Hús & Hillbilly

Hug­leik­ur

Í þessum fyrsta hlaðvarpsþætti Hús & Hillbilly ræðir Hugleikur Dagsson meðal annars um mikilvægi niðurlægingarinnar, en hann uppgötvaði tækni til þess að breyta upplifun niðurlægingarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skammarleg atvik dagsins éti mann upp að innan, rétt fyrir svefninn. Gæti verið námskeið í uppsiglingu?
· Umsjón: Magga Weisshappel, Ragga Weisshappel

Hugleikur Dagsson ræðir við Hillbilly, meðal annars um mikilvægi niðurlægingarinnar, í þessum fyrsta hlaðvarpsþætti Hús&Hillbilly. Hugleikur uppgötvaði tækni til þess að breyta upplifun niðurlægingarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skammarleg atvik dagsins éti mann upp að innan, rétt fyrir svefninn. Gæti verið námskeið í uppsiglingu? Hillbilly þótti Hugleikur yfirvegaður, þvert á spár okkar. Það var talað um dónamörk grínsins og listnám á fágaðan hátt. Hillbilly var þó við það að gelta upp hlátri í gegnum allt viðtalið. 

Hugleikur og Hillbilly sitja á Dagsson skrifstofunni, en þar situr hann og horfir út á sjóinn þegar hann er staddur á Íslandi en hann starfar einnig í Berlín um þessar mundir. Nú sem endranær reynir Hillbilly að hafa viðtalið tímalaust - með það að markmiði að kryfja haus listamannsins - svo það skiptir ekkert miklu máli hvar hann býr.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
Paradísarheimt #9

Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop