Vilborg Bjarkadóttir, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir að þrátt fyrir að hún telji sig heppna með leigusala búi hún við þann veruleika að leigusamningur hennar nær aðeins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá möguleiki fyrir hendi að heppnin dugi henni ekki lengur og hún þurfi að finna nýjan samastað fyrir sig og börnin sín tvö.
ViðtalNeyð á leigumarkaði
Týndi árum á leigumarkaði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, upplifir sig fastan á leigumarkaði. Hann hefur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrjaði að leigja eftir skilnað en hefur ekki tekist það. Baráttan, höfnunin og upplifun sem hann lýsir sem áfalli segir hann hafa haft mikil og langvarandi áhrif á andlega heilsu hans og atgervi. Hann segir árin sem farið hafa í baráttuna ekki koma aftur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Menning
6
Samfélagið sem samþykkti að leita ekki eftir samþykki
Bækurnar Vanessa mín myrka og Samþykki byggja báðar á reynslu höfunda, beint eða óbeint, og fjalla um hvernig barnaníð hefur verið rómantíserað af bókmenntaheiminum og hugmyndir um grá svæði hafa ruglað ungar stúlkur sem telja sér trú um að þær séu í ástarsambandi við eldri menn sem misnota þær.
ÚttektNeyð á leigumarkaði
8
„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“
Á Holtsgötu 7 leigja hátt í 30 manns herbergi í húsnæði sem búið er að stúka niður í fjölda lítilla herbergja. Eldvörnum er illa eða ekkert sinnt. Fyrirtækið sem leigir út herbergin sætir engu opinberu eftirliti þar sem húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði. Margir viðmælendur Stundarinnar sjá mikil líkindi með aðstæðum þar og þeim á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrennt lést í eldsvoða.
ÚttektNeyð á leigumarkaði
1
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
Samtök leigjenda kalla eftir regluverki til að koma í veg fyrir ömurlegt ástand á leigumarkaði þar sem fólk neyðist til að sækja í ósamþykkt og óleyfilegt húsnæði vegna hás leiguverðs. Ráðherrar og þingmenn virðast vel meðvitaðir um ástandið og flúðu sjálfir leigumarkaðinn við fyrsta tækifæri. Engu að síður er það niðurstaða nýlegrar rannsóknar að leigusalar hafi umboð stjórnvalda til að herja á leigjendur.
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
Fréttir
1
Áfallið reið yfir eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Ólíkar áherslur oddvita varðandi leigumarkað: „Eigum við að eltast endalaust við leigusala?“
Frambjóðendur í oddvitakappræðum Stundarinnar höfðu ólíkar áherslur varðandi ákall um aðgerðir til að bæta leigumarkaðinn. Sumir sögðu hinn almenna markað hafa brugðist og að borgin þurfi að stíga inn í á meðan aðrir vildu ekki slík afskipti af markaði. Sitjandi borgarstjóri sem sagði að nú þegar væri leiguþak á óhagnaðardrifnu leigufélögunum.
Fréttir
Alina fær að sækja um vernd
Útlendingastofnun hefur samþykkt að taka beiðni Alinu Kaliuzhnaya , hvít-rússneskrar pólitískrar flóttakonu, um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar. Ástæða þess er stríðið í Úkraínu og áhrif þess á flóttamannakerfið í Póllandi þangað sem Útlendingastofnun hafði áður ákveðið að vísa Alinu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.
Fréttir
„Það eru allir í sjokki, það getur enginn reddað sér“
Búið er að taka vatn, rafmagn og internet af í Fannborg 4 í Kópavogi þar sem áfangaheimilið Betra líf var til húsa. Þrír menn eru eftir í húsnæðinu sem vilja ekki fara, þeir segja að gatan bíði þeirra þar til þeir fá húsnæði úthlutað 2. maí. Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vill vísa þeim út en húsaleigusamning hans í Fannborg 4 var rift vegna ófullnægjandi brunavarna.
Fréttir
4
Dómsmálaráðherra í þyrlu Landhelgisgæslunnar: „Skutluðu okkur í leiðinni“
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi notað tækifærið, tekið þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar í Breiðafirði og fengið í leiðinni far með þyrlu gæslunnar frá Bíldudal yfir á Stykkishólm. Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt að ráðherrar nýti loftför í eigu eða leigu stofnana ríkissins.
Viðtal
Sagan hennar Alinu
Alina Kaliuzhnaya flúði Hvíta-Rússland eftir að hafa verið handtekin, fangelsuð, pyntuð og loks sett á lista yfir eftirlýsta glæpamenn fyrir það eitt að mótmæla kosningasvikum Lukashenko. Henni hefur í tvígang verið neitað um vernd af íslenskum stjórnvöldum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alvarleg veikindi hennar og fötlun, það að hún sé eftirlýst í heimalandi sínu og faðir hennar þekktur pólitískur flóttamaður, hafði ekkert að segja.
Fréttir
3
Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna
Búið er að loka efri hæð áfangaheimilisins Betra líf í Fannborg 4 í Kópavogi sökum þess að hæðin uppfyllti ekki kröfur slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu um brunavarnir. Nú mega aðeins tíu skjólstæðingar leigja herbergi á neðri hæðinni.
Úttekt
4
Brostnar vonir á áfangaheimilinu Betra líf
Til stendur að loka áfangaheimilinu Betra líf verði ekki gerðar úrbætur á brunavörnum, en slökkviliðið lýsir húsnæðinu sem dauðagildru. Forstöðumaður áfangaheimilisins segir ekki forsendur til þess að leggja í slíkan kostnað og sakar yfirvöld um að reka heimilislaust fólk á götuna. Íbúar lýsa slæmum aðbúnaði og kalla eftir breytingum, en fjórir hafa látist á áfangaheimilinu frá árinu 2020.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur varð meyr við að lesa fréttartilkynningu frá stjórnarráðinu þess efnis að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Ásta er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur fengið réttarstöðu sakbornings vegna starfs síns.
Nærmynd
„Sérstaða Íslands“
Frá því að Eiður Guðnason, þáverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir fyrsta alþjóðlega loftslagssamninginn hefur Íslands ítrekað reynt að undanþágur frá alþjóðlegum skuldbindingum vegna „sérstöðu sinnar“. Það kemur hvað best fram í viðræðum Íslands varðandi Kyotó-bókunina þar sem við beinlínis báðum um að fá að menga meira en aðrir vegna þess hve sérstök við vorum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.