Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kerling í aðalhlutverki
Menning

Kerl­ing í að­al­hlut­verki

Í bók­inni Drag plóg þinn yf­ir bein hinna dauðu eft­ir nó­bels­verð­launa­skáld­ið Olgu Tok­arczuk er spurn­ing­um eins og: hvaða lík­am­ar eru rétt­dræp­ir? og: hverj­ir hafa völd til að ákveða það? velt upp. Bók­in olli mikl­um usla þeg­ar hún kom út í heimalandi höf­und­ar Póllandi, í landi þar sem stjórn­völd hafa tek­ið til dæm­is ákvarð­ana­rétt yf­ir líköm­um kvenna í sín­ar hend­ur.
Skvísur eru bestar
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Skvís­ur eru best­ar

Frek­ar en að hlusta á Dyl­an ætla ég að hlusta á Dolly, Part­on auð­vit­að, og aðr­ar kon­ur sem semja lög sem end­ur­spegla það hvernig er að vera kona, hvernig er að vera ég, skrif­ar Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir.
Saga raðmorðingjans
Menning

Saga raðmorð­ingj­ans

Ný sjón­varps­þáttasería um raðmorð­ingj­ann Jef­frey L. Dah­mer er að verða ein af vin­sæl­ustu þáttar­öð­um Net­flix-streym­isveit­unn­ar frá upp­hafi. Hún seg­ir frá raun­veru­leg­um at­burð­um, en Dah­mer var hand­tek­inn ár­ið 1991 fyr­ir að hafa myrt og mis­not­að sautján unga menn, flesta svarta eða brúna. Þrátt fyr­ir vin­sæld­ir hef­ur þáttar­öð­in sætt harðri gagn­rýni frá að­stand­end­um fórn­ar­lambanna.
Alina fær alþjóðlega vernd á Íslandi
Fréttir

Al­ina fær al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að veita Al­inu Kaliuzhnaya, hvít- rúss­neskri flótta­konu al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en Al­ina flúði heima­land sitt eft­ir að hafa ver­ið fang­els­uð og pynt­uð fyr­ir það eitt að mót­mæla stjórn­völd­um. Í sam­tali við Stund­ina seg­ist Al­ina upp­lifa gleði og létti.
„Ég bið Íslendinga um hjálp“
Fréttir

„Ég bið Ís­lend­inga um hjálp“

Einn af þeim fimmtán sem brott­vís­að var til Grikk­lands í síð­ustu viku var Nour Ahmad, af­gansk­ur strák­ur sem kom hing­að fylgd­ar­laus í lok árs 2021, þá sautján ára og því barn í skiln­ingi laga. Hann er nú í Aþenu, ótta­sleg­inn, hjálp­ar­vana og heim­il­is­laus og seg­ist þrá að koma aft­ur til Ís­lands og ganga í skóla „eins og ís­lensk börn“.
Þú átt ekki að þurfa heppni
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni

Vil­borg Bjarka­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda á Ís­landi, seg­ir að þrátt fyr­ir að hún telji sig heppna með leigu­sala búi hún við þann veru­leika að leigu­samn­ing­ur henn­ar nær að­eins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að heppn­in dugi henni ekki leng­ur og hún þurfi að finna nýj­an samastað fyr­ir sig og börn­in sín tvö.
Týndi árum á leigumarkaði
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Týndi ár­um á leigu­mark­aði

Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Sam­taka leigj­enda, upp­lif­ir sig fast­an á leigu­mark­aði. Hann hef­ur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrj­aði að leigja eft­ir skiln­að en hef­ur ekki tek­ist það. Bar­átt­an, höfn­un­in og upp­lif­un sem hann lýs­ir sem áfalli seg­ir hann hafa haft mik­il og langvar­andi áhrif á and­lega heilsu hans og at­gervi. Hann seg­ir ár­in sem far­ið hafa í bar­átt­una ekki koma aft­ur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Samfélagið sem samþykkti að leita ekki eftir samþykki
Menning

Sam­fé­lag­ið sem sam­þykkti að leita ekki eft­ir sam­þykki

Bæk­urn­ar Vanessa mín myrka og Sam­þykki byggja báð­ar á reynslu höf­unda, beint eða óbeint, og fjalla um hvernig barn­aníð hef­ur ver­ið róm­an­tíser­að af bók­mennta­heim­in­um og hug­mynd­ir um grá svæði hafa rugl­að ung­ar stúlk­ur sem telja sér trú um að þær séu í ástar­sam­bandi við eldri menn sem mis­nota þær.
„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“
ÚttektNeyð á leigumarkaði

„Ég neyði eng­an til að leigja hjá mér“

Á Holts­götu 7 leigja hátt í 30 manns her­bergi í hús­næði sem bú­ið er að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um er illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ir út her­berg­in sæt­ir engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið er skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sjá mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrennt lést í elds­voða.
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
ÚttektNeyð á leigumarkaði

Neyð á leigu­mark­aði í boði stjórn­valda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Vettvangur

„Þið ber­ið mikla ábyrgð á vel­ferð þessa fólks“

Sam­tök leigj­enda buðu fram­bjóð­end­um í Reykja­vík til fund­ar um stöð­una á leigu­mark­aði og leið­ir til lausna.
Áfallið reið yfir eftir að hún sagði frá
Fréttir

Áfall­ið reið yf­ir eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Ólíkar áherslur oddvita varðandi leigumarkað: „Eigum við að eltast endalaust við leigusala?“
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Ólík­ar áhersl­ur odd­vita varð­andi leigu­mark­að: „Eig­um við að elt­ast enda­laust við leigu­sala?“

Fram­bjóð­end­ur í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar höfðu ólík­ar áhersl­ur varð­andi ákall um að­gerð­ir til að bæta leigu­mark­að­inn. Sum­ir sögðu hinn al­menna mark­að hafa brugð­ist og að borg­in þurfi að stíga inn í á með­an aðr­ir vildu ekki slík af­skipti af mark­aði. Sitj­andi borg­ar­stjóri sem sagði að nú þeg­ar væri leigu­þak á óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lög­un­um.
Alina fær að sækja um vernd
Fréttir

Al­ina fær að sækja um vernd

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að taka beiðni Al­inu Kaliuzhnaya , hvít-rúss­neskr­ar póli­tískr­ar flótta­konu, um al­þjóð­lega vernd hér á landi til efn­is­legr­ar með­ferð­ar. Ástæða þess er stríð­ið í Úkraínu og áhrif þess á flótta­manna­kerf­ið í Póllandi þang­að sem Út­lend­inga­stofn­un hafði áð­ur ákveð­ið að vísa Al­inu, á grund­velli Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.
„Það eru allir í sjokki, það getur enginn reddað sér“
Fréttir

„Það eru all­ir í sjokki, það get­ur eng­inn redd­að sér“

Bú­ið er að taka vatn, raf­magn og in­ter­net af í Fann­borg 4 í Kópa­vogi þar sem áfanga­heim­il­ið Betra líf var til húsa. Þrír menn eru eft­ir í hús­næð­inu sem vilja ekki fara, þeir segja að gat­an bíði þeirra þar til þeir fá hús­næði út­hlut­að 2. maí. Arn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mað­ur Betra lífs, vill vísa þeim út en húsa­leigu­samn­ing hans í Fann­borg 4 var rift vegna ófull­nægj­andi bruna­varna.
Dómsmálaráðherra í þyrlu Landhelgisgæslunnar: „Skutluðu okkur í leiðinni“
Fréttir

Dóms­mála­ráð­herra í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar: „Skutl­uðu okk­ur í leið­inni“

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að hann hafi not­að tæki­fær­ið, tek­ið þátt í æf­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Breiða­firði og feng­ið í leið­inni far með þyrlu gæsl­unn­ar frá Bíldu­dal yf­ir á Stykk­is­hólm. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur gagn­rýnt að ráð­herr­ar nýti loft­för í eigu eða leigu stofn­ana rík­is­s­ins.