Ásgeir H. Ingólfsson er blaðamaður, skáld, bókmenntafræðingur, bíónörd, Akureyringur og örverpi. Hann hefur efasemdir um fasta búsetu og býr ýmist í Tékklandi, á Íslandi eða í Bretlandi og gæti verið á leiðinni eitthvað annað fljótlega.
Hvað er það sem drepur vináttu? Svik? Samskiptaleysi? Fjarlægðir? Nei, dren auðvitað. Allavega er það mat Höllu, aðalpersónu bókarinnar Tilfinningar eru fyrir aumingja.
GagnrýniSkáldleg afbrotafræði
Glæpaöldin og draugagangur öreiganna
Við erum stödd í Árnessýslu, nánar tiltekið í Tangavík. Smábæ sem einungis er til í skáldheimi Einars Más Guðmundssonar og hefur einnig birst okkur í Íslenskum kóngum og Hundadögum. Það voru þó allt aðrar útgáfur bæjarins en birtist okkur í Skáldlegri afbrotafræði – en í lok bókar er framhald boðað, þannig að líklegast munum við bráðum fá að lesa meira um þessa útgáfu Tangavíkur. Og mögulega komast að því hver er að segja okkur þessa sögu.
GagnrýniAllir fuglar fljúga í ljósið
Ástin spyr um stétt og stöðu
Allir fuglar fljúga í ljósið eftir Auði Jónsdóttur er lengi í gang en er full af innsæi um fólk á jaðri samfélagsins, lífið í leiguhjöllum höfuðborgarinnar og allt það tráma sem fylgir fólki í ógæfu sinni.
GagnrýniMerking
2
Samfélag fellur á samkenndarprófi
Fríða Ísberg skrifaði dystópíska táknsögu.
GagnrýniÚt að drepa túrista
Hin óskráða Íslandssaga
Íslenskar bókmenntir eru fullar af sjómannabókmenntum og sveitabókmenntum og bankamenn og hrunið hafa líka fengið sinn skammt. En á Íslandi er alltaf nýtt gullæði og það hefur sárvantað bókmenntir sem tókust almennilega á við massatúrismann sem skall á landinu eins og höggbylgja fyrir röskum áratug síðan.
GagnrýniKolbeinsey
Bara brotnar manneskjur segja satt
Kolbeinsey er nyrsti oddi Íslands og samnefnd bók fjallar um fólk sem er á nyrsta odda tilverunnar, við það að detta út af landakortinu. Við vitum ekki hvað þetta fólk heitir, það er búið að glata nöfnum sínum, sögumaður segir aldrei til nafns og veitir öðrum persónum líka nafnleynd, kallar þær eingöngu lýsandi nöfnum eins og „þunglyndi vinur minn“, „kærastan“, „mín fyrrverandi“, „sonur minn“, „trúbadorinn“ og „hjúkrunarkonan“.
GagnrýniAkam, ég og Annika
Fjölmenning á skólalóðinni
Sögumaður er ekki mikið að flýta sér í Akam, ég og Annika. Þetta er rúmlega 350 síðna bók og titilpersónurnar tvær birtast okkur ekki fyrr en rúmlega hundrað síður eru liðnar. Það er að segja þessar tvær nafngreindu persónur titilsins, þau Akam og Annika. Ég-ið birtist okkur hins vegar strax á fyrstu síðu. Það er hún Hrafnhildur, sögumaður og aðalpersóna bókarinnar, sem er fjórtán ára reykvískt skilnaðarbarn sem er rifin upp með rótum þegar nýr maður mömmunnar fær gott starf í Þýskalandi.
GagnrýniEinlægur Önd
Öndinni sem var slaufað
Hér er bókarkápa. Baðönd með myndarlegan hatt syndir um í Reykjavíkurtjörn, tregafull og glettinn í senn. Fyrir ofan stendur Einlægur Önd og enn ofar stendur Eiríkur Örn Norðdahl, með mun stærri stöfum. Enda menn töluvert stærri en baðendur, 198 sentimetrar í tilfelli Eiríks, eins og kemur fram í bókinni. En það má alveg spyrja sig hver titillinn sé, er þetta Einlægur Önd eftir Eirík Örn eða Eiríkur Örn eftir Einlægan Önd?
GagnrýniMyrkrið milli stjarnanna
Hrollvekja um síþreytu
Titill bókarinnar, Myrkrið milli stjarnanna, fær mann til að gruna að sögupersónan sé mögulega einhvers konar geimfari á nóttunni, jafnvel ofurhetja af einhverju tagi – en fljótlega fer mann að gruna að hún sé frekar ofurskúrkur eða jafnvel andsetin.
Menning
Hefnd sauðfjárins
Kindur eru ótrúlegar verur, segir Valdimar Jóhannsson, leikstjóri Dýrsins, sem sambýliskona hans, Hrönn Kristinsdóttir, framleiddi ásamt dóttur sinni. Hér var því um fjölskylduverkefni að ræða, en kvikmyndin hefur átt mikilli velgengni að fagna. „Við vissum öll að hverju við vorum að stefna, það var ekkert annað sem komst að.“
GagnrýniBlokkin á heimsenda
Framsóknar-amman á heimsenda
Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fengu Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir fyrir bókina Blokkin á heimsenda. Hvati höfunda var að hafa gaman og úr varð frásögn af eyju sem reynist ansi vel heppnaður míkrókosmós af gamla Íslandi.
GagnrýniAprílsólarkuldi
Kortlagning á Reykjavík, ástinni, maníunni og dauðanum
Elísabet Jökulsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir bókina Aprílsólarkuldi. Í bókinni vitrast manni hve náskyldur skáldskapurinn getur verið geðhvörfunum; skáldskapurinn sem oft á þráhyggjukenndan hátt leitar að merkingu í merkingarsnauðum heimi.
Pistill
Ásgeir H. Ingólfsson
Það þarf þorp til að kenna barni að elska bækur
Ef við kennum foreldrunum um þá verðum við að muna að foreldrarnir fóru í gegnum þetta sama menntakerfi.
GagnrýniJólabókaflóðið 2020
Þríleikurinn sem brotlenti
Bókin er vel skrifuð og svipmyndir af þessum heimi eru oft skemmtilega súrealískar, en uppbyggingin kemur í veg fyrir að maður njóti þess almennilega.
GagnrýniJólabókaflóðið 2020
Hamlet fer á EM í fótbolta
Sumar bækur ná manni strax í fyrstu málsgrein – og sleppa aldrei. Bróðir er ein af þeim. Hún heldur manni svo ekki bara af því hún er spennandi, heldur ekki síður út af mergjuðum stílnum, heimspekilegum pælingum og innsæinu.
GagnrýniJólabókaflóðið 2020
2
Amma mín, jafnaldra mín
Þegar amma Gerða bjargar Kríu úr skóginum, sem hreyfist eins og samstilltir risar lifnar yfir sögunni.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.