Karlmennskan

„Halda kjafti og lifa til 42 ára ald­urs“ - Gísli Kort sér­fræð­ing­ur í geð­hjúkr­un

Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt. Gísli Kort Kristófersson er sérfræðingur í geðhjúkrun á sjúkrahúsinu á Akureyri og dósent við Háskólann á Akureyri. Gísli fór af járnsmíðaverkstæði í vinnu á hjúkrunarheimili og hefur ekki litið til baka síðan eða í 23 ár. Í dag kennir Gísli við háskólann á Akureyri, stundar rannsóknir og sinnir auk þess meðferðastarfi, einkum með körlum sem glíma við geðrænar áskoranir. Við spjöllum um geðrænar áskoranir, karlmennsku og hvernig það getur verið bylltingakennd uppgötvun fyrir karla að það að setja tilfinningar sínar í orð geti bætt líðan þeirra. Við ræðum djúpstæða kvenfyrirlitningu sem birtist í gildismati og viðhorfum til hefðbundinna kvennastarfa, reifum ástæður þess að karlar sækja ekki í hjúkrunarfræðina og hve mikilvægt er að sýna auðmýkt fyrir því sem maður ekki veit í ört breytandi heimi. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist. Mr. Silla - Naruto (án söngs)
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
Paradísarheimt #9

Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop