Karlmennskan #39

„Hvað eig­um við að öskra þetta lengi!?“ - ÖFG­AR, Huld Hrund og Ólöf Tara

„Við ætlum að fella feðraveldið,“ segja Hulda Hrund og Ólöf Tara um markmið hins nýstofnaða femíníska aðgerðahóps ÖFGAR í samtali við Þorstein V. Einarsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Hópurinn hefur hleypt krafti í seinni eða aðra bylgju metoo með nafnlausum frásögnum tugi kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni þjóðþekkts tónlistarmanns. Þá sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu, ásamt AGN (aðgerðahópur gegn nauðgunarmenningu), til þjóðhátíðarnefndar þar sem þess var krafist að Ingólfur Þórarinsson yrði afbókaður til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í 39. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er orðræða fólks í athugasemdakerfum fréttamiðla um afbókun Ingólfs krufin, skyggnst á bakvið markmið hópsins ÖFGAR, rætt um styðjandi og mengandi kvenleika og því velt upp hvað þurfi til svo konum sem eru þolendur kynferðisofbeldis verði trúað og þær njóti stuðnings samfélagsins. Viðmælendur: f.h. Öfgar, Ólöf Tara og Hulda Hrund. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
1:00:00

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son

„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson)
35:50

„Það er ekk­ert gott að geta ver­ið drullu­hali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sig­þórs­son)

47:40

Kristrún Frosta­dótt­ir

39:47

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir