Eigin konur

Lilja Bjark­lind: „Áfall­ið kom eft­ir að ég sagði frá“

„Ég er bara ein að labba þegar hann stoppar og býður mér far,” segir Lilja Bjarklind, sem stígur hér fram í þætti Eigin kvenna, en hún var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Lilja segir frá því hvernig hann lokkaði hana með sér í bíl á þeim forsendum að hún fengi að keyra. „Hann tekur mig bara svona yfir og á meðan ég er að keyra að þá er hann að fara inn á mig og þukla á mér,” segir hún í þættinum og bætir við að hún hafi frosið og þótt þetta mjög skrítið. Lilja segir manninn hafa keyrt um bæinn og leitað að sér. „Hann var alltaf mættur þar sem ég var að leika.” Hún segir brotin hafa aðallega átt sér stað heima hjá honum en stundum hafi hann keyrt með hana út í móa og brotið á henni þar. „Þetta var bara eitthvað sem við gerðum og ég vissi alltaf hvað var að fara gerast,” segir Lilja. Maðurinn var 54 ára gamall og barnlaus og bjó hjá foreldrum sínum á þeim tíma. „Ég vildi oft fá að heilsa uppá mömmu hans til að kaupa aðeins tíma,“ segir Lilja. Svo hafi hann opnað hlera þar sem hún átti að fara niður. Lilja segir það mög súrt að móðir hans hafi ekki gert athugasemd við að hann hafi verið að fá Lilju til sín í heimsókn. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
  1:14:00

  Lilja Gísla­dótt­ir

  Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
  42:16

  Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

  „Það bara hrundi allt“
  45:41

  „Það bara hrundi allt“

  55:56

  Ant­on­ía Arna