Karlmennskan #60

Hreins­un­ar­eld­ur sem brenndi þo­lend­ur - Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks

„Núna langar mig aðeins að segja hver hugsunin var.“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks aðspurð hvers vegna ákveðið var að gera einhliða illa ígrundaða og meingallaða umfjöllun um ofbeldi sem málaði hóp þolenda sem gerendur. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um leikarann Þóri Sæm í síðustu viku sem vakti vægast sagt upp hörð viðbrögð þolenda og baráttufólks gegn ofbeldi. Engir sérfræðingar um ofbeldismál voru fengnir til viðtals og ýjaði þáttastjórnandi að því að ástæðan væri sú að enginn hefði fengist í þáttinn. Þátturinn, sem að sögn þáttastjórnanda, átti að hreyfa við umræðunni um ofbeldi fýraði í raun enn frekar upp í andstöðu við þolendur og mátti sjá gerendameðvirknina sullast yfir facebook-þráð Kveiks þar sem viðtalið var auglýst. Í kjölfar þáttarins hafa þolendur stigið fram í hrönnum, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátturinn hafi verið eins og „hlandblaut tuska í andlitið á þolendum“. Raunar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í samtali við Stundina, að viðmælandi Kveiks hefði notfært sér aldur hennar til að sofa hjá sér, þegar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virðist ekki vera sú eina sem svíður undan viðmælanda Kveiks. En umfjöllun Kveiks var ekki um þjáningarnar sem viðmælandinn hefði ollið þolendum sínum og hvernig hann hefði axlað á þeim ábyrgð, heldur hvort að afleiðingarnar sem hann hefur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sanngjörn niðurstaða“. Karlmennskan fær Þóru til að útskýra hugsunin á bakvið umfjöllunina, hvort þátturinn hafi verið mistök og í raun virkað sem vopn í höndum þeirra sem tala niður þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi, hvort farið hafi verið í fullnægjandi rannsóknarvinnu í aðdraganda þáttarinns og hvernig Kveikur muni bregðast við í kjölfar gagnrýninnar. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
„Það er verið að fylgjast með ykkur“ - Edda Falak og Ólöf Tara
58:23

„Það er ver­ið að fylgj­ast með ykk­ur“ - Edda Falak og Ólöf Tara

Saga Borgarættarinnar
1:44:00

Saga Borgarætt­ar­inn­ar

Kona á keisarastóli II: Heldurðu ekki að hringinn þinn ég hermannlega bæri?
18:49

Kona á keis­ara­stóli II: Held­urðu ekki að hring­inn þinn ég her­mann­lega bæri?

Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir
50:09

Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir