Eigin konur

Ólafía Gerð­ur - Setti hníf upp við háls henn­ar og ógn­aði ör­yggi henn­ar í fjög­ur ár

Ólafía Gerður bjó með ofbeldisfullum barnsföður sínum í tæp fjögur ár, frá því hún var 16 ára. Barnsfaðir hennar steig nýlega fram í viðtali þar sem hann lýsti sambandinu þeirra sem „stormasömu“. Ólafía segir frá líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og stafrænu kynferðisofbeldi sem hún mátti þola á heimilinu. „Hann reyndi að kyrkja mig og endar á því að nauðga mér. Þetta er eitt af mínum stærstu minningum sem ennþá daginn í dag, tæpum sex árum seinna, er ég að fá martraðir.” Segir Ólafía í þættinum. Ástæðan fyrir því að Ólafía ákvað að segja sögu sína er tvíþætt. „Ég ætla að skila skömminni og styrkja sjálfa mig.“ Svo er það hitt: „það var ótrúlega erfitt að sjá hann koma fram í viðtali, ég titraði bara og mér var óglatt.“ Henni er fyrirmunað að skilja af hverju fjölmiðlar birta viðtöl við menn sem hafa verið kærðir fyrir ofbeldi.
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Leiðarar #48

    Leið­ari: Keðju­verk­andi áhrif þess ef for­sæt­is­ráð­herra vill verða for­seti

    Vélmennadraumar (Robot Dreams)
    Paradísarheimt #5

    Vél­menna­draum­ar (Ro­bot Dreams)

    Leiðarar #47

    Leið­ari: Týndu börn­in

    Leiðarar #46

    Leið­ari: Af hverju eru Ís­lend­ing­ar hrædd­ir við að verða betri?