Karlmennskan #63

Sér­fræð­ing­ar pall­borðs Kveiks - Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir, Katrín Ólafs­dótt­ir, Þórð­ur Krist­ins­son og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir

Eftir alltof stuttan og ófókuseraðan seinni þátt Kveiks um hreinsunareld Þóris Sæm fékk ég viðmælendur pallborðs Kveiks til þess að dreypa á því sem helst fór fram og kannski einna helst beina sjónum að því sem vantaði í umræðuna. Margir áhugaverðir og þarfir punktar komu fram sem er þess virði að hlusta á, til dæmis fjölluðum við um hvað er átt við þegar við tölum um handrit fyrir gerendur? Hvort það ætti ekki að koma á laggirnar nýjum dómstól á Íslandi sem fer með kynferðisbrotamál? Hvernig ætlum við að takast á við sársauka þolenda? Hver er hin raunverulega slaufunar menning? Við veltum fyrir okkur ólíkum sjónarmiðum þegar að kemur að því að umgangast gerendur og hvernig við getum beitt okkur fyrir þolendavænni samfélagi. Við eigum það sameiginlegt að líta á jafnréttisbaráttuna sem langhlaup sem er mikilvægt að vera vel nestuð í og að sérfræðingar, þolendur og aktívistar eigi að leiða þá umræðu. Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
„Það er verið að fylgjast með ykkur“ - Edda Falak og Ólöf Tara
58:23

„Það er ver­ið að fylgj­ast með ykk­ur“ - Edda Falak og Ólöf Tara

Saga Borgarættarinnar
1:44:00

Saga Borgarætt­ar­inn­ar

Kona á keisarastóli II: Heldurðu ekki að hringinn þinn ég hermannlega bæri?
18:49

Kona á keis­ara­stóli II: Held­urðu ekki að hring­inn þinn ég her­mann­lega bæri?

Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir
50:09

Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir