Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
14197
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
42206
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
4
Fréttir
1330
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
6
Greining
712
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
7
Mynd dagsins
122
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Hörður Jóhannessonaðstoðarlögreglustjóri
Síðastliðinn þriðjudag sat Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri, keikur í setti Síðdegisútvarps Rásar 2 og lét gamminn geisa um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, en heilmikið hefur verið fjallað um það að undanförnu — meðal annars í tengslum við nýlegar handtökur tveggja manna og nýjar bækur þeirra Jóns Daníelssonar og Ómars Ragnarssonar. Þetta stutta en stóryrta spjall Harðar við þáttarstjórnendur Ríkisútvarpsins er til marks um tvær skæðar fylgjur hinnar svokölluðu opinberu umræðu sem óhætt er að kalla óbærilega þreytandi meinsemdir — ef ekki beinlínis stórhættulegar plágur. Annars vegar þá nánast undantekninga- og takmarkalausu hagsmunagæslu, ímyndarvörslu og orðstírsvernd, sem ástunduð er af kappsömum varðhundum kyrrstöðunnar í hvert sinn sem kýlt er í útþaninn kerfiskviðinn. Hins vegar vangetu — og hugsanlega einnig viljaskort — fjölmiðlafólks til að bregðast almennilega og efnislega við ofangreindri hagsmunagæslu, sökum takmarkaðrar þekkingar þess á viðfangsefninu.
1.
Aðstoðarlögreglustjórinn segist gjarnan vilja taka upp málstað kollega sinna og sakar meðal annars þau, sem fjallað hafa um Guðmundar- og Geirfinnsmálið með einum eða öðrum hætti, um að hafa ekki „dottið í hug að svo mikið sem reyna að kanna [...] hug“ lögreglumanna og annarra þeirra sem á sínum tíma komu að svokallaðri rannsókn málsins — að því er virðist góðra og græskulausra kórdrengja sem, að mati Harðar, „bara vöknuðu einn daginn og voru með þetta mál í fanginu.“ Við þessari fullyrðingu — eins og svo fjölmörgum öðrum sem féllu úr munni Harðar þetta síðdegi — gátu þáttastjórnendurnir ekki brugðist.
Árið 2014 kom hópur á vegum breska ríkisútvarpsins til Íslands og vann tvær umfjallanir um málið: annars vegar langa, gagnvirka færslu sem birt var á vefsíðu útvarpsins — skreytt ljósmyndum og myndböndum með ítarefni; hins vegar þrjátíu mínútna þátt sem sendur var út á BBC World Service í maímánuði sama árs. Í síðarnefndu umfjölluninni upplýsti þáttarstjórnandinn, Simon Cox, hlustendur um að enginn rannsóknaraðilanna hafi viljað ræða við hann — að undanskildum Valtý Sigurðssyni, sem lét þó ekki í sér heyra fyrr en Cox og félagar höfðu snúið aftur til Bretlands. Í nóvember 1974, þegar Geirfinnur Einarsson hvarf, hafði Valtýr stöðu fulltrúa bæjarfógeta í Keflavík og átti því einungis aðild að frumrannsókn málsins — sem kom þó alls ekki í veg fyrir að hann segðist, í samtali við Cox, fullviss um sekt hinna dæmdu. Aðspurður um sönnunargögn, afstöðu sinni til stuðnings, endurtók Valtýr í sífellu að vísbendingar væru um að Erla Bolladóttir hafi verið í Keflavík kvöldið örlagaríka. Og þegar undir hann voru borin þau fínydduðu orð réttarsálfræðingsins Gísla Guðjónssonar — að málið væri eitt ljótasta dæmið um réttarmorð sem komið hefði fyrir hans víðförlu sjónir — brást Valtýr einfaldlega við með háði og hlátri: stuttu valdhrokatísti sem dró saman, með táknrænum og einkar viðeigandi hætti, steinrunnið viðhorf varðhundanna til endurupptöku málsins.
Keimlíka sögu er að segja af illa lukkuðum tilraunum Sigursteins Mássonar til að fá umrædda menn til að opna á sér kjaftinn — en tæplega tveir áratugir eru síðan heimildaþættir hans, Aðför að lögum, voru sýndir í Ríkissjónvarpinu. Rétt eins og í ofangreindu tilfelli breska ríkisútvarpsins gaf ekki einn þeirra stórlaxa, sem að rannsókninni stóðu, kost á viðtali við gerð þáttanna. Eitt smásíli beit hins vegar á agnið: yfirlögregluþjóninn Gísli Guðmundsson, sem ekki kom beint að rannsókn málsins, en var fenginn til að sinna ýmsum smærri verkefnum tengdum Guðmundarmálinu — til að mynda afdrifaríkri sakbendingu sem sögð var ýta stoðum undir þá kenningu að Kristján Viðar Viðarsson hafi verið með Guðmundi, á Strandgötunni í Hafnarfirði, kvöldið sem sá síðarnefndi hvarf. Til sakbendingarinnar voru kallaðar tvær konur, sem séð höfðu Guðmund í félagsskap annars manns umrætt kvöld, en voru ekki upplýstar um að Kristján var umtalsvert hærri en Guðmundur — eiginleiki sem stangaðist algjörlega á við þann samferðarmann hins horfna sem borið hafði fyrir þeirra augu á Strandgötunni, og útilokaði þar með að um Kristján Viðar hafi verið að ræða. Þar að auki var sakbendingin þeim „annmörkum“ háð að birtar höfðu verið myndir af sakborningunum í fjölmiðlum — og ásjóna Kristjáns Viðars þannig svo að segja þjóðþekkt. Í þáttum Sigursteins er Gísli heldur tregur til að gangast við algjöru gjaldþroti rannsóknarinnar, en viðurkennir — með tilheyrandi loðtungu, takthalla og stami — að „mistök“ hafi verið gerð og sitthvað hefði mátt gera betur. En skömmin var skammlíf: örfáum mánuðum eftir sýningu þáttanna birti Morgunblaðið grein eftir sama Gísla þar sem hann dregur verulega í land, segir orð sín slitin úr samhengi, hampar sjálfum sér fyrir heilindi en ásakar Sigurstein um hið gagnstæða.
Starfshópurinnum Guðmundar- og Geirfinnsmál kynnti skýrslu sína árið 2013
Mynd: skyrslastarfs
Þessu til viðbótar má auðvitað taka fram að starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmálið — sem skipaður var af innanríkisráðherra í kjölfar andláts Sævars Marinós Ciesielski árið 2011, og skilaði lokaskýrslu um skoðun sína tæpum tveimur árum síðar — ræddi jafnt við rannsakendur og fangaverði sem dómþola málsins og aðra sakborninga. Niðurstöður starfshópsins hefði ómögulega mátt skerpa betur: játningar hinna dæmdu — það eina sem lá til grundvallar sakfellingunni — voru ýmist óáreiðanlegar eða beinlínis falskar, fengnar fram með fordæmalausri einangrun, hótunum og hverslags ofbeldi.
Semsagt, þegar rannsóknaraðilum er boðið að tjá sig við aðila sem vinna að ítarlegum umfjöllunum um málið gerist þetta: þeir sem mesta ábyrgð bera neita að tala, á meðan smærri fiskar opna á sér munninn, en hafa nákvæmlega ekkert fram að færa — annað en vísbendingaþráhyggju, valdhæðni og auma viðurkenningu á smávægilegum „mistökum“ sem svo er nær umsvifalaust tekin til baka. Fáar torfærur hafa alljafna verið í vegi íslensku lögreglunnar að gjallarhorni fjölmiðla, sem gjarnir eru á að endurvarpa orðum valdstjórnarinnar nokkuð möglunarlaust út í eterinn — eins og reyndar umræddur mónólógur aðstoðarlögreglustjórans ber skýrt vitni um. Allt tal lögreglumanns um að rannsóknaraðilar hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig — og að þeim sem fjallað hafa um málið hafi ekki „dottið í hug að svo mikið sem reyna að kanna þeirra hug“— er einfaldlega hlægilegt. Viðbragðsgetuleysi þeirra, sem útvarpa vælinu án fullnægjandi athugasemda, er aftur á móti hlægilegt og grátlegt í senn.
2.
Harðræðið, sem fangar voru beittir í Síðumúlafangelsinu, segir aðstoðarlögreglustjórinn að fjallað hafi verið um — og í þokkabót að nokkuð skýr niðurstaða hafi fengist í það mál. Þar á hann við svokallaða harðræðisrannsókn sem framkvæmd var fyrir tilstilli Jóns Bjarman, fangaprests, eftir að honum varð ljóst, af samtölum sínum við fanga, hverskonar fyrirlitlegur fantaskapur viðgekkst innan tukthúsveggjanna. Hitt og þetta hefðu þáttarstjórnendurnir þá getað bent á, en gerðu það vitaskuld ekki: til að mynda þá staðreynd að um hreinræktaða hvítþvottaskýrslu var að ræða — framkvæmda af undirmönnum þeirra sem sakirnar beindust gegn; aldrei var rætt við fangavörðinn Hlyn Þór Magnússon, sem vitnað gat til um hinar ýmsu pyntingar og hótanir í garð fanganna; og eina harðræðið sem á endanum var viðurkennt var stakur kinnhestur sem yfirfangavörðurinn Gunnar Guðmundsson veitti Sævari Ciesielski við samprófun — í viðurvist of margra vitna til að hægt væri að afskrifa hann sem hugarburð þess sem var sleginn.
3.
Loks fer aðstoðarlögreglustjórinn með margtuggna möntru sem sívinsælt er að kalla fram í umræðu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „[M]enn gleyma ýmsum staðreyndum eins og til dæmis því að það voru nokkrir í hópi sakborninga sem sammæltust um, þrátt fyrir einangrun í gæsluvarðhaldi... gátu búið til sögu sem leiddi til þess að fjórir alsaklausir menn sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga, allt saman tilbúningur frá upphafi.“ Þannig fetar hann meðal annars í fótspor fjölmiðlamannsins Ómars Valdimarssonar — sem starfaði við blaðaskrif þegar málið átti sér stað og er af einhverjum ástæðum ósjaldan sóttur í settið þegar ræða skal málið í fjölmiðlum — en hann hefur gjarnan hamrað á þessum punkti: stóri glæpurinn sé að Sævar Marinó, Erla og Kristján Viðar hafi bendlað þá Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Ólsen við hvarf Geirfinns — verknaður sem ollið hafi því að fjórmenningarnir þurftu saklausir að dúsa í einangrun í hundrað daga og fimm til.
En þetta er síst svona einfalt. Fyrir utan þá bersýnilegu staðreynd að það eru rannsóknaraðilarnir sem raunverulega bera ábyrgð á einangrunarvist fjórmenninganna — til þess hafa þeir einir valdið, ekki tvítugir valdleysingjar sem sjálfir dúsa innan fangelsismúranna — bendir vægast sagt flest til þess að sömu aðilar hafi einmitt blandað fjórmenningunum inn í málið.
Teiknarinn Magnús Gíslason gerði myndirnar af huldumanninum í Hafnarbúðinni sem talinn var viðriðinn hvarf Geirfinns — myndir sem síðar voru brúkaðar til að raungera styttuna Leirfinn — og segir, í fyrrnefndum þáttum Sigursteins Mássonar, að við gerð þeirra hafi verið notast við bæði vitnisburði og ljósmynd. Eina vitnið sem tækifæri hafði til að að virða huldumanninn almennilega fyrir sér — Guðrún Konráðs Jónsdóttir, afgreiðslustúlkan í Hafnarbúðinni — segir í sömu þáttum að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum við gerð styttunnar. Þetta staðfestir Haukur Guðmundsson, lögreglumaður í Keflavík, sem segir að hann hafi reyndar sýnt Guðrúnu styttuna; hún hafi verið ósátt við neðri hluta höfuðsins, en samt sem áður hafi verið tekin ákvörðun — í samráði við „okkar bestu sérfræðinga í sakamálum“ — um að birta hana opinberlega og byggja leitina að huldumanninum á henni. Í þáttunum réttir Sigursteinn teiknaranum Magnúsi gamla passamynd af nafna hans Leópoldssyni og spyr í kjölfarið hvort hún hafi verið notuð við gerð teikninganna. „Þetta er ekki myndin, en mjög lík“ segir Magnús, en bætir strax við: „Þetta er sami maðurinn.“ Spurður hvort hann sé alveg viss, segir hann: „Alveg hundrað prósent viss um það.“
Ljóst er að leirmyndin þótti líkjast Magnúsi Leópoldssyni, enda tók lögreglunni í Keflavík strax að berast ábendingar þess efnis í kjölfar opinberrar birtingar styttunnar. Þetta tjáði einmitt Haukur Guðmundsson Magnúsi Leópoldssyni þegar sá síðarnefndi var, á einhverjum tímapunkti, kallaður til tals við lögregluna — og þá aðallega spurður út í bifreiðaeign sína. Raunar ferðaðist orðrómurinn um aðkomu Magnúsar og Sigurbjarnar Eiríkssonar, eiganda Klúbbsins, að hvarfi Geirfinns, svo ótt milli tugguþurfa tanngarða samfélagsins að þeir félagar sendu dómsmálaráðherra kvörtunarbréf þess efnis. Nöfn þeirra voru þannig frá upphafi tengd málinu. Í Aðför að lögum segir Magnús að í fyrstu hafi hann verið sáttur við þá skýringu sem lögreglan gaf honum, að hin dæmdu hafi blandað fjórmenningunum í málið, en í seinni tíð — sér í lagi eftir að hann las málsskjölin — hafi vaknað efasemdir: „Þá geri ég mér grein fyrir því að það er eitthvað mikið bogið við þetta.“
Í málsskjölunum er að meðal annars að finna gögn um framburð Guðmundar nokkurs Agnarssonar, sem var í tygjum við fyrrum eiginkonu Sigurbjörns Eiríkssonar. Í október 1975 — tæpu ári eftir að Geirfinnur hvarf, tæpum tveimur mánuðum áður en Erla og Sævar voru færð í fangaklefa — höfðu börn Guðmundar samband við lögregluna vegna gaspurs hans um aðkomu sína að hvarfi Geirfinns: hann hafi, ásamt þeim Klúbbsmönnum og Geirfinni, ætlað að sækja smyglaðan spíra út á sjó; þeir hafi gert út frá dráttarbrautinni í Keflavík; Geirfinnur hafi kafað eftir spíranum en svo ekki komið upp aftur — með öðrum orðum drukknað. Guðmundur þessi var yfirheyrður og af honum teknar einhverjar skýrslur — en sagan var á endanum afgreidd sem helbert drykkjuraus. Það er að segja: þangað til hún var, ekki svo löngu síðar, notuð sem beinagrind til að raða málatilbúnaðarfleskinu utan um — en í þetta skiptið voru það tvítugu smákrimmarnir sem sagðir voru hafa staðið í áfengisbissnissnum við Geirfinn. Lokaútgáfa rannsóknaraðilanna af þeim atburðum sem áttu á endanum að hafa leitt til dauða Geirfinns, er í grunninn sú sama og börn Guðmundar Agnarssonar sögðu lögreglunni: hún inniheldur dráttarbrautina, spíraviðskiptin, sömu peningaupphæð og Guðmundur hafði nefnt, og að lokum auðvitað tragískan dauða Geirfinns — þótt drukknuninni hafi vissulega verið skipt út fyrir handalögmál, með stuttri viðkomu í riffilskoti sem fljótlega var þó þurrkað út úr myndinni.
Dómþolar hafa sagt að nöfnum og andlitum fjórmenninganna hafi beinlínis verið otað að þeim — markmið rannsakenda hafi verið að koma þeim bakvið lás og slá. Sitthvað ýtir stoðum undir þetta — meðal annars skýrsla sem tekin er af Sævari þann 10. febrúar 1976 og hefst með eftirfarandi orðum: „Mætta hafa hér verið sýndar myndir af 16 mönnum, sem rannsóknarlögreglan telur hugsanlegt, að hafi verið við dráttarbraut Keflavíkur og/eða í bátsferð þaðan að kvöld 19. nóvember 1974.“ Af þessum sextán þekkti Sævar allavega þrjá: Einar, Valdimar og Sigurbjörn — þá tvo fyrrnefndu með nafni, en þann þriðja ekki. Telur hann á þessum tímapunkti að þeir Einar og Valdimar hafi ekki verið í dráttarbrautinni, en Sigurbjörn hafi vissulega verið þar. Svo heldur sagan áfram að rúlla og taka breytingum: einhverjir detta út og aðrir bætast við; fjórmenningarnir eru handteknir með nokkurri viðhöfn og stæl, en að lokum sleppt; þá vantar mann til að fylla upp í myndina og Guðjón Skarphéðinsson því sjanghæjaður í það hlutverk; Sigurður Óttar Hreinsson svo settur í stöðu hins passífa lykilvitnis sem ekkert saknæmt aðhefst, en getur staðfest að umræddir atburðir hafi átt sér stað — rétt eins og Gunnar Jónsson var látinn gera í Guðmundarmálinu.
Ofangreind eru einungis örfá dæmi um þau mýmörgu atriði sem varpa íturvöxnum efasemdaskugga á þá opinberu söguskýringu að vægðarlausir dómþolar Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en ekki sjálfir rannsakendur þess, hafi að eigin frumkvæði bendlað fjórmenningana við málið — og beri því ábyrgð á þriggja mánaða vítisdvölinni sem þeir máttu þola. En að undanskildum örfáum vandræðalegum hummum og hálf-jáum heyrist ekki múkk frá þáttarstjórnendum Ríkissjónvarpsins — sem virðast jafn grænir og viðmælandi þeirra þykist vera um það hvers vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálið „dúkkar [...] alltaf upp aftur.“ Þar af leiðandi kemst viðmælandinn upp með að valsa taumlaus um umræðuvettvanginn í takmarkalausri hagsmunagæslu eigin starfstéttar og fara með hverja rangfærsluna á fætur annarri — til viðbótar við valdhrokaknúinn róg og lágkúrulegar ásakanir um „að fólk tengt málinu og í kringum málið hafi fundið og notfært sér það, þegar frá leið, að það var jarðvegur fyrir því að þetta væri kannski ekki allt með felldu.“
4.
Til að toppa lágkúruna lætur aðstoðarlögreglustjórinn svo út úr sér orð — sem svo voru gerð að fyrirsögn fréttar á vef Ríkisútvarpsins — sem beinast ekki eingöngu gegn hinum dæmdu og þeirra nánustu aðstandendum, heldur málsvörum þeirra almennt og yfirleitt: „Svo líða einhver ár og þetta sama fólk fer að tala og allt í einu vilja allir trúa þeim.“ Í fyrsta lagi angar þetta orðalag af ótta: trúi nú múgur og margmenni allt í einu hinum dæmdu þýðir það að áður tók þetta sama fólk mark á einhverjum öðrum, sem ekki er lengur talinn traustsins verður — nefnilega kerfinu hverra hagsmuna Hörður kappkostar við að gæta.
Í annan stað virðist það lengsta degi ársins ljósara að á þeim tíma sem rannsókn málsins fór fram áttu hin innilokuðu og ákærðu sér fáa málsvara — ef þá einhverja yfir höfuð. Gagnrýni á störf rannsóknaraðila snéri yfirleitt að öllu öðru en meðferðinni á föngunum, og ófátt fjölmiðlafólk tók að því er virðist kátt þátt í bannfæringu sakborninganna. Þegar manni, sem gist hafði klefa á móti kytru Sævars, tókst að smygla út nokkrum bréfum sem hann sagði rituð af þeim síðarnefnda, skrifaði ofangreindur Ómar Valdimarsson í Dagblaðið: „Innihald bréfanna var svo sem ekki merkilegt, aðallega yfirlýsingar Sævars um hrottaskap lögreglunnar, fasisma og sakleysi sitt.“ Árið 1980 gaf Jóhann Páll Valdimarsson út bókina Stattu þig drengur eftir Stefán Unnsteinsson — eins konar æviþætti Sævars Ciesielski. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ sagði Jóhann rúmum þrjátíu árum síðar, aðspurður í tengslum við útkomu skolsvartrar skýrslu um meðferðina á börnum á upptökuheimilinu Breiðavík — en skýrsluhöfundar sögðu bók Stefáns vera aðra af tveimur mikilvægustu rituðu heimildunum um heimilið. Stefán fjallar í bókinni talsvert um hlut fjölmiðla í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu — þar á meðal þá afmennskun sem átti sér stað á síðum blaðanna: „Útlitið eitt sér var næstum því nægilegt sem sönnum.“
Í þriðja lagi er það einfaldlega svo að eftir því sem fólk kynnir sér gögn málsins í meira mæli — sem og það efni sem unnið hefur verið upp úr gögnunum — því líklegra er það til að hallast að þeirri niðurstöðu að réttarmorð hafi verið framin. Blaðamaðurinn Jón Daníelsson, sem ritað hefur bók um málið og safnar nú fyrir útgáfukostnaði, hefur einmitt sagst hafa verið í stórum hópi þeirra sem á sínum tíma efuðust ekki um sekt hinna dæmdu: „Mér er enn minnisstætt hversu sannfærður ég var um sekt á þeim tíma. Ég held að traust á réttarkerfið sé hálfpartinn innbyggt í flest okkar. En ég skipti um skoðun.“ Þessi nýja skoðun Jóns (e. opinion) er byggð á ítarlegri skoðun hans (e. examination) á málinu; ekki einungis dómnum — en margnefndur Ómar Valdimarsson, þingmaðurinn Brynjar Níelsson, og fleiri varðhundar kyrrstöðunnar hafa haldið því fram að lestur á honum einum nægi leikmanni til að mynda sér skothelda skoðun á málinu — heldur á málsskjölunum í heild sinni. Hið sama á við um fyrrnefndan skoðanasnúning Magnúsar Leópoldssonar — sem trúði sögu eigin kúgara um ástæður frelsissviptingar hans og hinna fjórmenninganna allt þar til hann fór að skoða gögnin. Stórgóð bók Þorsteins Antonssonar frá 1991, Áminntur um sannsögli, er annað prýðilegt dæmi um þá gjörbreyttu mynd sem fæst af málinu við skoðun málssjalanna — og fjölmörg fleiri mætti tína til. Þetta truflar vitaskuld varðhundana — því eins og segir í ljóði Megasar um dráttarbrautina: „sofandi hunda / er synd og skömm að vekja / úrillan illa tengdan / getur orðið vonlaust að spekja.“
5.
Hvaða tilgangi á svona viðtal eiginlega að þjóna? Raunveruleg umræða um stórt og mikilvægt mál á borð við Guðmundar- og Geirfinnsmálið getur varla falist í því að fáfróðir baggalútar, með aðsetur í útvarpshúsinu, hleypi hagsmunagæsluverði kerfisins að hljóðnemanum og leyfi honum að frídreifa óupplýstri, innihaldsrýrri og fyrirsjáanlegri „skoðun“ sinni fyrir tilstilli ljósvakans — án þess að mæta minnstu mótstöðu. Sú sjálfsagða krafa hlýtur að lúta að þáttarstjórnendunum að þeir búi yfir raunverulegri þekkingu á viðfangsefninu og séu þannig, með einhverju móti, færir um að sannreyna orð viðmælandans — og bregðast við þeim á staðnum. Séu þeir ófærir um slíkt ættu þeir einfaldlega að láta hljóðnemann falla og finna sér eitthvað annað að gera.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirMorð í Rauðagerði
17
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
14197
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
42206
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
4
Fréttir
1330
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
6
Greining
712
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
7
Mynd dagsins
122
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
Mest deilt
1
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
42206
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
14197
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
3
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi
35118
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
Mikið af fólki er að fara inn á afleggjarann að Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir jarðeðlisfræðingur sem biður um vinnufrið á vettvangi. Varasamt getur verið að fara mjög nálægt gosinu vegna gasmengunar.
4
Þrautir10 af öllu tagi
5694
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautin í gær er hér. * Aukaspurning: Á myndinni hér að ofan er hluti (aðeins hluti!) af umslagi einnar frægustu hljómplötu 20. aldar. Hver er platan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir hundur Mikka Músar? 2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í víðfrægri bandarískri gamanmynd frá 1959? Myndin hét, meðal annarra orða, Some Like It Hot. 3. Um 1980 hófst hið svokallaða „íslenska...
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
6
Þrautir10 af öllu tagi
3853
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir. * Fyrri aukaspurning: Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar. * Aðalspurningar: 1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann...
7
Fréttir
1330
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
74232
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
65421
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
4
ViðtalHamingjan
40552
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
5
FréttirMorð í Rauðagerði
17
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
6
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
14197
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
7
Viðtal
2233
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
74232
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127995
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
3
Aðsent
991.268
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
4
Viðtal
16462
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
6
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
126
Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem mun heimila afplánun allt að tveggja ára fangelsisdóma með samfélagsþjónustu. Tilgangurinn er að draga úr bið eftir afplánun og bregðast við auknum fjölda fyrninga dóma.
Þrautir10 af öllu tagi
3853
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir. * Fyrri aukaspurning: Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar. * Aðalspurningar: 1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann...
Menning
5
Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós
Tónlistarmyndin When We Are Born afhjúpar persónulega sögu síðustu plötu Ólafs Arnalds. Hún var tekin upp síðasta sumar, en verður frumsýnd á netinu 7. mars.
Mynd dagsins
23
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Þessi ferðalangur á Bleikhóli, við suðurenda Kleifarvatns, ætlaði að finna fyrir honum stóra sem kom svo ekki. Það voru fáir á ferli, enda hafa Almannavarnir beint því til fólks að vera ekki að þvælast að óþörfu um miðbik Reykjanesskagans. Krýsuvíkurkerfið er undir sérstöku eftirliti vísindamanna, því það teygir anga sína inn á höfuðborgarsvæðið. Síðdegis í gær mældust litlir skjálftar óþægilega nálægt Krýsuvíkursvæðinu, sem er áhyggjuefni vísindamanna.
Blogg
230
Þorvaldur Gylfason
Auðlindir í stjórnarskrá
Hér fer á eftir í einni bendu fimm greina flokkur okkar Lýðs Árnasonar læknis og kvikmyndagerðarmanns og Ólafs Ólafssonar fv. landlæknis um auðlindamálið og stjórnarskrána. Greinarnar birtust fyrst í Fréttablaðinu 24. september, 20. október, 19. nóvember og 23. desember 2020 og loks 26. febrúar 2021. 1. VITUNDARVAKNING UM MIKILVÆGI AUÐLINDAHeimsbyggðin er að vakna til vitundar...
Fréttir
1330
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
12
800 skjálftar frá miðnætti
Kvika hefur ekki náð upp á yfirborðið, en skjálftavirkni jókst aftur undir morgun.
Þrautir10 af öllu tagi
5694
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautin í gær er hér. * Aukaspurning: Á myndinni hér að ofan er hluti (aðeins hluti!) af umslagi einnar frægustu hljómplötu 20. aldar. Hver er platan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir hundur Mikka Músar? 2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í víðfrægri bandarískri gamanmynd frá 1959? Myndin hét, meðal annarra orða, Some Like It Hot. 3. Um 1980 hófst hið svokallaða „íslenska...
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
1428
Víðir varar við: Fólk reynir að komast á gossvæðið og gæti fest sig
Fólk hefur streymt að afleggjaranum að Keili, sem liggur í átt að mögulegu gossvæði. Kvika er að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Mynd dagsins
27
Tæpir tuttugu milljarðar
Hann virkar ekki stór, hjólreiðamaðurinn sem dáist að Venusi frá Vopnafirði landa loðnu hjá Brim í Akraneshöfn nú í morgun. Íslensk uppsjávarskip mega í ár, eftir tvær dauðar vertíðir, veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu, sem gerir um 20 milljarða í útflutningsverðmæti. Verðmætust eru loðnuhrognin, en á seinni myndinni má sjá hvernig þau eru unnin fyrir frystingu á Japansmarkað. Kílóverðið á hrognunum er um 1.650 krónur, sem er met.
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi
35118
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
Mikið af fólki er að fara inn á afleggjarann að Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir jarðeðlisfræðingur sem biður um vinnufrið á vettvangi. Varasamt getur verið að fara mjög nálægt gosinu vegna gasmengunar.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
315
Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
Hefjist eldgos mun verða óheimilt að fljúga yfir ákvæðið svæði í um hálftíma til klukkutíma. Eftir það er það í höndum flugfélaga hvernig flugi verður háttað.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir