Alma Mjöll Ólafsdóttir

Milljarða tekjur Íslands af losunarheimildum
Fréttir

Millj­arða tekj­ur Ís­lands af los­un­ar­heim­ild­um

Ís­lenska rík­ið hef­ur hagn­ast um tíu millj­arða króna á sölu los­un­ar­heim­ilda. Ólíkt öðr­um Evr­ópu­þjóð­um set­ur Ís­land sér eng­in skil­yrði um að nýta þessa fjár­muni til lofts­lags­mála.
Forsætisráðherra segir fulla ástæða til að hafa áhyggjur af kjarnorkuhótunum
GreiningÚkraínustríðið

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir fulla ástæða til að hafa áhyggj­ur af kjarn­orku­hót­un­um

Jón Ólafs­son, pró­fess­or og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um Rúss­lands, og Guð­mund­ur Hálf­dán­ar­son, pró­fess­or í sagn­fræði eru sam­mála um að sú ákvörð­un Vla­dimir Pútíns, for­seta Rúss­lands, að setja kjarn­orku­vopna­sveit­ir sín­ar í við­bragðs­stöðu sé hvorki inn­an­tóm hót­un né raun­veru­leg ógn. Með þessu sé Pútín að minna á að hann eigi kjarn­orku­vopn. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur af yf­ir­lýs­ing­um af þessu tagi.
Kvenfyrirlitningin er bensínið
FréttirStafræn kynferðisbrot

Kven­fyr­ir­litn­ing­in er bens­ín­ið

María Rún Bjarna­dótt­ir, verk­efna­stjóri gegn sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að sta­f­ræn­um kyn­ferð­isof­beld­is­brot­um fari fjölg­andi á Ís­landi. Með nýrri lög­gjöf sem var sam­þykkt ár­ið 2021 voru slík brot gerð refsi­verð en sam­kvæmt henni geta hvorki lög­in né lög­regl­an kom­ið í veg fyr­ir að að baki þeim búi rót­gró­in kven­fyr­ir­litn­ing sem sam­fé­lag­ið í heild sinni þurfi að tak­ast á við.
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum
Viðtal

Kyn­ferð­is­leg frið­helgi á sta­f­ræn­um tím­um

„Okk­ur ber skylda til að gera eitt­hvað,“ segja sér­fræð­ing­ar sem starfa á sitt­hvor­um enda þess að vinna gegn sta­f­rænu of­beldi, netníði og hrelliklámi, og trúa því að gerend­ur muni alltaf finna leið til að beita of­beldi. Hug­mynd­ir sem birt­ast á net­inu geta end­ur­spegl­að ætl­un­ar­verk manna og hafa kostað fólk líf­ið. Hrelliklám snú­ist til um völd en ekki klám, að sækja nekt gegn vilja ein­hvers, því nóg er af nekt á in­ter­net­inu, en ef við ætl­um að skrímsla­veið­ar mun­um við finna ná­granna okk­ar.
Vísa í lög um látna embættismenn
Fréttir

Vísa í lög um látna emb­ætt­is­menn

Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið var form­lega stofn­að klukku­stund­um áð­ur en það átti að taka til starfa. Ráð­herra setti verk­efn­is­stjóra við und­ir­bún­ing stofn­un­ar þess sem ráðu­neyt­is­stjóra án aug­lýs­ing­ar og vís­ar í lög um látna emb­ætt­is­menn því til stuðn­ings.
Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Kon­ur krefjast að­gerða og breyt­inga á menn­ingu spít­al­ans

„Við segj­um nú er kom­ið nóg,“ seg­ir að­gerða­hóp­ur­inn Kon­ur í lækna­stétt sem krefst að­gerða á Land­spít­al­an­um. Það sé ekki nóg að bæta verk­ferla held­ur þurfi að breyta menn­ing­unni. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sýna að þriðj­ung­ur al­mennra lækna hef­ur upp­lif­að kyn­bund­ið of­beldi eða mis­rétti á spít­al­an­um. Fæst­ir leita eft­ir stuðn­ingi spít­al­ans en þeir sem það gera fá lít­inn sem eng­an stuðn­ing.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Stjórn Festi endurskoðar starfsreglur sínar
Fréttir

Stjórn Festi end­ur­skoð­ar starfs­regl­ur sín­ar

Stjórn Festi sendi í dag frá sér til­kynn­ingu um að þörf sé á að end­ur­skoða starfs­regl­ur stjórn­ar­inn­ar vegna þess hvernig tek­ið var á máli Þórð­ar Más Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns fyr­ir­tæk­is­ins, sem lét af störf­um vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­brot.
„Eitthvað mjög skrítið að gerast“ í umferðinni
Greining

„Eitt­hvað mjög skrít­ið að ger­ast“ í um­ferð­inni

Gunn­ar Geir Gunn­ars­son, deild­ar­stjóri ör­ygg­is-og fræðslu­deild­ar Um­ferð­ar­stofu, fer yf­ir ár­ið í um­ferð­inni með Stund­inni. Hann er ugg­andi yf­ir fjölg­un í um­ferð­ar­slys­um á ár­inu mið­að við ár­in á und­an. Stærstu breyt­ing­una seg­ir hann vera aukn­ingu á slys­um á raf­magns­hlaupa­hjól­um.
Ellefu sinnum íbúðin mín
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ell­efu sinn­um íbúð­in mín

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir er ein þeirra sem er hepp­in því hún hafði tök á að kaupa sér íbúð. Skattakóng­ur Hafn­ar­fjarð­ar gæti hins veg­ar keypt íbúð Ölmu í Verka­manna­bú­stöð­um ell­efu sinn­um fyr­ir árs­tekj­ur sín­ar á síð­asta ári. Kannski það sé líka heppni.
Jóladaður, áramót og Gullöld sveiflunnar
Stundarskráin

Jóla­dað­ur, ára­mót og Gull­öld sveifl­unn­ar

Atli Arn­ar­son & Hall­dór Eld­járn Hvar? Mengi Hvenær? 29. des­em­ber kl. 21 Að­gangs­eyr­ir? 2.000 kr.  Atli Arn­ar­son og Hall­dór Eld­járn bjóða til tón­leika í Mengi. Atli vinn­ur nú að sinni fyrstu sóló­plötu, Stíg­andi, sem kem­ur út ár­ið 2022 en þema plöt­unn­ar er sjó­slys sem varð ár­ið 1967 þeg­ar síld­ar­bát­ur­inn Stíg­andi sökk. Hall­dór hef­ur und­an­far­ið sam­ið tónlist und­ir eig­in nafni en...
Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Fréttir

Eng­ar ráð­staf­an­ir gerð­ar fyr­ir fylgd­ar­laus börn á jól­un­um

Eng­ar sér­stak­ar ráð­staf­an­ir eru gerð­ar fyr­ir þau fylgd­ar­lausu börn sem dvelja í bú­setu­úr­ræði Út­lend­inga­stofn­unn­ar fyr­ir jól­in. Þetta stað­fest­ir upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar. Í svör­um frá stofn­un­inni seg­ir að börn­in fái des­em­berupp­bót upp á 5 þús­und krón­ur. Flest þess­ara barna þurfa að und­ir­gang­ast ald­urs­grein­ingu og sá sem fram­kvæm­ir hana fær 260 þús­und krón­ur fyr­ir hverja grein­ingu.
Tvær konur til viðbótar kvarta undan áreitni læknis á Landspítalanum
Fréttir

Tvær kon­ur til við­bót­ar kvarta und­an áreitni lækn­is á Land­spít­al­an­um

Tvær kon­ur til við­bót­ar hafa kvart­að und­an Birni Loga Þór­ar­ins­syni sér­fræðilækni til Land­spít­al­ans. Önn­ur þeirra lagði fram gögn, mynd­ir og skila­boð, máli sínu til stuðn­ings. Þrátt fyr­ir að hafa séð um­rædd gögn ákvað spít­al­inn að bjóða Björn Loga vel­kom­inn aft­ur til starfa.
Gagnrýnir „bloggsíður sem vilja láta líta á sig sem fjölmiðil“
Fréttir

Gagn­rýn­ir „blogg­síð­ur sem vilja láta líta á sig sem fjöl­mið­il“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, hef­ur nú feng­ið mið­il­inn skráð­an sem fjöl­mið­il hjá Fjöl­miðla­nefnd. Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, seg­ir mið­il­inn vera blogg­síðu und­ir áróð­ur. Hún skor­ar á al­menn­ing að hafa aug­un op­in gagn­vart því að frétt­ir séu unn­ar sam­kvæmt við­ur­kennd­um að­ferð­um blaða­mennsk­unn­ar.
Upplifði sig loksins sem manneskju í danska geðheilbrigðiskerfinu
ViðtalÍsland- Danmörk samanburður

Upp­lifði sig loks­ins sem mann­eskju í danska geð­heil­brigðis­kerf­inu

Ág­úst Kristján Stein­ars­son stjórn­un­ar­ráð­gjafi veikt­ist 19 ára gam­all af geð­hvörf­um og ís­lenska geð­heil­brigðis­kerf­ið vakti upp í hon­um stríðs­mann. Síð­ar fékk hann reynslu af danska geð­heil­brigðis­kerf­inu og seg­ir það hafa veitt sér ör­yggi sem hjálp­aði til við bata.