Karlmennskan

Guð gefi mér æðru­leysi - Kalli, Rót­in og Hörð­ur

„Það er kannski ekkert valdeflandi þegar það er sagt við mann þegar maður er tvítugur að maður sé með ólæknandi heilasjúkdóm“ segir Kristín I. Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar í samtali við Hörð Ágústsson fyrrverandi meðlim AA samtakanna, Kalla (dulnefni) núverandi meðlim AA samtakanna og Þorstein V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskan. Ræða þau AA samtökin á gagnrýnin hátt byggt á eigin reynslu og rannsóknum sem sýnt hafa að fíknivandi er flóknari en svo að hann sé einungis líffræðilegur og megi lækna með trúarlegum leiðum. Hörður segist hafa getað sparað börnunum sínum og konu nokkur ár af þroti ef honum hefði strax verið bent á að leita aðstoðar sálfræðings og Kalli lýsir því hvernig AA samtökin virka, hvernig brugðist er við ofbeldi innan samtakanna og hvers vegna hann er búinn að vera viðloðandi samtökin frá tvítugsaldri. Þótt samtalið sé gagnrýnið á nálgun SÁÁ og AA samtökin telja þau öll að með gagnrýnum huga og fjölbreyttum leiðum til bata, geti félagsskapurinn hjálpað fólki að öðlast ágætis líf. Í 38. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er rætt um AA samtökin, fíkn, áföll, ofbeldi og leiðir til bata við fíknivanda. Viðmælendur: Hörður Ágústsson, Kalli (dulnefni) og Kristín I. Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Leiðarar #48

Leið­ari: Keðju­verk­andi áhrif þess ef for­sæt­is­ráð­herra vill verða for­seti

Vélmennadraumar (Robot Dreams)
Paradísarheimt #5

Vél­menna­draum­ar (Ro­bot Dreams)

Leiðarar #47

Leið­ari: Týndu börn­in

Leiðarar #46

Leið­ari: Af hverju eru Ís­lend­ing­ar hrædd­ir við að verða betri?