Karlmennskan

„Ég er veg­an fyr­ir dýr­in“- Valli dord­ing­ull

„Ó þú ert vegan, þá er ég bara vegan líka“, segir Sigvaldi Ástríðarson, kallaður Valli dordingull, um ástæðu þess að hann varð vegan þegar hann sá að pönk fyrirmynd hans var vegan. Valli stofnaði dordingull.is fyrir 22 árum síðan, sem var grunnur þungarokks og pönkmenningar á Íslandi og selur brot- og borvélar í dag. Valli hefur verið vegan í 17 ár fyrir dýrin og var veganmanneskja fjölmiðla í „gamla daga“. Valli kannast því við margar mýtur sem fólk heldur fram um veganisma og hefur margoft fengið athugasemdir eða skot tengt veganismanum þótt fólki geri það sjaldan í dag. Hann kom að stofnun samtaka grænmetisæta á Íslandi, núna vegansamtakanna og hrinti Veganúar af stað enda telur hann bestu leiðina til að ginna fólk í veganisma í gegnum góðan mat. Í 40. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar ræðum við um veganisma, karlmennsku, dýravernd, mýtur um soja, umhverfi sem er andsúið veganisma, hvernig á að gera tófú bragðgott og hvernig fólk geti byrjað að stíga inn í veganismann hafi það áhuga á því. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
BeintPressa #20

Bar­ist í bökk­um vel­ferð­ar­sam­fé­lags

Leiðari: Handbók um leiðir til að þykjast siðlegur ráðherra
Leiðarar #51

Leið­ari: Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

The Teachers’ Lounge
Paradísarheimt #8

The Teachers’ Lounge

Falsfréttir og rangar upplýsingar um stríðið
Úkraínuskýrslan #1

Fals­frétt­ir og rang­ar upp­lýs­ing­ar um stríð­ið

Loka auglýsingu