Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Blaðamaður

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur líklegt að lögregla hefji aftur rannsókn á máli Roberts Downey, en hann var á árunum 2008 og 2010 dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á fimm unglingsstúlkum.

Ríkissaksóknari segir varðveislu gagna ekki hafa verið ábótavant í máli Roberts Downey

Ríkissaksóknari segir varðveislu gagna ekki hafa verið ábótavant í máli Roberts Downey

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir tilkynningu lögreglu til Önnu Katrínar Snorradóttur, um að gögnum í máli Roberts Downey hafi verið eytt, byggða á misskilningi

Stafrænt kynferðisofbeldi úr íslenskum raunveruleika

Stafrænt kynferðisofbeldi úr íslenskum raunveruleika

Ný íslensk stuttmynd, í fjórum hlutum, er byggð á raunverulegum sögum af stafrænu kynferðisofbeldi á Íslandi. Brynhildur Björnsdóttir, leikstjóri myndarinnar, segir samskipti á netinu geta verið falleg og innileg, en traust og trúnaður sé lykilatriði.

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

„Þetta var eitt besta ár ævi minnar,“ segir grínistinn Sólmundur Hólm Sólmundarson sem greindist með krabbamein síðasta sumar og lauk lyfjameðferð í nóvember. Hann er nú laus við krabbameinið og ætlar að gera veikindin upp í uppistandssýningu í næsta mánuði.

Viðurkenndi að senda kynlífsmyndbönd en var ekki ákærður: „Er það glæpur að deila vídeóum eða?“

Viðurkenndi að senda kynlífsmyndbönd en var ekki ákærður: „Er það glæpur að deila vídeóum eða?“

Fyrrverandi sambýlismaður Juliane Ferguson viðurkenndi í yfirheyrslu að hafa sent kynlífsmyndband af henni til vinnufélaga hennar. Hann var ekki ákærður fyrir að senda myndbandið, en dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir að senda skjáskot af myndbandinu til samstarfskonu Juliane.

Aktívistinn sem varð verkalýðsforingi

Aktívistinn sem varð verkalýðsforingi

Persónulegt áfall varð til þess að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hellti sér á kaf í réttlætisbaráttu fyrir sanngjarnara samfélagi. Hann hefur verið kallaður lýðskrumari og popúlisti og segir öruggt mál að reynt verði að steypa honum af stóli. Á nýju ári hyggst hann kynna nýjar lausnir í húsnæðismálum en segir mikilvægast af öllu að afnema skerðingar í almannatryggingakerfinu. Baráttunni er því hvergi nærri lokið.

Glæný fiskiskip Samherja brenna svartolíu

Glæný fiskiskip Samherja brenna svartolíu

Dæmi eru um að ný íslensk fiskiskip brenni brennisteinsríkri svartolíu við strendur Íslands. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir umhverfisvænni kosti í boði, en svartolían sé enn langódýrasta eldsneytið.

Föst í Kvennaathvarfinu vegna forræðisdeilu

Föst í Kvennaathvarfinu vegna forræðisdeilu

Veröld Maariu Päivinen var umturnað í ágúst síðastliðnum þegar finnskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að endursenda ætti eins og hálfs árs gamlan son hennar til Íslands. Mæðginin hafa dvalið í Kvennaathvarfinu allar götur síðan. Maaria hefur kært íslenskan barnsföður sinn til lögreglu fyrir að brjóta á sér, en hann þverneitar sök og segir hana misnota aðstöðu Kvennaathvarfsins.

Samráðsleysi við fatlað fólk

Samráðsleysi við fatlað fólk

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á síðasta ári, án samráðs við fatlað fólk. Enn á eftir að innleiða samninginn í íslensk lög og dómstólar dæma ekki samkvæmt honum.

Meira jólastress á Íslandi en í Finnlandi

Meira jólastress á Íslandi en í Finnlandi

Satu Rämö, sem stofnaði Finnsku búðina ásamt vinkonu sinni fyrir fimm árum, er komin með íslenskan ríkisborgararétt. Hún segir Finna og Íslendinga mjög ólíka.

Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum

Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum

Tjaldbúarnir í Laugardal standa saman í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi. Einn flutti í tjald eftir hjartaáfall, annar skildi við konuna, þriðji valdi hundinn fram yfir herbergið og flutti í jeppann sinn, fjórði lenti í slysi og missti húsið á nauðungaruppboði, enn önnur vék fyrir fjölskyldu úr íbúð og loks eru það þeir sem hrífast einfaldlega af þessu nýja samfélagi íslenskra flóttamanna í hjarta höfuðborgarinnar.

Laus við óttann

Laus við óttann

Helena Rut Ólafsdóttir lifði af gróft líkamlegt ofbeldi föður síns til margra ára. Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma en aldrei hafði fallið þyngri dómur í barnaverndarmáli á Íslandi. Helena neitar að leyfa ofbeldinu að skilgreina sig og ætlar sér stóra hluti í lífinu. Hún gagnrýnir væga dóma fyrir ofbeldi gegn börnum og ætlar að verða lögreglukona.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þvertekur fyrir það að gögnum hafi verið eytt í máli Roberts Downey hjá embættinu.

Öllum gögnum í máli Roberts Downey eytt árið 2015

Öllum gögnum í máli Roberts Downey eytt árið 2015

Mál Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey er nú í óvissu eftir að henni var tilkynnt að öllum gögnum, í málinu sem leiddi til fangelsisdóms yfir Roberti árið 2009, hefur verið eytt. Lögmaður Önnu Katrínar mun krefjast skýringa á því hvers vegna gögnunum var eytt og hvaða heimildir liggja að baki.

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál

Velferðarráðuneytið segir Barnaverndarstofu ekki fara með rétt mál um afhendingu gagna vegna kvartana á hendur Braga Guðbrandssyni.

„Kreppa í leikskólum“ í miðjum uppganginum

„Kreppa í leikskólum“ í miðjum uppganginum

Rými barna á leikskólum hefur minnkað um 35 prósent frá árinu 1977. Á sama tíma og uppgangur er í samfélaginu er neyðarástand á leikskólum, segir Kristín Dýrfjörð dósent, sem hefur rannsakað íslenska leikskóla.