Karlmennskan

Kerf­is­bund­ið of­beldi gegn kon­um og út­lend­ing­um í „jafn­rétt­ispara­dís”? - Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Sara Man­sour

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Sara Mansour laganemi og aktívisti ræddu nýja bylgju metoo á Íslandi, lagarammann og réttarkerfið sem virðist ekki ná nógu vel utan um kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum og hvernig byltingar og hávær umræða hefur áhrif á löggjafann sem þó mætti hreyfa sig hraðar. Meginþungi 32. þáttar var þó á málefni fólks á flótta og frumvarp sem Áslaug Arna ber ábyrgð á, sem mannréttindasinnar eins og Sara Mansour hafa gagnrýnt hástöfum. Sara upplifir orð en ekki gjörðir og finnst vegið að réttindum alls flóttafólks með því að þrengja að heimild og skyldu stjórnvalda til að meta aðstæður fólks. Sara Mansour kallar eftir meiri umræðu um frumvarpið og réttindi fólks sem flýr aðstæður sínar og vonast til þess að löggjafinn taki betur utan um þarfir hælisleitenda og flóttafólks. Áslaug Arna stóð fyrir svörum, sagðist vilja gera vel, vilja bregðast við athugasemdum mannréttindasinna en færði rök fyrir því kerfi sem Ísland gengst undir í málefnum fólks á flótta. Sara og Áslaug Arna voru ekki sammála um margt en þó eitthvað.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop

Sif #11: Á barmi skilnaðar
Sif #11

Sif #11: Á barmi skiln­að­ar