Karlmennskan

Plast­laus sept­em­ber: „Við get­um gert svo margt“ - Kol­brún G. Har­alds­dótt­ir og Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son

Landsátakið plastlaus september er hafið í fimmta sinn sem er að fyrirmynd Plastic free july frá ástralíu. Skipuleggjendur plastlauss september leggja aherslu á jákvæðni og lausnir með vitundavakningu um plastnotkun. Markmiðið sé ekki að útrýma plasti heldur að við reynum að takmarka notkun þess með aukinni meðvitund. Stjórnvöld hafa innleitt reglugerðir sem hafa svipað markmið og hafa t.d. plastpokarnir, plaströr og plastskeiðar fengið að fjúka við takmarkaðan fögnuð sumra. Kolbrún G. Haraldsdóttir fræðir okkur um markmið plastlauss september með áherslu á einstaklingsframtakið en Guðmundur Ingi Guðbrandsson svarar fyrir aðgerðir og stefnu stjórnvalda hvað varðar plastleysi og umhverfisvernd. Hver á að bera ábyrgð á plastinu í sjónum, dreifingu plasts og takmörkun á plastnotkun? Er rétt að velta ábyrgðinni á einstaklinga eða ætti að beina spjótum enn frekar að fyrirtækjum og stóriðjunni? Og hvar eru karlarnir í umhverfisaktívismanum? Intro: Futuregrapher Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
Paradísarheimt #9

Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop

Loka auglýsingu