Ásgeir H. Ingólfsson

Ásgeir H. Ingólfsson er blaðamaður, skáld, bókmenntafræðingur, bíónörd, Akureyringur og örverpi. Hann hefur efasemdir um fasta búsetu og býr ýmist í Tékklandi, á Íslandi eða í Bretlandi og gæti verið á leiðinni eitthvað annað fljótlega.
Stríðið gegn miðöldruninni
GagnrýniTilfinningar eru fyrir aumingja

Stríð­ið gegn miðöldrun­inni

Hvað er það sem drep­ur vináttu? Svik? Sam­skipta­leysi? Fjar­lægð­ir? Nei, dren auð­vit­að. Alla­vega er það mat Höllu, að­al­per­sónu bók­ar­inn­ar Til­finn­ing­ar eru fyr­ir aum­ingja.
Glæpaöldin og draugagangur öreiganna
GagnrýniSkáldleg afbrotafræði

Glæpa­öld­in og drauga­gang­ur ör­eig­anna

Við er­um stödd í Ár­nes­sýslu, nán­ar til­tek­ið í Tanga­vík. Smá­bæ sem ein­ung­is er til í skáld­heimi Ein­ars Más Guð­munds­son­ar og hef­ur einnig birst okk­ur í Ís­lensk­um kóng­um og Hunda­dög­um. Það voru þó allt aðr­ar út­gáf­ur bæj­ar­ins en birt­ist okk­ur í Skáld­legri af­brota­fræði – en í lok bók­ar er fram­hald boð­að, þannig að lík­leg­ast mun­um við bráð­um fá að lesa meira um þessa út­gáfu Tanga­vík­ur. Og mögu­lega kom­ast að því hver er að segja okk­ur þessa sögu.
Ástin spyr um stétt og stöðu
GagnrýniAllir fuglar fljúga í ljósið

Ást­in spyr um stétt og stöðu

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir Auði Jóns­dótt­ur er lengi í gang en er full af inn­sæi um fólk á jaðri sam­fé­lags­ins, líf­ið í leigu­hjöll­um höf­uð­borg­ar­inn­ar og allt það tráma sem fylg­ir fólki í ógæfu sinni.
Samfélag fellur á samkenndarprófi
GagnrýniMerking

Sam­fé­lag fell­ur á sam­kennd­ar­prófi

Fríða Ís­berg skrif­aði dystópíska tákn­sögu.
Hin óskráða Íslandssaga
GagnrýniÚt að drepa túrista

Hin óskráða Ís­lands­saga

Ís­lensk­ar bók­mennt­ir eru full­ar af sjó­manna­bók­mennt­um og sveita­bók­mennt­um og banka­menn og hrun­ið hafa líka feng­ið sinn skammt. En á Ís­landi er alltaf nýtt gullæði og það hef­ur sár­vant­að bók­mennt­ir sem tók­ust al­menni­lega á við massa­t­úr­is­mann sem skall á land­inu eins og högg­bylgja fyr­ir rösk­um ára­tug síð­an.
Bara brotnar manneskjur segja satt
GagnrýniKolbeinsey

Bara brotn­ar mann­eskj­ur segja satt

Kol­beins­ey er nyrsti oddi Ís­lands og sam­nefnd bók fjall­ar um fólk sem er á nyrsta odda til­ver­unn­ar, við það að detta út af landa­kort­inu. Við vit­um ekki hvað þetta fólk heit­ir, það er bú­ið að glata nöfn­um sín­um, sögu­mað­ur seg­ir aldrei til nafns og veit­ir öðr­um per­són­um líka nafn­leynd, kall­ar þær ein­göngu lýs­andi nöfn­um eins og „þung­lyndi vin­ur minn“, „kær­ast­an“, „mín fyrr­ver­andi“, „son­ur minn“, „trúba­dor­inn“ og „hjúkr­un­ar­kon­an“.
Fjölmenning á skólalóðinni
GagnrýniAkam, ég og Annika

Fjöl­menn­ing á skóla­lóð­inni

Sögu­mað­ur er ekki mik­ið að flýta sér í Akam, ég og Annika. Þetta er rúm­lega 350 síðna bók og titil­per­són­urn­ar tvær birt­ast okk­ur ekki fyrr en rúm­lega hundrað síð­ur eru liðn­ar. Það er að segja þess­ar tvær nafn­greindu per­són­ur titils­ins, þau Akam og Annika. Ég-ið birt­ist okk­ur hins veg­ar strax á fyrstu síðu. Það er hún Hrafn­hild­ur, sögu­mað­ur og að­al­per­sóna bók­ar­inn­ar, sem er fjór­tán ára reyk­vískt skiln­að­ar­barn sem er rif­in upp með rót­um þeg­ar nýr mað­ur mömm­unn­ar fær gott starf í Þýskalandi.
Öndinni sem var slaufað
GagnrýniEinlægur Önd

Önd­inni sem var slauf­að

Hér er bók­ar­kápa. Baðönd með mynd­ar­leg­an hatt synd­ir um í Reykja­vík­urtjörn, trega­full og glett­inn í senn. Fyr­ir of­an stend­ur Ein­læg­ur Önd og enn of­ar stend­ur Ei­rík­ur Örn Norð­dahl, með mun stærri stöf­um. Enda menn tölu­vert stærri en bað­end­ur, 198 senti­metr­ar í til­felli Ei­ríks, eins og kem­ur fram í bók­inni. En það má al­veg spyrja sig hver tit­ill­inn sé, er þetta Ein­læg­ur Önd eft­ir Ei­rík Örn eða Ei­rík­ur Örn eft­ir Ein­læg­an Önd?
Hrollvekja um síþreytu
GagnrýniMyrkrið milli stjarnanna

Hroll­vekja um sí­þreytu

Tit­ill bók­ar­inn­ar, Myrkr­ið milli stjarn­anna, fær mann til að gruna að sögu­per­són­an sé mögu­lega ein­hvers kon­ar geim­fari á nótt­unni, jafn­vel of­ur­hetja af ein­hverju tagi – en fljót­lega fer mann að gruna að hún sé frek­ar of­ur­skúrk­ur eða jafn­vel and­set­in.
Hefnd sauðfjárins
Menning

Hefnd sauð­fjár­ins

Kind­ur eru ótrú­leg­ar ver­ur, seg­ir Valdi­mar Jó­hanns­son, leik­stjóri Dýrs­ins, sem sam­býl­is­kona hans, Hrönn Krist­ins­dótt­ir, fram­leiddi ásamt dótt­ur sinni. Hér var því um fjöl­skyldu­verk­efni að ræða, en kvik­mynd­in hef­ur átt mik­illi vel­gengni að fagna. „Við viss­um öll að hverju við vor­um að stefna, það var ekk­ert ann­að sem komst að.“
Framsóknar-amman á heimsenda
GagnrýniBlokkin á heimsenda

Fram­sókn­ar-amm­an á heimsenda

Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in í flokki barna- og ung­menna­bóka fengu Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir og Hulda Sigrún Bjarna­dótt­ir fyr­ir bók­ina Blokk­in á heimsenda. Hvati höf­unda var að hafa gam­an og úr varð frá­sögn af eyju sem reyn­ist ansi vel heppn­að­ur míkró­kos­mós af gamla Ís­landi.
Kortlagning á Reykjavík, ástinni, maníunni og dauðanum
GagnrýniAprílsólarkuldi

Kort­lagn­ing á Reykja­vík, ást­inni, man­í­unni og dauð­an­um

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir fékk Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in í flokki skáld­verka fyr­ir bók­ina Apríl­sól­arkuldi. Í bók­inni vitr­ast manni hve ná­skyld­ur skáld­skap­ur­inn get­ur ver­ið geð­hvörf­un­um; skáld­skap­ur­inn sem oft á þrá­hyggju­kennd­an hátt leit­ar að merk­ingu í merk­ing­arsnauð­um heimi.
Það þarf þorp til að kenna barni að elska bækur
Ásgeir H. Ingólfsson
Pistill

Ásgeir H. Ingólfsson

Það þarf þorp til að kenna barni að elska bæk­ur

Ef við kenn­um for­eldr­un­um um þá verð­um við að muna að for­eldr­arn­ir fóru í gegn­um þetta sama mennta­kerfi.
Þríleikurinn sem brotlenti
GagnrýniJólabókaflóðið 2020

Þrí­leik­ur­inn sem brot­lenti

Bók­in er vel skrif­uð og svip­mynd­ir af þess­um heimi eru oft skemmti­lega súrealísk­ar, en upp­bygg­ing­in kem­ur í veg fyr­ir að mað­ur njóti þess al­menni­lega.
Hamlet fer á EM í fótbolta
GagnrýniJólabókaflóðið 2020

Hamlet fer á EM í fót­bolta

Sum­ar bæk­ur ná manni strax í fyrstu máls­grein – og sleppa aldrei. Bróð­ir er ein af þeim. Hún held­ur manni svo ekki bara af því hún er spenn­andi, held­ur ekki síð­ur út af mergj­uð­um stíln­um, heim­speki­leg­um pæl­ing­um og inn­sæ­inu.
Amma mín, jafnaldra mín
GagnrýniJólabókaflóðið 2020

Amma mín, jafn­aldra mín

Þeg­ar amma Gerða bjarg­ar Kríu úr skóg­in­um, sem hreyf­ist eins og sam­stillt­ir ris­ar lifn­ar yf­ir sög­unni.