Karlmennskan

„Þótt við för­um ekki áfram með mál­ið þá þýð­ir það ekki að við trú­um þér ekki“ - Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir

„Þótt við förum ekki áfram með málið þá þýðir það ekki að við trúum þér ekki,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem meðal annars sér um kynferðisbrotamál hjá embætti héraðssaksóknara. Hún hefur starfað í 16 ár hjá ákæruvaldinu og segir margt hafa breyst undanfarin ár meðal annars vegna gagnrýni á embættið. Nefnir hún sem dæmi að lögð hefur verið vinna í að bæta skýrslutökur því framburður er það sem ákæurvaldið liggur yfir til að meta sönnunarstöðuna og þá hefur þjónusta við brotaþola einnig verið bætt til dæmis með aukinni upplýsingagjöf og reynt að bæta upplifun fólks af kerfinu. Kolbrún tekur undir það að oft séu mál felld niður en gagnrýnir Landsrétt fyrir að lækka refsingar í kynferðisbrotamálum. Í 36. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar rekur Kolbrún Benediktsdóttir ákæruferlið, starfsemi og viðbrögð embættisins við háværri gagnrýni brotaþola og veitir innsýn í starf sitt sem varahéraðssaksóknari. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar og var tekinn upp í stúdíó Macland.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Leiðarar #48

Leið­ari: Keðju­verk­andi áhrif þess ef for­sæt­is­ráð­herra vill verða for­seti

Vélmennadraumar (Robot Dreams)
Paradísarheimt #5

Vél­menna­draum­ar (Ro­bot Dreams)

Leiðarar #47

Leið­ari: Týndu börn­in

Leiðarar #46

Leið­ari: Af hverju eru Ís­lend­ing­ar hrædd­ir við að verða betri?