Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Jón Trausti Reynisson

Verðum við að kaupa þetta?

Sprettur hatrið úr ráðhúsi Reykjavíkur eða úr athöfnum Ísraels? Jón Trausti Reynisson fer yfir fimm rök gegn viðskiptabanni á Ísraelsríki.

Jón Trausti Reynisson

Sprettur hatrið úr ráðhúsi Reykjavíkur eða úr athöfnum Ísraels? Jón Trausti Reynisson fer yfir fimm rök gegn viðskiptabanni á Ísraelsríki.

Palestínsk börn flutt á spítala Um þrjú hundruð palestínsk börn létust af völdum Ísraelsmanna í herferð þeirra í Gaza á einum mánuði í fyrra, samkvæmt mati UNICEF. 

Maður stendur reglulega frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja að standa með fólki, sem er líkt manni sjálfum, eða standa með prinsippum – því sem manni finnst almennt rétt að því gefnu að allt mannfólk sé jafnt. Margir standa með fjölskyldumeðlimum sínum, jafnvel þótt þeir séu að einhverju vafasömu. Við höfum tilhneigingu til að standa með fólki af sama þjóðerni og við erum. Og svo hefur verið rík tilhneiging til að standa með þeim sem aðhyllast sömu trúarbrögð.

Eftir að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að kaupa vörur sem eru framleiddar í Ísrael, vegna framkomu þeirra við hina minni máttar palestínumenn og áframhaldandi hernáms á landi þeirra, hefur risið upp andstaða, sérstaklega meðal trúaðra, sem virðast samsama sig sérstaklega við Gyðinga. Það er skiljanlegt, enda byggir þjóðtrú Íslendinga á sögum sem skarast við trú og þjóðarsögu Gyðinga. 

Samkvæmt þessu virðumst við vera skyldug til að kaupa vörur frá tilteknum aðilum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði það með því að það gæti verið ólöglegt að hætta að kaupa vörur frá Ísrael, vegna þess að það væri mismunun. Annar sagði þetta jafngilda því að sniðganga rauðhærða. Jafnvel þótt okkur misbjóði verulega meðferð á manneskjum eigum við að versla við viðkomandi.

Önnur rök birtust í gagnrýni á Gunnar Braga þegar viðkom viðskiptabanni á Rússland. Í því tilfelli vísuðu útgerðarmenn og fleiri til hagsmuna og gagnrýndu að Íslendingar myndu tapa á virkri siðferðislegri afstöðu sinni gegn innlimun Rússlands á hluta af öðru sjálfstæðu ríki.

En á maður að taka siðferðislega ákvörðun út frá því hvernig maður samsamar sig öðrum gerendum, út frá því að maður hafi fjárhagslega hagsmuni af henni eða út frá því að bannað sé að taka afstöðu?

Fjórðu rökin eru þau að ekki sé nægt tilefni til að hætta að kaupa vörur frá Ísrael, að framkoma ísraelska ríkisins gagnvart íbúum á svæðum sem það hefur hernumið sé ekki nægilega slæm til að réttlæta að kaupa ekki avókadóið af þeim. Kannski vegna þess að Ísraelsríki sé að sprengja, skjóta fólk á hernumdum og aflokuðum svæðum í sjálfsvörn. Þessi rök eru algeng og skiljanleg hjá þeim sem styðja málstað Ísraels, en hins vegar verður þess erfiðara að halda fram sjálfsvörn eftir því sem valdamisvægið verður meira og skaðinn sem maður veldur hinum valdaminni verður meiri.

Fimmtu rökin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sem töldu að áhrifin af viðskiptabanninu yrðu ekki tilfinnanleg og því væri rangt að grípa til þess. Samkvæmt því ættum við líklega að sleppa því að fara á kjörstað, því áhrifin af atkvæðum okkar einu og sér veldur ekki úrslitum nema í algerum frávikstilfellum. Þetta er afstaða um afstöðuleysi sem væri skaðlegt að gera að almennri reglu. Við kjósum og tökum afstöðu vegna þess að okkur þykir það rétt. Þannig staðsetjum við okkur sem siðferðislega gerendur í heiminum. (En við eigum kannski ekki að láta myndir af sprengdum börnum hafa áhrif á stefnumótun okkar, eins og forsætisráðherra sagði um drukknuðu börnin sem rak á sandstrendur Miðjarðarhafsins.)

Ísrael lagði upp í verkefni fyrir nokkrum misserum. Við skulum ekki efast um að veruleiki Ísraelsmanna og ótti þeirra við umhverfið er meiri og skiljanlegri en okkar Íslendinga. Verkefnin sem við leggjum upp í eru að leggja vegi, reisa virkjanir og svo framvegis. Þau eru misjafnlega umdeild. En verkefni Ísraels var að „senda Gaza aftur til Miðalda“, samkvæmt innanríkisráðherra Ísraels. Gaza er 50 kílómetra löng aflokuð landræma, sem eftir er af Palestínuríkinu sem alþjóðasamfélagið samþykkti að stofna, en Ísrael vill ekki viðurkenna. Þar býr 1,8 milljón manna á litlu svæði sem á sameiginlega sögu um reglulegar loftárásir Ísraels sem hafa meðal annars tekið fjölda barnslífa. Auðvitað reynir Ísrael að láta gott af sér leiða á móti, en það hjálpar ekki til þegar flestir eða allir þekkja til barna sem hafa verið drepin af sama aðila.

„Eldfjall haturs sprakk í ráðhúsi Reykjavíkur“

Árið 1947 höfðu Gyðingar markvisst beitt her- og fjármálavaldi til að leggja undir sig lönd Palestínumanna. Gleymum því. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að skipta gömlu Palestínu á milli Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Í kjölfarið kom hernám og markviss útþensla Ísraelsríkis, sem stendur ennþá yfir. Palestínumenn lifa margir á aflokuðum svæðum við takmarkað frelsi og reglulegt ofbeldi. Þetta eru suðupottar haturs, sem stuðla bæði að ofbeldi af hálfu Palestínumanna og fleiri sem samsama sig við þá. Ástandið í Palestínu er besta vopn þeirra öfgamanna sem vilja sannfæra ungt fólk í arabalöndunum um að fremja hryðjuverk gegn vesturlöndum eða öðrum. Saga Palestínu er sönnun fyrir óréttlæti heimsins sem kallar á baráttu. 

Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sér hins vegar ekki hatrið sem verið er að spúa út um heiminn úr bakgarði Ísraels. Hann sagði við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur: „Eldfjall haturs sprakk í ráðhúsi Reykjavíkur.“

Verðum við að kaupa þetta?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Nýtt á Stundinni

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

Lára Guðrún

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

·
Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsmorð á einum degi

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsmorð á einum degi

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·
Andlitið undir hinum tveimur

Símon Vestarr

Andlitið undir hinum tveimur

·
Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

Guðmundur Gunnarsson

Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

·
Trölli er víða

Freyr Rögnvaldsson

Trölli er víða

·
Algjör lúxus að vera vegan í dag

Algjör lúxus að vera vegan í dag

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·