Karlmennskan

„Ekki hvenær, held­ur hvernig gætu gerend­ur átt aft­ur­kvæmt“ - Gúst­av Ad­olf heim­spek­ing­ur og Rann­veig Ág­ústa kynja­fræð­ing­ur

Hér er gerð frekari tilraun til þess að kryfja þá sviðnu jörð sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur skildi eftir í kjölfar þáttarins „Hreinunareldur Þóris Sæmundssonar“. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi sem er að rannsaka gerendur og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson heimspekingur og doktorsnemi sem er að rannsaka hvernig samskipti milli ólíkra reynsluheima eiga sér stað settust í stúdíóið. Leitum við svara við af-skautun umræðunnar um ofbeldi, hvernig við getum nálgast vini og vinnufélaga sem eru gerendur eða meintir gerendur ofbeldis. Hvað þurfi til svo gerendur megi axla ábyrgð og hvernig spurningin „hvenær eiga gerendur afturkvæmt“ sé í sjálfu sér entitled og taki því sem gefnu að það sé bara spurning um tíma, en ekki hvort eða hvernig gerendur geti átt afturkvæmt. Spjallið fer á stöku stundum í hyldýpi hugsana doktorsnemanna en við reyndum að halda umræðunni aðgengilegri og gagnlegri fyrir samtalið out there. Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Leiðarar #48

Leið­ari: Keðju­verk­andi áhrif þess ef for­sæt­is­ráð­herra vill verða for­seti

Vélmennadraumar (Robot Dreams)
Paradísarheimt #5

Vél­menna­draum­ar (Ro­bot Dreams)

Leiðarar #47

Leið­ari: Týndu börn­in

Leiðarar #46

Leið­ari: Af hverju eru Ís­lend­ing­ar hrædd­ir við að verða betri?