Karlmennskan #51

„Hvað­an ertu?“ - Chanel Björk Sturlu­dótt­ir

„Í staðinn fyrir að fara í vörn að fólk sé bara tilbúið til að hlusta, læra og aflæra þessar hugmyndir.“ segir Chanel Björk Sturludóttir umsjónarkona Mannflórunnar sem er útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Rúv og Instagram, þar sem hún leitast við að svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel er blandaður Íslendingur og kannast við á eigin skinni hvernig við flokkum fólk eftir ríkjandi hugmyndakerfi. Þótt enginn munur sé á fólki eftir uppruna og kynþætti þá verðum við að taka inn í myndina hvernig nýrasismi hefur félagsleg áhrif á fólk. Chanel gagnrýnir gerendafókus í umræðu um menningarnám og rasisma og telur fólk ekki nægjanlega meðvitað um eigin fordóma. Jafnvel upplýst róttækt fólk eigi til að nota orðfæri úr poppmenningunni án þess að tengja það við yfirtöku ráðandi hóps á menningareinkennum undirokaðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skólum, félagsmiðstöðvum og vinnustöðum upp á fræðslu um kynþáttahyggju og menningarfodóma á Íslandi. Í 51. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar fræðumst við um rasisma, nýrasisma, öráreitni, fordóma, menningarnám, AAVE og kynþáttahyggju í íslensku samfélagi. Intro: Futuregrapher Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
„Gervikallar gráta ekki “ - Tómas Tómasson alþingismaður
33:31

„Gervikall­ar gráta ekki “ - Tóm­as Tóm­as­son al­þing­is­mað­ur

07:13

Latifa: Við þurft­um að taka erf­ið­ar ákvarð­an­ir og þær voru upp á líf og dauða

„Ísland er húsfélag“ - Svala, Hörður og Einar
1:09:00

„Ís­land er hús­fé­lag“ - Svala, Hörð­ur og Ein­ar

Fullkomið foreldri, besta barnið - Auður Magndís Auðardóttir og Sunna Símonardóttir
31:45

Full­kom­ið for­eldri, besta barn­ið - Auð­ur Magn­dís Auð­ar­dótt­ir og Sunna Sím­on­ar­dótt­ir