður H. Garðarsson, hafa verið til umfjöllunar vegna viðskiptahátta sinna.
Fréttir
Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt
Fíkniefnið 2C-B er nú boðið til sölu í lokuðum íslenskum söluhópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Um er að ræða varasamt verksmiðjuframleitt efni sem kom til landsins í miklu magni á þessu ári. Efnið er örvandi, veldur ofskynjunum og getur verið lífshættulegt að mati sérfræðings í klínískri eiturefnafræði við Landspítalann.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu
Annar skipverjanna af grænlenska togaranum Polar Nanoq, hringdi í kærustuna sína í Grænlandi og lýsti fyrir henni það sem hann man um aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, nóttina sem Birna hvarf.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Birnu var ráðinn bani: Rannsaka samskipti við Íslendinga
Austurrískur réttarmeinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum
Annar skipverjanna af Polar Nanoq reyndi ítrekað að hringja í íslenska vinkonu sína eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf upp í rauða Kia Rio bifreið.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Reynt að kortleggja ferðir hinna handteknu
Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq, Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen, sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Enn er reynt að kortleggja ferðir þeirra. Aðrir skipverjar segjast vera í áfalli og votta samúð sína. Útgerðin hefur veitt Landsbjörgu fjárstyrk sem þakklætisvott.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi
Annar þeirra tveggja skipverja á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem handtekinn var og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, hefur áður verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli í Grænlandi. Blóð fannst í rauðri Kia Rio-bílaleigubifreið sem þessi sami maður hafði til umráða.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Lögreglan óskar eftir því að ná tali af þessum ökumanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Utanríkisráðherra Grænlands mætir ekki til Noregs á ráðstefnu vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Birnu
Vittus Qujaukitsoq, utanríkisráðherra Grænlands, mun ekki mæta á hina árlegu norðurslóðaráðstefnu Arctic Frontier sem hefst á sunnudaginn í Tromsø í Noregi. Ástæðan er sögð handtakan á grænlenskum skipverjum af togaranum Polar Nanoq.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Leitað að Birnu nálægt Keili eftir að leitarhundar fundu lykt
Björgunarsveitir leita nú að Birnu Brjánsdóttur við vegarslóða á Reykjanesi. Leit þar hófst eftir vísbendingu um grunsamleg bílljós á fáförnum vegslóða.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Flökkusögur ganga enn um samfélagsmiðla: „Birna er ekki fundin“
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hæft í þeim sögusögnum sem nú ganga um samfélagsmiðla. Lögreglan fann hass um borð í Polar Nanoq í nótt. Útgerðin hefur pantað áfallahjálp fyrir áhöfnina.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
Lögreglan nýtur aðstoðar erlendis frá við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem nú er rannsakað sem sakamál. Rannsóknargögn úr rauðum Kia Rio-bílaleigubíl hafa verið send erlendis til greiningar. Tveir menn af grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þeir neita báðir sök.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.