Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Útlendingar haldið ykkur burt? Velkomin til Íslands?

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar um Angelu Merkel og flóttamannavandann.

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar um Angelu Merkel og flóttamannavandann.

Síðastliðinn sunnudag var kanslari Þýskalands, Angela Merkel, í tæplega klukkustundarlöngu sjónvarpsviðtali á þýsku ríkissjónvarpstöðinni ARD Das Erste. Var hún gestur  í spjallþætti sjónvarpskonunar Anne Will. Horfðu um sex milljónir Þjóðverja á útsendinguna. Hér verður aðeins fjallað um viðtalið og lagt útfrá því.

Merkel er ekki þekkt fyrir að gefa færi á sér í einkaviðtöl. Þau tíu ár sem hún hefir haldið um stjórnartaumana hefir slíkt ekki oft komið fyrir. Nú bregður svo við hún var hún gestur Anne Will í annað sinn með tiltölulega stuttu millibili. Aðalspurning viðtalsins var „getum við þetta í raun og veru, frú Merkel?“ („können wir es wirklich schaffen, Frau Merkel?“) Var vísað til orða Merkel, „okkur tekst þetta“ („wir schaffen das“) sem hún lét frá sér fara um flóttamannavandann undir lok ágúst á síðasta ári. Þá sagði hún að Þýskaland hefði í gegnum tíðina ráðið meinbug á mörgum vandamálum og myndi einnig ráða fram úr þessu. Also, Merkel var kominn aftur til að ræða flóttamannavandann sem bankar á dyr Evrópu og Þýskalands.  

Í sem skemmstu máli er Merkel enn þeirrar skoðunar að Þýskaland ráði fram úr vandanum. Það segir hún þrátt fyrir að 81% Þjóðverja, samkvæmt könnun Deutschland Trend, séu á að Þýskaland valdi eigi vandanum. Efasemdaraddir verða stöðug háværari og nýtur hið, því að gera, nýja stjórnmálaafl AfD (Alternative für Deutschland) góðs af því. En téðu afli hefir verið lagt til lasts að halla sér helst til of mikið að útlendingafjandsamlegum skoðunum. Fengi AfD, samkvæmt könnunum, svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengu í síðustu borgarstjórnarkosningum yrði gengið til þingkosninga núna. Efaraddir má svo einnig finna innan raða flokks Merkel, CDU (Christliche Demokratische Union Deutschlands, sem og hjá systurflokknum í Bæjaralandi, CSU (Christlich-Soziale Union in Bayern). Hefur þar Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands og formaður CSU, oft og tíðum gert Merkel lífið leitt með gagnrýni á afstöðu hennar í flóttamannakrísunni.

Þrátt fyrir að Merkel sé staðföst í „wir schaffen das“-trúnni telur hún krísuna evrópskt vandamál og að lausnin sé fólgin í samvinnu; ekki dugi fyrir ríki álfunnar að bregðast einhliða við, loka landamærum sínum og láta önnur ríki sitja eftir í súpunni. Hér er einkum horft til Grikklands þar sem flest flóttafólkið „lendir“ um þessar mundir og kemst ekki áfram norður sakir þess að Makedónía hefir lokað landamærum sínum, líkt og reyndar fleiri Balkanlönd hafa gert. 

Verður að segjast að Merkel, sem hefir verið sökuð um að tala ekki alltaf hreint út, hafi klárlega tekið af allan vafa, ef einhver var, um afstöðu sína í málinu. Mætti þjappa afstöðunni saman í sameinuð stöndum við, sundruð föllum við. Á sunnudaginn tók hún enn sterkar til orða og lét þessi orð frá sér fara „það er fjandakornið skylda mín [...] að Evrópa finni sameiginlegan veg. („meine verdammte Pflicht [...], dass Europa einen gemeinsamen Weg findet.)  Bindur hún í þessu samhengi vonir við samningafund sem mun eiga sér stað í Brussel 7. mars.

Í viðtalinu lagði Merkel einnig áherslu á að hún hefði enga varaáætlun. Finna verði sameiginlega lausn til að bregðast við neyð fólks og það sé skylda Evrópu að hjálpa, sem er rétt sé litið til flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna er samþykktur var í Genf 1951 til að ráða fram úr flóttmannavanda Evrópu þess tíma. Ísland er einnig aðili að þessum samningi og hefir verið síðan 1956.

Þrátt fyrir skýrt sjónarmið í þessum efnum sagði hún aukinheldur að hlusta ætti á óánægjuraddir samfélagsins, einnig þær sem ekki vilja taka við flóttafólki eða eru gagnrýnir á stefnu ríkisstjórnarinnar. Merkel tók fram að hún deildi ekki þessum skoðunum en að hlusta þyrfti á raddirnar. 

Hefir hún rétt fyrir sér hvað þetta varðar. Það stoðar lítt að hundsa óttaslegnu raddirnar; þær sem ekki vilja sjá fjölmenningu, eða frekari fjölmenningu, vilja halda í kristin gildi, vilja alfarið loka fyrir strauminn, óttast að aukin glæpatíðni fylgi komu flóttafólks og innflytjenda. Þær óánægjuraddir má ekki merkja strax með nasista-rasista-stimplinum. Það væri mikil einföldun. 

Hvað nasista-rasista-stimpilinn varðar verður að ganga útfrá því að ekki nokkur heilvita maður vilji láta spyrða sig saman við slíkan ófögnuð sem valdið hefir og heldur áfram að valda illu með einskæra mannfyrirlitningu að leiðarljósi. Og þótt gagnrýna megi ósanngjarnar alhæfingar um fólk, bornar á borð sakir þess hvar sumt fólk í heiminn bar má vonandi ganga út frá því sem vísu að almennt mannhatur  sé ekki kveikjan að fordómafullri orðræðu á Íslandi. Ef til vill má segja að margt sé á gráu svæði, einkum og sér í lagi þegar myndböndum af óhæfuverkum vissra þjóðfélagshópa er deilt á samfélagsmiðlunum. 

Annað gildir um hreina og klára kynþáttahyggju, og fullyrðingar í þá veru, augljóst útlendingahatur og árásir á fólk. Því fylgir engin réttlæting, bara fordæming. Geta allir verið sammála um að góðu heilli sé árásum á minnihlutahópa sökum trúar eða litarháttar á Íslandi ekki fyrir að fara og flokkur, virkilega fjandsamlegur útlendingum, eins og NPD (Nationaldemokratische Partei Deutschlands) í Þýskalandi, sem oftar en ekki er rætt um hvort banna eigi, fyrirfinnst ekki enn í Lýðveldinu Íslandi.

Slíku er ekki fyrir að fara í Þýskalandi og illu heilli er útlit fyrir að öfgahreyfingar sem gera út á útlendingahatur séu að sækja í sig veðrið. Áþreifanlegasta dæmið er mikil fjölgun árása á flóttamannheimili. Einnig má líta á atvikið í Clausnitz  sem ofbeldis- og níðingsverk sem sver sig í þá ógeðfeldu ætt. Þar kom saman hópur fólks fyrir framan flóttamannheimili sem var við að taka á móti flóttafólki er þangað var komið með rútu. Hópurinn, (meira viðeigandi orð eru ef til vill múgur, skríll, ruslaralýður eða óþjóð) varnaði flóttafólkinu, sem ekkert hafði til saka unnið annað en að flýja neyð, útgöngu úr rútunni og hrópaði slagorð sem mikið var notað gegn ráðamönnum í Þýska alþýðulýðveldinu DDR fyrir fall múrsins, „wir sind das Volk“ (fólkið erum við). Þar að auki var æpt „Ausländer raus“ (burt með útlendinga). 

Ekki geðslegt. Það er heldur ekki geðslegt að fylgi NPD sumstaðar í landinu fari vaxandi. Veit það sannarlega ekki á gott.

Hegðun eins og hér var lýst hafa ráðamenn sambandsríkja Þýskalands sem og meðlimir ríkistjórnarinnar fordæmt og kallað viðbjóslega. Einnig er vert að taka fram að NPD-flokkurinn er iðulega gagnrýndur og er af mörgum, til að mynda fyrrum forseta Bundestags Wolfgang Thierse, talinn ganga gegn stjórnarskránni. Merkel er hér engin undatekning. Skilaboðin eru skýr: Útlendingahatur verður ekki og á ekki að líðast. 

Í því samhengi væri vert að hvetja íslensk yfirvöld og alþingismenn til hins sama; að gefa út yfirlýsingu þess efnis að taka beri hart á hvers kyns útlendingahatri. Bezt væri og að gera það áður en aðsúgur verður gerður að útlendingum, flóttamannheimili brenna eftir íkveikju á meðan múgur stendur hjá og klappar athæfinu lof í lófa líkt og gerðist í Bautzen í Saxlandi ekki alls fyrir löngu.

Það er nefnilega eitt að hafa skoðun þar sem látið er í veðri vaka að sú breyting sem mun vafalítið verða á samfélaginu geti varla verið til góðs og annað að ætla sér að berjast gegn breytingunni með illu. Það er heldur alls ekki slæmt að hallmæla Íslam og hvernig þau trúarbrögð eru stundum notuð til að réttlæta óhæfuverk. Ekkert er heldur að því að vera hræddur við að hryðjuverk og óttast að váleg athæfi, sem rekja mætti til trúar og lífsviðhorfa, gætu átt sér stað á Íslandi. Það er umræða sem verður að taka án gífuryrða á báða bóga og ber íslenskum stjórnmálamönnum skylda til að leiða hana á skynsaman hátt. 

Er hér og nauðsynlegt að hafa aðra hættu í huga, ef mark er takandi á Hajo Funke, stjórnmálafræðingi við Freie háskólann í Berlín og sérfræðingi hvað viðkemur hægri öfgastefnu og gyðingahatri. Árásum á flóttamannheimili fjölgaði til muna eftir að mótmæli sem lykta af útlendingaandúð færðust í vöxt með AfD og Pegida (Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes) sem stendur fyrir þjóðræknir Evrópubúar gegn íslamvæðingu Vesturlanda. Síðarnefndu samtökin hafa orð á sér fyrir að ganga langt í andúð sinni á innflytjendum. Er ekki úr vegi að hafa það í huga í ljósi nýlegra atburða í íslensku stjórnmálalífi sem og stofnun samtakanna Hermenn Óðins.

Hvað sem segja má um sterfnu Merkel og ríkisstjórnarinnar verður að segjast að hún var undanbragðalaus síðastliðinn sunnudag. Vandamálið er raunverulegt og hverfur ekki. Ekki er um neitt annað að ræða en takast á við það. Okkur ber skylda til þess. Jafnframt tók hún skýrt fram að fjölmenning ætti ekki að að vera neitt lausnar- eða töfraorðið að mati Merkel. Skýlaust sagði hún að aðlögun væri ekki val hvers og eins heldur gildi reglur sem beri að virða.

Hvað má ráða af þessu? Jú, það er kominn tími til að íslenskir stjórnmálamenn tali tæpitungulaust  um það hvernig þeir vilji að Ísland standi sína plikt í flóttamannkrísunni, hvernig taki eigi á aðlögun þeirra sem til landsins koma, hvernig berjast eigi gegn útlendingahatri og fordómum sem sannlega eru til staðar á Íslandi. Nú ef menn eða flokkar eru á því að meina eigi fólki inngöngu í landið og senda til síns heima þá eiga hinir sömu ekki að fara í grafgötur með það og fela sig bakvið að hér sé verið að opna fyrir umræðu. Gylfi Ægisson hefir þó allavega kjark til að gangast við sínum skoðunum hvað sem segja má um þær skoðanir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·